Færsluflokkur: Bloggar
Glæsileg og tímabær...
25.9.2008 | 15:55
Þjónustu við börn með athyglisbrest áfátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Morgunstund....
24.9.2008 | 18:06
...gefur gull í mund. Eða amk. gleði á heimili. B-ið ég og mín b-börn höfum farið að sofa nokkuð snemma þessa vikuna. Þau kl. 21 og 21:30 og ég hef skriðið upp í ja...fyrir 23, og ekki lesið neitt mikið ( frábær bók þó Laxveiðar í Jemen). Hef vaknað 6:30 þessa vikuna og í rólegheitum sturtað mig, sturtað í mig kaffi, kíkt í fríblöðin bæði ( sem eru borin út hér á Akureyrinni), smurt nesti fyrir börnin, vakið þau ( ótrúlega blíðlega) upp úr kl. 7, eldað hafragraut fyrir frökenina og hellt kornflexi á disk sonarins, blásið hárið, málað mig og klætt.....allt fyrir kl. 8 og ekki í hendingsstresskasti. Hef haft tíma til að knúsa þau bless áður en þau fara af stað í skólann sinn og ég síðan í mína vinnu.
Eigum við e-hvað að veðja um hvað þessi sæla endist lengi ???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
leikskólinn...
23.9.2008 | 13:13
Ég þurfti nú einu sinni að fara til leikskólstjóra sonar míns og óska eftir því að hann, þá fjögurra ára yrði hvorki bitinn né laminn af starfsfólki leikskólans !! Auðvitað hefði ég átt að gera miklu meira úr þessu, þetta var nú árið 2001. Ein starfskonan kom alveg miður sín til mín og sagði mér að hún hefði misst sig við drenginn minn þegar hann var í óþekktarkasti og lamið hann í hendurnar. Nokkrum dögum seinna kom önnur starfsstúlka til mín og sagðist hafa bitið hann,- " hann var að bíta hina krakkana og ég beit hann bara svo hann lærði að hætta þessu !! " Þá fór ég til leikskólastjórans......
Hann var ekki bitinn né laminn aftur af starfsfólkinu þarna, en um þetta leyti kom fyrsta adhd-greininginn á stubbinn minn.
Móðir dæmd fyrir að bíta son sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bros
22.9.2008 | 14:15
Ritarinn í vinnunni minni er góður hagyrðingur.
Ég fékk þessa yndislegu vísu frá henni áðan;
Með brosi byrjaðu daginn í dag
með brosinu kemurðu öllu í lag.
Ef lífinu tekur með léttum brag
þá líklega gengur þér allt í hag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dularfullt !!
21.9.2008 | 23:14
Safnaði Dularfullubókunum sem barn !! en ég ætla svosem ekkert að fjalla um þær hér. Heldur það dularfulla sem umvefur mig í daglegu lífi. Hið fyrsta er náttúrulega dularfulla sokkahvarfið,- alveg stórmerkilegt hvað alltaf er mikið magn af stökum sokkum í skápum þessa heimilis !!
Og hitt er dularfulla tölumálið. Í hvert sinn sem ég fjárfesti í skyrtu þá þarf ég að setjast niður með nál og tvinna og festa allar tölurnar betur. Held þetta sé ekki tengt því að ég sé neitt brjóstastór, eða að ég sé að kaupa of litar skyrtur. Eftir að ég er búin að festa hvurja tölu,(- og trúið mér, orðið pirrandi þegar kona þarf að setja upp gleraugun sakir aldurs við nálarþræðingu)þá hanga þær á til eilífðarnóns,- með sívaxandi fjölda skyrtna í skáp mínum. Það sem mér finnst líka enn dularfyllra er að það virðist ekki skipta máli frá hvaða verslun skyrtan er,- var í kveld að festa tölur á skyrtur úr Hagkaupum ( svört,glansndi og ferlega smart) og líka á skyrtu sem átti að kosta formúgu enda Boss ( brún, mött og ferlega smart) . Boss-skyrtuna fékk ég reyndar á útsölu þannig að kannske hefur verslunarfólkið losað um tölurnar fyrst skyrtan var komin vel niðurfyrir 12000kallinn.
En semsagt- skil ekkert í þessu dularfulla máli og næst fæ ég mér skyrtu með smellum ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Falleg börn
21.9.2008 | 17:03
Þetta er ekki Elli afi,- heldur Lúkas Björn Bogason ;)
Og þetta er ekki ????? heldur Kolfreyja Sól Bogadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lundarskóli
19.9.2008 | 15:06
Fengið að láni af visi.is
Skólastarf fært út fyrir kennslustofur
Í Lundarskóla hefur skólastarf nú tímabundið verið fært út fyrir kennslustofurnar. Til að hrista saman nemendahópinn þurfa yngstu og elstu nemendurnir að starfa saman hlið við hlið og mælist það vel fyrir.
Það var líf í tuskunum á skólalóð Lundarskóla á Akureyri þegar fréttastofu bar að garði. Þessa dagana standa yfir vettvangsnámsdagar sem þýða að nemendurnir yfirgefa skólastofur sínar og hefðbundið nám um sinn. Annar helmingur nemenda hafði verið skikkaður til að stunda íþróttir utan húss en en hinn helmingurinn lagði stund á listir og leiki.
Félagslega vekur það athygli að eldri nemendur þurfa á þessum dögum að blanda geði við 1. bekkinga og bar ekki á öðru en að samkomulag töffaranna í elstu bekkjunum og litlu krúttanna sem eru nýbyrjuð í skólanum tækist vel og allir væru vinir.
Til viðbótar frá mér; Þetta voru alveg frábærir dagar og gaman að sjá hversu vel það heppnaðist að blanda nemendahópnum í tæplega 540 barna skóla. Þau voru í ca 40 hópum og í hverjum hóp voru nemendur úr 1.-10. bekk. 10. bekkingar voru hópstjórar og stóðu sig með stakri prýði og ekki voru 7. bekkingarnir síðri en þeir tóku að sér 1. bekkingana. Geggjað gaman....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þurfti ekki....
19.9.2008 | 12:58
Karlar ofmeta persónutöfra sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hahhhh...
18.9.2008 | 20:24
Lúkas gólaði á mig áðan og benti mér á að horfa á Rachel Ray svona aðeins. Tilefnið,- jú þar var kona sem átti vel yfir ÞRJÚHUNDRUÐ skópör. Maður hennar og sonur höfðu varla nokkuð skápapláss á heimilinu. Ég held að Lúkas hafi verið ansi hissa að einhver ætti fleiri skópör en mamma hans ( mér finnst þau alls ekki mörg). Skrambinn að videóið var ekki tengt ( eða að ég ætti græju eins og Steinvör systir) og ég gat ekki tekið þetta upp.....
.......svona til að deila með ektamakanum þegar hann kemur í land næst ;)
Ég væri alveg til í að eiga þessa í skóskápnum mínum ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)