Færsluflokkur: Bloggar
Fleiri myndir
19.8.2008 | 00:17
Tókst að koma nokkrum myndum til viðbótar inn. Það er nú greinilega e-hvað vesen með myndir á mbl. þessa dagana.
Yndislegu frænkur mínar þær Kristín Jóna og Þórhildur. Dætur Steinvarar.
Með þessum pæjum fór ég á Mamma MIA. Jóhanna dóttir Guðnýjar, Kolfreyja dóttir mín og Þórhildur Helga dóttir Imbu
Glimrandi fallegur himinn í Hafnarfirði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Algjör sveppur
17.8.2008 | 18:39
Í góðviðrinu í dag ( 17 stiga hiti ;) fórum við fjölskyldan í sveppaleiðangur. Boga hefur lengi langað að þekkja sveppi og ætlaði alltaf þegar við bjuggum fyrir austan að fara á sveppatínslunámskeið, en aldrei varð neitt úr þvi ( svona eins og gengur ). Við glugguðum á netið og vorum nokkuð viss um að þekkja Lerkisveppi þannig að inn í Kjarnaskóg var skeiðað og fullt af Lerkisveppum tíndir í skókassa og léreftspoka. Nú stendur Bogi við eldavélina og steikir sveppi. Síðan á hann bara eftir að skreppa og sækja hreindýrið sitt og þá verður nú veisla ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Myndir
17.8.2008 | 02:56
Var að setja inn myndir í albúmið "Sumarið 2008". Kerfið að stríða mér og gekk hægt,- setti því inn miklu færri myndir en til stóð en vonandi gengur betur á morgun. Þær myndir sem eru komnar eru auðvitað af barnabörnunum Patreki Jóhanni og Þórhildi Lottu....og síðan rest af familíunni.
Stoltur föðurbróðir með Lottu litlu ;)
og montin Kolfreyja með Patrik sinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú !!
15.8.2008 | 12:16
Ólafur: Blekktur til samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Drami
14.8.2008 | 20:38
http://www.dramadrottning.com/konnun/img/rebekka_konnun.jpg
Þú ert léttsteikt dramadrottning.
Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust "rare","medium rare", "medium" eða "well done"værir þú "medium rare", léttsteikt og meyr undir tönn.
Léttsteiktar dramadrottningar eru ávallt gerðar úr besta hráefni. Þær eru lífrænt ræktaðar og því í raun móðgun að líkja þeim við hamborgara. Nær væri að framreiða þær sem steikur með góðri rjómasósu og bökuðum kartöflum.
Léttsteiktar dramadrottningar skammast sín ekki fyrir að vera dramadrottningar. Þvert á móti eru þær stoltar af því og leggja rækt við þann hluta persónuleika síns. Gott jafnvægi ríkir á milli drama og yfirvegunar. Í raun hefur léttsteikta dramadrottningin fulla stjórn á dramatíska hluta heilans. Hún er því fær um að halda dramanu í skefjum þegar við á en gerir út á það þegar hún er í stuði til þess.
Léttsteiktar dramadrottningar eru tilfinningaríkar. Þær eru gjarnan leiðtogar í vinahópi sínum, eru vel liðnar af flestum, dáðar af mörgum en einnig öfundaðar af sumum. Hin léttsteikta drottning er hins vegar haldin jafnaðargeði og lætur hólið ekki stíga sér til höfuðs eða öfundsýki koma sér úr jafnvægi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skrumskæling á lýðræðinu !!
14.8.2008 | 17:20
Óskar hefur fullt umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meiri þvælan
13.8.2008 | 18:32
Fréttamenn bíða í Ráðhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Með ólíkindum...
12.8.2008 | 18:06
Fékk loftbyssuskot í sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að vera amma er unaður !!
11.8.2008 | 23:30
Allavegana þegar kona á eins yndisleg barnabörn og ég ;) Þórhildur Lotta er reyndar flogin heim til sín með mömmu sinni en ég, afinn og frændsystkinin fáum að dekstra við Patrek Jóhann. Hann er 2ja ára og akkúrat á þvílíku máltökutímabilinu að það þarf heldur betur að gæta sín. Ég hef svona 3var knúsað hann og kallað Patta púka.....og nú gengur drengurinn um allt og segir "Patti púki". Bojafi hoppa trambó er líka mikið notað orðasamband þessa dagana,- og hoppar afinn í gleði sinni á trambó daginn langan ( ef hann væri svona viljugur að gera allt sem ég bið hann um ;). Sælan verður áfram í nokkra daga en síðan ætlar Bojafi að aka með afadrenginn sinn á heimaslóðir og taka börnin sín með ( skellir sér á einn fótboltaleik í leiðinni ;) og þá get ég unnið.....allan sólarhringinn...rétt á meðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Króksmót
10.8.2008 | 18:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)