leikskólinn...

Ég þurfti nú einu sinni að fara til leikskólstjóra sonar míns og óska eftir því að hann, þá fjögurra ára yrði hvorki bitinn né laminn af starfsfólki leikskólans !!  Auðvitað hefði ég átt að gera miklu meira úr þessu, þetta var nú árið 2001. Ein starfskonan kom alveg miður sín til mín og sagði mér að hún hefði misst sig við drenginn minn þegar hann var í óþekktarkasti og lamið hann í hendurnar.  Nokkrum dögum seinna kom önnur starfsstúlka til mín og sagðist hafa bitið hann,- " hann var að bíta hina krakkana og ég beit hann bara svo hann lærði að hætta þessu !! "  Þá fór ég til leikskólastjórans......

Hann var ekki bitinn né laminn aftur af starfsfólkinu þarna, en um þetta leyti kom fyrsta adhd-greininginn á stubbinn minn. 


mbl.is Móðir dæmd fyrir að bíta son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En börnin verða að læra að bíta frá sér í lífinu

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:42

2 identicon

Það er þá þín skoðun að börn með greininguna adhd megi vera óþekk og bíta önnur börn eða hvað? Hef ekki trú á að drengurinn þinn hafi verið laminn hann hefur greinilega þurft aga.

Anna (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Anna- ÖLL börn geta bitið önnur börn og EKKERT réttlætir að fullorðið fólk lemji þau eða bíti. Börn með adhd- þurfa skilning,- þau eru ekki óþekk heldur eru þau með taugaröskun.  Held að þú þyrftir að fara á ráðstefnuna hjá adhd-samtökunum á föstudaginn.  Afhverju hefuru ekki trú á því að hann hafi verið laminn,- starfskonan sagði mér það sjálf,- helduru að hún hafi verið að ljúga upp á sjálfa sig ?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.9.2008 kl. 08:03

4 identicon

Agi = líkamlegt ofbeldi ?     NEI. 

steinvor (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:33

5 identicon

Agi er af hinu góða en hann á hvorki að felast í andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Fullorðnir eiga að sýna gott fordæmi og það er alveg örugglega ekki að bíta og slá. Knús að vestan.

Tóta (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband