Færsluflokkur: Bloggar
Orðsnilld !!
6.8.2008 | 21:29
Börnin mín eru alþekkt fyrir orðsnilld sína,- eins og flest börn náttúrulega.
Kolfreyja Sól þekkir seli,- og silung,- og hefur búið fyrir austan þar sem oft er sagt selungur um þann feiknagóða fisk að flámælskum sið !! Hún sá forsíðu fréttablaðsins í gær og kom til mín hróðug og sagði " sko, þarna er selungur " en þar var þá þessi fíni rostungur ;)
Þetta minnti mig á frumburð minn, Kjartan Þór, sem fór með mér í húsdýragarðinn og sá þar lömb, kálfa og hænuunga,- þegar við komum í geitahúsin þá hrópaði hann upp yfir sig "nei, sko geitungana" og átti þá auðvitað við kiðlingana,(- sem Kolfreyja hlýtur að kalla keðlinga ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Spennandi !!
5.8.2008 | 01:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
og í kveld...
4.8.2008 | 01:19
Rólegheit á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gaman
31.7.2008 | 22:04
Mikið var gaman að fá þá dásemdargesti Hildigunni og Þorstein son hennar. Við erum búin að tjilla og liggja í sólbaði, rölta í bænum, sötra rauðvín og hafa gaman af lífinu. Í gærkveldi fórum við vinkonurnar út að borða á hinn magnaða veitingastað Friðrik V http://fridrikv.is/ og vorum nú ekki sviknar af matnum, umhverfinu og þjónustunni. Nammi, namm....
Gestirnir flugu svo í dag og nú tjillum við bara ég og börnin,- sól og blíða framundan, tívolí og ég veit ekki hvað. Um að gera að njóta síðustu sumarleyfisdagana að sinni í botn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sól og aftur sól
30.7.2008 | 00:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábært
27.7.2008 | 17:02
Óvæntur sigur Fjarðabyggðar í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Togari !!
26.7.2008 | 22:48
Maðurinn minn hefur í þónokkur ár stundað sjóinn,- langoftast á frystitogurum en e-hvað þó farið á togara. Koflreyja Sól átta ára dóttir okkar var í dag að spá í hvað pabbi hennar gerði um borð í nýja skipinu sínu. Hann er badermaður tjáði ég henni,- hmmm...sagði sú stutta, en hefur hann ekki verið e-hvað annað á sjónum....jú,jú, sagði ég...hann hefur verið vélstjóri,- nú, sagði sú stutta,- en var hann ekki e-hvertímann togari ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komin heim ;)
25.7.2008 | 02:46
Eftir tæplega 3ja vikna "útilegu" er ég komin heim í Löngumýrina. Mikið var gott að detta inn um dyrnar í kveld ( lesist nótt ;) með erfiðsmunum við að ýta blaða og póstbunkanum frá. Ég var í 2ja vikna dásamlegu fríi í Kríuás í Hafnarfirðinum, sól og blíða svotil hvern dag,- heitur pottur og alles. Lukkan yfir mér og mínum að Steinvör systir fór í frí til Þýskalands/Austurríkis og ég fékk húsið hennar á meðan. Heimsótti böns af vinum og vandafólki,- át á mig gat ( aftur og aftur, eins og fram hefur komið), snúllaðist við barnabörnin og börnin. Frílistaði mig í Heiðmörk, við Vífilsstaðavatn o.fl.o.fl. Síðan á mánudag hef ég verið ásamt systkinum mínum í Hveragerði að ganga frá í húsi m+p. Það er ekki beint frí, þó það sé frí frá vinnu. En ekki svona slakandi frí. Vorum að daginn langan ( og kveldin löng) því af nógu var að taka. Og ekki búin enn..........
Keyrði heim í kveld,- hirti upp litlu börnin mín á Blönduósi ( þar sem þau hafa lifað í vellystingum hjá ömmu og afa síðan á sunnudag) og heim....heim...heim. Sama hvað mig langar á hina yndislegu frönsku daga þá hef ég ekki orku í það þetta árið. Hvíld og sólbað um helgina ( og ganga frá úr kössum, þrífa hús, slá garð, taka upp úr töskum, þvo þvott.....og...og..og).
Njótið helgarinnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérstakt !!
23.7.2008 | 08:44
Það er óneitanlega töluvert sérstakt að fara í gegnum dótið hja m+p, en við systkinin erum í því þessa dagana. Tökum okkur góðan tíma enda eiga þau það skilið elsku mamma og pabbi að við berum virðingu fyrir dótinu þeirrra. Ótrúlegt en satt,- þá erum við búin að skipta bókunum upp.....og mesti fjársjóðurinn er auðvitað bækurnar sem pabbi batt inn sjálfur á sínum tíma. Á milli gamalla jólakorta leynast líka kort og bréf frá okkur börnunum til þeirra í gegnum tíðina,- og kort og bréf frá þeim til okkar. Er t.d. komin með kort sem pabbi sendi mér þegar ég var í sumarbúðunum á Eiðum 10 ára og hann staddur í Ammeríkunni.
Allt fullt af minningum, tárum, sorg og trega.........en líka gleði og ánægju yfir góðri bernsku og hamingjusömu lífi mömmu og pabba.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Og meiri matur....
21.7.2008 | 00:27
Ég er af hinu alkunna Kolfreyjustaðarslekti, afskomandi sr. Þorleifs Kjartans Kristmundssonar alþekkts nautnamanns í mat !! Og mæ ó mæ, hvort ég sver mig ekki í ættina !! Í þessu sumarfríi er búið að vera gengdarlaust át og aðalumræðuefni við hverja máltíð er hvað maturinn er góður og hvað ætti nú að elda næst !!!
Fiskihlaðborð á Resturant Reykjavík var gómsætt.....
Úrbeinað læri hjá Lúkasi afa frábært.....
Pönnupizza á Pizza Hut.....sei nó more....
Og síðan fór ég að elda....kjúklingarétt á föstudagskveld í félagsskap Kjartans Þórs sonar míns, spúsu hans og ömmubörnunum tveimur.........kjúklingarétt á laugardagskveld í félagsskap Siggu frænkusystur, spúsa hennar, börnum og systur og móður........læri í kveld í félagsskap Steinvarar systur, spúsa hennar og börnum.
Sem betur fer eru flestir af borðfélögum mínum af sömu dásemdarætt,- og sverja sig einnig í ættina !! og þeim þykir rauðvín líka gott
Er að fara í matarboð annað kveld ;) Og hlakka til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)