Færsluflokkur: Bloggar

Búið að óma...

...í eyrum mér þetta bráðskemmtilega lag sem Kalli mágur minn söng til sigurs.

En núna ómar Mama mia í hausnum á mér........enda var ég í bíó í kveld....og ætla aftur..og aftur og aftur ;)


mbl.is ,,Mér líður svo vel"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gúrkutíð

Algjörar gúrkur í fréttum þessa dagana.  Og eins hjá mér.  Þvælist um í dásemdarfríi,- et á mig gat á hvurjum degi og svei mér þá ef þessi afslöppun og ofát hefur ekki gert mig skoðanalausa.  Það er eins og heilinn hafi verið settur á "hold".  Hugsa eingöngu um að slæpast, sóla mig, eta og hitta vini, vandamenn og barnabörn.  Of afslappað  líf gerir konu greinilega lata.....til handa og hugar ;)

ccd_haning_around_monkey_by_amyr


Við veisluborð dag eftir dag....

Á fimmtudagskveldið í fiskisúpu hjá Gerði og Lúkasi,- föstudagskveldið í mexikóskum hjá Ólínu og Jóni Páli,- í gærkveldi í kjúlla hjá Rítu og Herði............hvað skyldi ég fá í kveld og hvar??

Dásemdin ein...

...að tjilla og dingla sér.  Farið í heita pottinn á hvurjum degi,- og sumir oftar....lesist Kolfreyja Sól.  Barnabörnin eintómt æði og Patrekur undi sér vel hjá ömmu og frændsystkinum í heilan sólarhring.  Fórum í Heiðmörkina, að Vífilsstaðavatni og hugsuðum til mömmu sem réri þar á vatninu á ungdómsárum sínum ;)  Auðvitað komum við síðan við í Garðakirkjugarði hjá leiðum m+p. Búin að hitta slatta af góðum vinum, Karen móðursystur Boga og hennar fjölskyldu, þær náðu vel saman Kolfreyja og Sofia sem er 7 ára.  Lúkas minn og Lúkas hennar eru ekki ólíkir í sprellinu og ekki ólíkir Lúkasi afa.  Þess má geta að Karen móðursystir Boga er ári yngri en hann þannig að kynslóðir eru svolítið ruglaðar. Þórhildur vinkona og Emil hennar litli eru búin að skemmta okkur og við Þórhildur brugðum okkur í bíó á meðan Lúkas sat í heldri fólks stúku og horfði á Val vinna KR ( og hafðu það Jóhann.....besti mágur ;).  Fiskisúpa hjá Gerði ömmu og Lúkasi afa er sú besta í heimi og sólin sem skín alla daga er ekki af verri endunum.

Lífið er semsagt....dásemdin ein ;)

 


Fleiri....

....endar á stáltaugum mínum ryðguðu í dag ;) 

Sól og blíða

Skaðbrennd á bringunni !!  Læri aldrei af reynslunni. elska að sitja úti í sól og blíðu og gleymi of oft að ég er með rauðhærða húð !!  Hef líka safnað slatta af punktum í dag................í andlitið :)

Púff !!!

Frábær dagur.  Gjörsamlega.  Fótbolti,- fótbolti.  Eftir marga tapleiki í gær og svekkelsi hjá syni mínum þá unnu þeir KR ( ertu ekki örugglega að lesa þetta JÓHANN uppáhaldsmágur...) 6-3 og Lúkas átti 2 mörk.  Gleðin í fyrirrúmi. 

Lúkas sagði mér frá Þórði sem er í liði með honum og á mömmu í R-vík. Þegar leið á spjallið áttaði ég mig á því að umrædd móðir væri engin önnur en hún Kristín ( Stína)  í Miðgarði æskuvinkona mín.  Lítið Ísland a tarna. 

Stóð hádegisvaktina í KA-heimilinu í dag, eins og í gær, og skammtaði hressum 5.fl. drengum mat. 

Vinna í smátíma,- gera samninga við nýja kennara og minni á að mig vantar DÖNSKUKENNARA næsta skólaár.  Þið sem lesið þetta,- endilega sækja um ( verst að Sigga er ekki komin með dönskureynsluna enn og ekki búin með b.ed. námið ).  Loka tölvunni og volla.....SUMARFRÍ. 

Góðir vinir í kveldmat,- steiktur saltfiskur á spænska vísu,- hrikalega góður.....gott rauðvín með. Bláber, súkkulaðirúsínur og ís í eftirrétt ( Ólína á heiðurinn af þessum eftirrétti). Nammi, nammmmmmmm.

 


Veðurgyðjan

hefur greinilega lesið síðustu færslu hjá mér og áttað sig á því að það gengi ekki að frúin stæði í vindkælingu þessa helgina ;)

KA7. flokkur stúlkna KA sigri hrósandi á Landsbankamóti síðustu helgi.  Kolfreyja fremst til vinstri,- ( gott uppeldi ;)


mbl.is Hitabylgja um helgina og víða 25 stiga hiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er fótbolti....

...hjá mér þessa dagana.  Ekki fyrr búin að þiðna eftir Landsbankamótið á Sauðárkrók hvar stúlkutetrið mitt keppti en að N1 mótið hér á Akureyri hefst þar sem drengstaulinn minn keppir.  Mótið byrjar mjög farsællega í úrhellisrigningu ;) 

http://www.ka-sport.is/n1motid/


30. júní.....

...og ég er frosin inn að beini eftir útivist helgarinnar.  Kolfreyja Sól keppti á Landsbankamótinu á Sauðárkrók og auðvitað fer kona og hvetur stúlkuna sína, þrátt fyrir gráma í fjöllum, snjó á Öxnadalsheiði og rok....og rok....og enn meira rok á Sauðárkrók.  Stóð krókloppin á línunni,- reyndi að garga mér til hita,- þéttinnpökkuð í þrennar flíspeysur, vindgalla, lopavettlinga og húfu.  Betur klædd en í Hlíðarfjalli í vetur ;)  Herre Gud,- takk fyrir að gista á Blönduósi en ekki noprast í tjaldi í þessum kulda. Fór Þverárfjall sex sinnum en sá engan ísbjörn.....ferlega fúlt ;)

Mótið var frábært,- stúlkurnar skemmtu sér drottningarlega og að fylgjast með 7.flokk slær allar meistarakeppnir út ;)  .  Keppendur fara um völlinn eins og amöbur,- þetta er svona flokkafótbolti nokkurskonar.  Síðan fara sumir kannske í parís,- ja, eða að spjalla við foreldra sína og svo er heldur ekkert svo nauið hvort það eru 6 eða 11 í hvoru liði.  Dómarinn missir sig stundum úr hlátri og allir hafa stórgaman af.  En líka alveg ótrúlega flott að sjá seigluna hjá þessum 6-8 ára stelpum sem efldust við hvern leik,- og flokkafótboltinn var smá saman að breytast í sendingar og svoleiðis e-hvað sem ég hef ekki hundsvit á.  Sama hvernig leikar fóru eða hversu mikið vindurinn blés,- alltaf hamingjusvipur á stúlkunum og gleðin allsráðandi. 

Lá í heitu baði hjá tengdó í 2 klt í gærkveldi,- fór til vinkonu minnar og fékk kaffi með yljara út í.....er samt enn hálfkalt !!!

Verð að ná í mig hita fyrir fótboltamótið hjá 5. flokk hér á Akureyri í vikunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband