Færsluflokkur: Bloggar

Belja,gæs og grjót

Fór í þessa fínu ferð austur um helgina.  Kom heim með eina gæs ( bóndinn hefði nú viljað hafa þær fleiri), eina hreindýrabelju ( nammmmmm) og fullt af grjóti ( mun meira en í vasa á buxum).  Á meðan bóndinn flæktist um að leita að beljunni þá flæktust við börnin um Sparafjall og fundum fullt af fallegum jaspisum.....grænir, gulir, beis og rauðir !!!

jaspis_140705

gaes360

 

Hreindýr%202


Golf,golf,golf

Einu sinni á ári spila ég golf !!  og finnst hrikalega gaman.  Þessi stund rann einmitt upp í gær,- golfstundin ljúfa.  Hef líka alltaf svo góða kennara með ;) Starfsfólk Lundarskóla fór semsagt í hina árvissu golfferð í gær. Mér tókst alveg að slá klúluna nokkrum sinnum svolítið langt. Hef síðan ekkert gríðarlega þolinmæði í púttið ;)  Góður matur á eftir og prima félagsskapur. Gaman, saman.

Hr. Sigurbjörn Einarsson...

...var í mínum huga alltaf Biskupinn.  Þó aðrir biskupar kæmu og færu, þá var hann Biskupinn.  Ljúfur og góður maður.  Kynntist honum lítil stúlka á Kolfreyjustað og heillaðist gjörsamlega af manninum.  Ég er ekki viss um hve gömul ég var þegar ég náði mér í skæri og klippti kollvik upp í hárið á mér,- allt til að líkjast Biskupnum ;)  Hann og frú Magnea voru góðir vinir mömmu og pabba og því hitti ég þau oft, sérstaklega á yngri árum.  Við yngra hollið vorum einmitt að rifja upp um daginn hvað hr. Sigurbjörn var barngóður og mikill dýravinur.  Síklappandi kisunum og Sámi og fór í langa göngutúra upp í fjall heima með Sám.  Síðast sá ég hann í jarðarförinni hennar mömmu í vor.  Sprækur, ljúfur og indæll.  Blessuð sé minning hans. 
mbl.is Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn dagsins !!

Við fórum að skoða Andarnefjurnar akureyrsku í kveld.  Lúkas tók eftir skýi í fjarska og kvað upp úr að þarna væri á ferð rigningarský.  "Hvurnig sérðu það" innti vinur hans eftir. " Æi það er svona loðið,- eins og, eins og handarkrikinn á pabba" svaraði Lúkas. 

Under-arm%20(before)

 

 

 

 

 

 

 

Andarnefjurnar voru annars voða sætar og sýndu sig svolítið

Andanefjur


Ógeðfellt !!

Mikið er ég sammála Ingibjörgu Sólrúnu að þessir riffilflutningar eru ógeðfelldir.  Og mikið var hann innilega hallærislegur gaurinn sem var að verja flutningana fyrir hönd IcelandairCargo.  "Það er nú ekki eins og þetta séu skotvopn"..............váááá  eða þá setningin,-"tölvur og fatnaður getur líka stuðlað að stríði,- hvar á að draga mörkin ? "    AULI.......kannski við skotvopn !!!

Myndir

Búin að setja inn myndir í albúmið "útilega".  Það var ekki skrítið að það væri vesen hjá mér að setja inn myndir......var búin með plássið !!

En hér eru nokkrar:

Sælar vinkonur´

Halla vinkona og ég.....alsælar við varðeldinn.

Flottir litir

Enda var hann fallegur !!

Í fjallgöngu

 

 

 

 

 

 

Puðað í fjallgöngu

Tásubað

 

 

 

 

 

 

og gott að fara í tásubað upp á fjalli........


Útilega

Var að koma heim úr frábærri útilegu.  Vorum fyrst að spá í að fara í Ásbyrgi ( sem er algjör draumastaður) en vinir okkar plötuðu okkur með í Í FJÖRÐUM.  Og við sjáum svo sannarlega ekki eftir því.  Paradís á jörð. Drösluðumst yfir jeppaslóða á Hondunni okkar Smart með tjaldvagninn Krúsa í eftirdragi.  Allt gekk ljómandi vel,- en fórum að vísu frekar hægt yfir.  Keyrðum alveg út Hvalvatnsfjörð og skelltum upp tjaldbúðum niðri við sjó.  Varðeldur bæði kveldin, brjálaður berjamór ( hef aldrei séð aðrar eins hrúgur af stórum, feitum og safaríkum krækiberjum), skemmtileg fjallganga, grill, söngur, bullusögur, þjóðsögur, sólbað, fótabað, flugdrekaleikur og ég veit ekki hvað.  Set inn myndir mjög, mjög fljótlega. 

Hnuplaði þessari af netinu:

hvalvatnsfj600


Gjörsamlega geggjað !!

Þetta var náttúrulega frábær leikur.  Og frábær stemmingin í sal Lundarskóla þar sem við nýttum okkur skjávarpa og tölvu !!  Starfsfólkið missti sig í gleði og einstaka tári.  Gúffuðum í oss pizzur og drekkum kók.  Þvílíkt gott að fá svona tækifæri til hópeflis á vinnustað ;)  Nokkrir foreldrar og nemendur á leið í eða úr viðtölum droppuðu við og tóku þátt í fagnaði okkar. 

ÁFRAM ÍSLAND


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolfreyjustaður

Yndislega fallegur staður, góð jörð, falleg og gömul sveitakirkja og dásamlegt hús.  Íbúðarhúsið á Kolfreyjustað var byggt árið 1960, þannig að ekki er það gamalt hús.  Við fjölskyldan bjuggum þar allt til ársins 1994 er pabbi lét af embætti.  Í hans tíð var þetta hús byggt og ætíð vel um það hirt og viðhaldið.  Ætli það hafi ekki verið einangrað og klætt að utan u.þ.b. 1987. Ég man ekki betur en að okkur hafi ætíð verið hlýtt og þetta var notalegt hús.  Ekki var heilsuleysinu á okkur fyrir að fara, mamma reyndar alltaf að glíma við afleiðingar af berklunum, pabbi við hinn arfgenga hjartasjúkdóm en við systkinin ætíð heilsuhraust.......með afbrigðum !!  Fimm erum við systkinin sem ólumst upp á Kolfreyjustað, auk tveggja fósturbræðra, þrjú barnabörn fengu þar uppeldi fyrstu árin sín og í fríum seinna meir, fyrir utan alla sem voru í sveit heima og gott ef ekki var farskóli þar um tíma.  Ekki hef ég  heyrt af neinum sem er með sjúkdóma sem rekja megi til þessa yndislega húss.

Þegar pabbi lét af embætti seinnipart árs 1994 var jörðin, æðarvarpið og húsið tekið út !! og fékk 100% umsögn.  En núna 14 árum seinna er annað hljóð í þeim er þar búa.  Húsið sagt handónýtur hundakofi, ískalt og fullt af hættulegum sveppum.  Hvernig getur staðið á því að svo sé komið fyrir húsi sem var í fullkomnu ástandi fyrir aðeins 14 árum síðan?  Skyldi það e-hvað tengjast því að rusli hafi verið fleygt í drenskurðinn fyrir ofan hús og síðan mokað yfir?   Skyldi það e-hvað tengjast því að húsið hafi ekki verið almennilega hitað?  Ábúendur hafa mikið rætt um kostnaðinn við kyndinguna,- en pabbi tímdi nú alltaf að kynda ( hafði þó fyrir ansi stórri fjölskyldu að sjá...sbr.fyrri upptalningu).  Mér er mikil spurn hvort húsið sé í raun og veru svo mikið skemmt sem nú er lýst í fjölmiðlum ?  Og ef svo er ætti þá ekki að draga e-hvern til ábyrgðar fyrir það?  Allavega er það á hreinu að þetta hefði ekki gerst ( það er ef e-hvað er í raun og veru að húsinu) hefði því verið vel viðhaldið af ábúendum.  Hverra er ábyrgðin ??

famelí  allir

Þessi mynd er einmitt tekin á tröppunum á Kolfreyjustað. Mamma og pabbi með börn, fóstursyni og barnabarn.  Enn erum við öll heilsuhraust með afbrigðum...........


Í berjamó

Eftir vinnu í dag skruppum við hjónakornin ásamt börnum, vinkonu og syni hennar í berjamó.  Týndum fjórar tegundir af berjum....

1356498721_9b9c416833

a_alblaber

blaber_orsmork

242981196_d7a4998b2e

Berjaskyr í kveldmat.....en ekki hvað?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband