Færsluflokkur: Bloggar

Gamall kveðskapur

Imba systir sendi mér þennan tölvupóst.  Verð að deila þessu með ykkur.   Takk fyrir Imba.

 

Svo orti Örn Arnarson árið 1932 um Odd sterka af Skaganum.

En þetta gæti verið ort í dag..

Kveðja,

IÞÞ

 

 

5. ríma - brot.

----

Þetta er mikið þjóðargrand,

þjóðarskútan orðin strand,

aldrei hefir okkar land

yfir dunið þvílíkt stand.

Íhald stýrði rangt og ragt,

rak af leið og skemmdi fragt,

í skuldakví var skútu lagt;

skömm er endi á heimskra magt.

Framsókn tók þá far að sér,

fórst þó ekki betur en ver,

kuggnum renndi á kreppusker,

kjölurinn sundir genginn er.

--

--

Íhald lastar Framsókn frekt,

Framsókn lýsir íhalds sekt,

kjaftæðið er kátbroslegt,

kuggurinn lekur eins og trekt.

--

6. ríma.

--

--

Vandasamt er sjómanns fag,

sigla og stýra nótt og dag.

Þeir, sem stjórna þjóðarhag,

þekkja varla áralag.

Eftir mikið þras og þóf

þingið upp til valda hóf

menn, sem hafa ei pungapróf,

piltar, það er forsmán gróf.

Aldrei bröndu Ási dró,

aldrei þekkti stag frá kló,

aldrei meig í saltan sjó.

-Sá held ég að stjórni þó.

--

Örn Arnarson 1932


Hæstvirtur forsætisráðherra.....

Þetta er forsætisráðherra okkar að tjá sig um einn þegna sinna.  Mér finnst þetta alveg með gjörsamlegum ólíkindum. 

 

Af visi.is

Forsætisráðherra kallar Helga Seljan fífl og dóna

Geir Haarde kallaði Helga Seljan fréttamann Kastljóssins fífl og dóna á blaðamannafundi í Iðnó í dag. Helgi reyndi á fundinum að bera fram spurningu en Geir greip fram í fyrir honum og lauk fundinum.

Þegar Helgi stendur upp og gengur út úr salnum heyrist Geir hvísla að Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa að Helgi sé fífl og dóni.

Hægt er að sjá myndband af atburðinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.


Skuldugur !!

Fékk þett lánað af facebúkkinu hennar Kristjönu frænku,- borga henni til baka í rúblum ;)
Skuldugur ( Söknuður – villi vill )

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.

Ó mig auma !!

Ég er búin að lesa þessa frétt aftur og aftur.  Held ég sé búin að komast til botns í flestöllum orðunum í henni ( en mikið er þetta góður texti til að spreyta sig í lesskilning,- best að benda höfundum samræmdra prófa á það ;).  Held ég átti mig á hvað gjaldeyrisskiptasamningar eru og líka tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningar, skiptalínur og skil svosem orðið greiningardeild Kaupþings þó ég viti ekkert hvað er greint í þeirri deild.  En vill e-hver vera svo væn ( n) að útskýra fyrir mér hvað endurhverf viðskipti eru ???
mbl.is Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herzlichen Gluckwunsch !!!

Herzlichen Gluckwunsch zum Geburtstag Christine !! Die besten Grusse von uns.  

Þórhildur Helga, Bogi, Lúkas og Kolfreyja.

 

Hin amma barnabarnanna minna er sextug í dag. Ég og mínir óskum henni innilega til lukku með daginn.

Hér er mynd af Vrony og Lottu......dóttir og dótturdóttir Christine.

Vrony og Lotta


Í alvörunni komin heim !!

Er núna komin heim í alvörunni,- var það ekki í síðustu færslu heldur var þá komin heim til Siggu frænkusystur í Köben ( en að koma til hennar er náttúrulega eins og að koma heim ). Við Kolfreyja fórum semsagt í síðustu viku til Köben,- ég beint áfram til Gdansk en Kolfreyja var eftir hjá Siggu og hennar slekti ( sem er nú ekki af verri endanum).  Ég hitti kollega mína frá Póllandi og Noregi og byggði upp fín tengslanet og gat verslað aðeins í HM- áður en gengið á slotsinu fór til........

Kom semsagt til Köben á laugardaginn og ótrúlegt en satt,- fór með Kolfreyju og Siggu og öllu hennar slekti á rölt niður allt Strik og við fórum ekki inn í eina einustu búð ( Jón keypti sér reyndar vatn og lestarkort ). Mér finnst það segja allt sem segja þarf um ástandið þegar við Sigga göngum kokhraustar fram hjá öllum búðum ( og þær voru opnar !!).  En auðvitað gengum við ekki fram hjá kaffíhúsapöbb, 3 öl, 3 bollar heitt súkkulaði og 3 múffur = sexþúsundkall !!!!

Síðan tók Geiri minn á móti mér með miklum ræðuhöldum þegar ég lenti í Kef kl. 16 !!

Flugrútan í innanlandsflugið og komin heim í Eyjafjörðinn. Kolfreyju hafði ekki orðið misdægurt í öllu ferðalaginu ( þrátt fyrir bílveikistendenda) en ældi eins og múkkarnir í Andey á flugbrautina hér fyrir norðan.  Beint fyrir framan nefið á Fokker.


Konu ekki óhætt....

...að skreppa burt frá ísa köldu landinu.  Skellti mér á ráðstefnu í Póllandi á þriðjudag og var að koma heim og það er bara allt orðið vitlaust í efnahagsmálunum,- Dabbi enn að gera óskunda og Þorgerður barasta reið við hann.  Best að reyna að koma skikki á þetta allt saman núna......

Snjókorn....

....falla fyrir utan gluggann minn.  Ekki laust við smá jólafíling og ??? hvenær opnar í fjallinu. Kannske kona fari að finna til skíðagræjurnar ;)

tree_snowing_800


Stúmm....

Ég var barasta alveg stúmm í morgun,- það var eins og að styrjöld væri að bresta á !!  Næturfundir og leynifélagið á fullu. ???? við hverja er verið að berjast..........var ekki kóngurinn í Seðló búinn að hóta að knébeygja Baugsmenn sem ku eiga stóran hlut í Glitni ( eða altsvo áttu áður en ríkið kom til "hjálpar"). 

Mikið er ég fegin að hafa ekki átt krónur afgangs til að fjárfesta í hlutabréfum,- allt undir koddanum hjá mér !!!


mömmu hús

Húsið hennar mömmu hefur fengið nýja eigendur.  Nú á ekki mamma mín það heldur sonur minn ( og tengdadóttir auðvitað).  þau eru flutt og Patrekur Jóhann sonur þeirra alsæll að vera í ömmuhúsi.  Þórhildi Lottu á örugglega eftir að líða vel þarna líka.  Þessi mynd er tekin út á altani í mömmuhúsi sumarið 2007- þarna voru Kjartan Þór og familí í heimsókn hjá ömmu.  Skondnar brautir lífsins stundum ;)

Afkomendur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband