Færsluflokkur: Lífstíll

Franskir dagar !!

Ég og börnin erum komin heim sæl og glöð eftir dásemdardaga á Fáskrúðsfirði.  Komum austur á miðvikudagskveldið og gistum allan tímann hjá Marioline og familíu.  Á fimmtudeginum fór ég í labbitúr upp á Engihjallann minn,- mikið svakalega sakna ég fjallanna,- verð nú bara að segja það.  Um kvöldið var svo kendirísganga um bæinn, fullt af fólki og svaka fjör og síðan tekið á því á Sumarlínu á eftir.

http://www.123.is/album/display.aspx?fn=faskrudsfjordur&aid=919728785&i=0

Á  föstudeginum var svoldil þreyta svona frameftir er síðan farið á dorgveiðikeppni og á frábæra tónleika með Bergþór Pálssyni ( tengdasyni Fáskrúðsfjarðar) og Diddú.  Varðeldur um kvöldið og tjill og gleði með börnunum og farið snemma í bólið ( tókuð þið eftir þessu....).  Gaman út í götu á laugardeginum og frábært að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í Pétanque, Glæsileg og taumlaus gleði á ballinu á laugardagskvöldið.  Hljómsveitin Buff fær fimm stjörnur af fjórum mögulegum, dansaði fram á næsta dag ;) og skemmti mér geggt.  Sunnudagurinn rólegur og næs,- út í götu og á franska kaffihúsinu og skoðaði sýningar upp í skóla.  Pínu fjallganga í gær og ber í munn.

Endilega skoðið vel http://www.123.is/faskrudsfjordur/ Þarna er fullt af myndum frá Frönskum dögum.  Tek ofan af fyrir þeim Jóhönnu og Jónínu sem halda úti þessari síðu...........


Jónsmessan

Tekist áFór ekki messu,- og þó,- fór reyndar á Jónsmessuhátíð inn í Kjarnaskóg með börnunum mínum.  Dvöldum þar við góða skemmtun og leik.  Lúkas var búinn að vera í listasmiðju alla vikuna á undan og sýndi nú víkingalistir sínar af mikilli snilld.  Við mæðgur röltum bara um og nutum kvöldsins, Kolfreyja fékk sér þó völuspá,- og svarið var JÁ !!!

Völuspá


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband