Færsluflokkur: Bloggar
Tímaspursmál !!
23.10.2008 | 09:41
Mikill snjór á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Langeygð
21.10.2008 | 18:29
Ég er að verða svoldið langeygð eftir fréttum í þessum gengismálum. Í upphafi gengishrapsins voru fréttir margoft á dag með hinum ýmsu búmmertum,- Þorgerður Katrín baunaði á Davíð sem baunaði á.....og svo framvegis. Og dag eftir dag héldu skandala fréttirnar áfram,- Glitnir fallinn,- Landsbankinn fallinn, Kaupþing fallið !!! Endalausir fréttafundir Geira og Bjögga og Kastljósið undirlagt í efnahagsmálaumræðu !! Nú er búið að blása svo í konu stórfréttir daglega að ég verð stressuð í svona fréttaleysi !! Svei mér þá það væri nú bara skárra að fá slæma frétt úr fjármálalífinu en enga.
Búmmertu takk,- fyrir geðheilsu mína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kjarnaskógur
19.10.2008 | 16:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ljúf leti !!
18.10.2008 | 13:43
Karlpeningur heimilisins hélt í Garðabæinn í gær þar sem sá yngri ku keppa í handknattleik alla helgina. Við mæðgur erum því tvær einar og í stað þess að vera rífandi duglegar ákváðum við að hafa ljúfa letihelgi. Reyndar bættist einn letingi í hópinn er vinkona stúlkunnar kom og fékk að gista. Það var haldin tískusýning og etin pizza, horfðum á Akureyringa rústa Útsvari...( enn í fýlu við Finn granna að vita ekki að Lúkas var læknir) og dingluðum okkur bara. Snemma í bólið,- enda skriðu stúlkurnar uppí til mín kl 04:30 og uppástóðu að það væru sko glaðvaknaðar. Skólfaði þeim niður aftur og þær sváfu til 9,- ég til 11 ;)
Tóm leti í dag,- vafra á vefnum,- lesa,- kíkja á kassann...........ummmmmmmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kæra vina
17.10.2008 | 00:00
.....á rósinni ljóma sem titrandi tærar daggir tár mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt albúm
15.10.2008 | 17:03
Setti inn nokkrar myndir frá Kaupmannahafnarferð dótturinnar ( og minnar). Albúmið heitir Kolfreyja í Köben. Þetta eru þau heiðurshjón sem ég treysti fyrir dóttur minni á meðan ég fór til Gdansk.
og hér er daman alsæl á Strikinu með frænku sinni !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Einmitt....
14.10.2008 | 20:14
Ingibjörg Sólrún vill að stjórn Seðlabankans stigi til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í frásögur færandi....
14.10.2008 | 13:03
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tiltekt
12.10.2008 | 17:08
Deginum var eytt í garðinum. Við hjónakornin erum kannske eins og hjónin á stjórnarheimilinu,- búin að saga burt greinar sem voru brotnar og fúnar, raka saman laufblöð sem hafa fallið af trjánum og hreinsað burt allar greinar sem brotnuðu í óveðrinu um daginn. Nú eru aspirnar okkar fínar og flottar,- það eiga þó eftir að falla fleiri blöð og þá rökum við meira. Og við bíðum enn eftir utanaðkomandi þjónustunni sem er ætlað að taka í heilu lagi stóru öspina utan við hús,- hún er skökk og margar greinar brotnar og við viljum fjarlægja hana áður en hún skellur á húsið okkar.
Það má leika sér að líkingu við fjármálakerfið !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hughreystandi
12.10.2008 | 15:56
Það var virkilega hughreystandi að hlýða á mál Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðfreyju í Silfri Egils áðan. Hún kemur þannig fram að ég er ekki í vafa um að þetta verður allt í lagi !! Já bara allt.
Síðan er alveg augljóst að Agli er nú nokkuð mikið í nöp við Jón Ásgeir,- Jón greyið komst e-lega ekkert að þegar Egill jós yfir hann skítnum og leiðindunum, gat þó skotið inn á milli,- Egill, nei Egill,,,hlustaðu nú. Mér fannst eins og Jón Ásgeir væri spyrjandinn en Egill viðmælandinn....svona miðað við hvernig Egill spýtti froðunni út úr sér og Jón reyndi að róa hann niður. Jón kom afskaplega vel fyrir,- en hvort hann er svoddan mörður að hann nái að blekkja mig er nú ????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)