Franskir dagar !!

Ég og börnin erum komin heim sæl og glöð eftir dásemdardaga á Fáskrúðsfirði.  Komum austur á miðvikudagskveldið og gistum allan tímann hjá Marioline og familíu.  Á fimmtudeginum fór ég í labbitúr upp á Engihjallann minn,- mikið svakalega sakna ég fjallanna,- verð nú bara að segja það.  Um kvöldið var svo kendirísganga um bæinn, fullt af fólki og svaka fjör og síðan tekið á því á Sumarlínu á eftir.

http://www.123.is/album/display.aspx?fn=faskrudsfjordur&aid=919728785&i=0

Á  föstudeginum var svoldil þreyta svona frameftir er síðan farið á dorgveiðikeppni og á frábæra tónleika með Bergþór Pálssyni ( tengdasyni Fáskrúðsfjarðar) og Diddú.  Varðeldur um kvöldið og tjill og gleði með börnunum og farið snemma í bólið ( tókuð þið eftir þessu....).  Gaman út í götu á laugardeginum og frábært að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í Pétanque, Glæsileg og taumlaus gleði á ballinu á laugardagskvöldið.  Hljómsveitin Buff fær fimm stjörnur af fjórum mögulegum, dansaði fram á næsta dag ;) og skemmti mér geggt.  Sunnudagurinn rólegur og næs,- út í götu og á franska kaffihúsinu og skoðaði sýningar upp í skóla.  Pínu fjallganga í gær og ber í munn.

Endilega skoðið vel http://www.123.is/faskrudsfjordur/ Þarna er fullt af myndum frá Frönskum dögum.  Tek ofan af fyrir þeim Jóhönnu og Jónínu sem halda úti þessari síðu...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og takk fyrir síðast. Já þetta var nú aldeilis flott helgi, fullt að fólki, gott veður og fjör.

Takk fyrir að benda á síðuna okkar.

Hafið það gott á Akureyrinni.

Jóhanna H (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 13:18

2 identicon

Blessuð.. og takk fyrir síðast! Samála þér um að þetta var sko alveg 5 stjörnu ball ..og helgin öll mjög skemmtileg og vel heppnuð. Virkilega gaman að hitta þig ..og ég kom kveðjunni til skila til hennar Vilborgar frænku. Bestu kveðjur af Ströndum. Ragna   

Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 17:42

3 identicon

Þú gleymir að segja hverjir urðu íslandsmeistarar.hahahhahahahha en takk fyrir fína helgi þetta litla sem ég hitti þig:)

Guffa (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband