Óþolandi
12.11.2008 | 16:39
![]() |
Afgreiðslu umsóknar frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Saltfiskur
11.11.2008 | 22:02
Ammi,namm. Mundi það þegar ég spjallaði við stærstu systur í kveld að ég hafði fyrir ansi margt löngu lofað Jóni Áka næstummági mínum girnilegri saltfiskuppskrift.
Kæri Nonni: hér er uppskriftin !!
Spænsk sósa:
Hvítlaukur, rauðlaukur, gulrót og paprika er saxað smátt og steikt í olíu. Timjan, rósmarín sett í og kryddað með s+p. smá hvítvín og smá rauðvín er sett út í og allt látið sjóða niður. 1 dós af niðursoðnum tómutum bætt við og kjúklingakrafti. Mallað í hálftíma. ( Best semsagt að gera þetta fyrst og snúa sér síðan að saltfisknum....láttu Siggu sjá um kartöflurnar á meðan ;)
saltfiskur ( best að nota hnakka) steiktur við háan hita með roðið niður í 3-4 mín og síðan í 1 mín á flegnu hliðinni ;) Kryddað með svörtum pipar og hvítlauksolíu.
Kartöflur afhýddar og helmingaðar, skera rákir djúpt í. Sett í eldfast mót og hvítlauksolía yfir, oreganó, svartur pipar og auðvitað Maldon salt ( fæst það í Köben?). Setja líka slatta af smjöri á hvurja kartöflu ( ekkert létt og laggott hér). Skellt í 180 gráðu heitan ofn og látið mallast í ca 1/2 tíma. Gott að ausa smjörinu yfir af og til Sigga mín á meðan þú færð þér rauðvínsdreitil.
Þessu er síðan öllu blandað saman á disk,- og ofboðslega gott að drekka rauðvín með.
Ég lofaði líka Guðnýju stærstu sys uppskrift sem Bogi mallaði í kveld.
Hvítlaukur, rauðlaukur og paprika skorið niður. Mýkt á pönnu,- lasagnesósa sett út í ( alveg góður slatti)og kryddað með s+p. Soðið niður í ca 15. mínútur.
Kartöflur sneiddar í frekar þunnar sneiðar og nætursaltaður fiskur skorinn í lófastór stykki. Allt sett í eldfast mót eins og lasagne,- þ.e. sósa+kartöflusneiðar+saltfiskur og endurtekið og endurtekið. Bakað í ofni í 45 mín. og ostur settur þá yfir síðustu 15 mínúturnar.
Ferskt salat bætir og gott hvítvín bæði fullkomnar og kætir :)
UMMM...ég ætla að vera eins og Nigella og laumast inn í ísskáp núna......
Hvað er málið ?
11.11.2008 | 18:51
Er það bara ég sem er ekki að fatta þessa kreppu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ? Mér finnst ég endalaust heyra sömu fréttirnar,- ráðherra telur að nú þegar þurfi að grípa til aðgerða til að styðja við heimilin í landinu - þetta er búið að endurtaka í svotil hverjum þeim fréttatíma sem ég hlusta á !! Halló,- hvernig væri að framkvæma en ekki bara tala ? ( mér sýnist þó af öllu þessu aðgerðarleysi að stjórnarsamstarfið hangi nú lyginni einni saman). Ég er amk ekki farin að heyra af neinum aðgerðum sem skipta flest fólk máli. Jú, það er hægt að lengja í myntkörfulánunum. Ég hef ekki heyrt af því að hægt sé að frysta t.d. íbúðarlán,- nema þú sért kominn í vanskil. Ég held að flestum fjölskyldum kæmi það best að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafanna,- frysta lán til að klára önnur, greiða niður skólamáltíðir, lækkun dagvistunargjalda, lækkun fasteignagjalda, hækkun vaxtabóta og barnabóta. Núna ætti ríkið og sveitarfélögin að keyra út velferðina,- efla atvinnu og já...því miður fara í hallarekstur. Það er bara þannig (n.b. að mínu mati).
Og afhvurju erum við alltaf að fá fréttirnar frá útlöndum,- lán frá Póllandi ( og Geiri gapti bara), umsókn í alþjóðagjaldeyrissjóðinn ekki komin ( og Geiri gapti bara) o.s.frv.
Líklega er lýsandi fyrir íslenska pólitík hvernig þeir sem ættu að vera samherjar vinna gegn hver öðrum,- sbr. Bjarna Harðar.
Í hvaða sandkassa erum við eiginlega ???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
stigbreyting !!
9.11.2008 | 23:15
Hlustaði á handboltakappa hjá FH- við höfðum bara meira gaman af þessu ....sagði hann,- meira gaman !! mér finnst að hann hefði frekar átt að segja,- það var skemmtilegra hjá okkur. Hlustaði líka á nokkra fyrirlestra á ráðstefnu á föstudag og laugardag og tók eftir þessu notkunarleysi á miðstigi lýsingarorða. Þeim þykir meira vænt um.....betra væri að segja þeim þykir vænna um. Ég varð meira dugleg......auðvitað á að segja duglegri. Þetta eru líkast til áhrif úr ensku....more this and that !!
Mér þætti betra ( gott-betra-best) og réttara ( rétt-réttara-réttast) að nota hina íslensku stigbreytingu í talmáli okkar !! ( það yrði svo miklu meira gaman !!! )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Núna vitið þið...
7.11.2008 | 09:26
...hvað ég var að gera í Póllandi um daginn ;) Sjarmera Pólverjana svoldið....
Takk kæru Pólverjar
![]() |
Pólverjar munu lána Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Blessuð börnin !!
4.11.2008 | 13:15
Lufsaðist hálfslöpp heima á laugardagsmorgun. Dóttir mín 8 ára rak augun í gráu hárin í vöngunum ( þessi þrjú !!) og innti mig eftir því hvort ekki væri kominn tími á litun. Ég sagði henni ( algjörlega í gríni, trúið mér) að nú ætlaði ég að hætta að lita á mér hárið. "Viltu ekki vera sæt ? mamma" sagði dóttirin og sonurinn 11 ára tók andköf. " Er ég ekki alltaf sæt ?" sagði ég auðvitað ( full sjálfstrausts),- börnin mín litu hvort á annað......."jú, jú,- þegar þú ert máluð " sögðu þau í kór.
%&/()=)(//&$#$&/&(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hakkararnir....
3.11.2008 | 21:14
Ég var í svo bráðskemmtilegum tölvuleik.....örugglega góð útgáfa af Sims eða e-hvað. Þar dundaði ég mér við að fara borð úr borð,- koma minni kellingu upp karli, afkomendum og vinum. Kellingin menntaðist líka og flutti,- og flutti aftur. Fínn leikur og skemmtileg borð ( misskemmtileg þó, e-hvað bras var nú stundum ). Við vorum svoldið mörg sem vorum í þessum leik,- svona rúmlega 300.000 ( ekkert á við Eve-online semsagt). Síðan komst hakkari í leikinn,- smyglaði sér bakdyramegin inn og við varla tókum eftir honum. Héldum að hann væri með í okkar leik,- og honum gekk fjandi vel. Æddi borð úr borði. Og mér fór að ganga betur, fór upp borðin ( ekki eins hratt og hakkarinn þó) keypti hús, bíl, flatskjá, ferðaðist um og bauðst jafnvel hlutabréf til kaups ( á lánum frá hakkaranum). En síðan fór tölvan að hægja á sér,- var minnið e-hvað að gefa sig ? Og skyndilega, þegar ég hélt að hún væri komin í lag blessunin,- þá hrundi hún. Algjörlega,- reyndi að rístarta....og fattaði þá að hakkarinn var HAKKARI. Hann var aldrei með okkur í leiknum, heldur mergsaug okkur, blekkti okkur með fagurgala og fé ( sem var síðan ekki til í alvörunni). Hans leikur byggðist upp á því að notfæra sér okkar leik, þannig komst hann svona hratt upp borðin. Hann náði þó að selja hluta af sínum leik áður en tölvan hans hrundi en ekki ég eða flest hinna 300.000. Og við hrundum niður borðin,- ef það tekst að rístarta tölvunni aftur....án tenginga við server í Evrópu....þá verð ég örugglega á mínus borði !!
Nema ég finni mér bara annan leik ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hreindýrahumar.....
2.11.2008 | 22:12
Jammi, jammi.
Hreindýrasteik var lögð í rauðvín og villikrydd Pottagaldra og látið lúra í 1 sólarhring. Snöggsteikt á pönnu,- skellt í ofn í 20 mínútur á 135 hita. Skorið í þunnar sneiðar....
Humar djúpsteiktur með pínu orlydeigi...
Sætar kartöflur settar í skífum í eldfast mót,- engifer rifinn yfir,- olía... í ofni 180 í 40 mínútur ( fyrir hreindýr.....),- þegar komnar út var furuhnetum stráð yfir.
Salat,- tómatar, balsamedik...
Köld sósa með.....í okkar tilfelli,- balsamedik, dionsinnep,hunang, krækiberjahlaup,bláber,worshestersósa......hrært saman og síðan slatta af ólífuolíu hrært við.
Öllu blandað saman á disk og etið. Ólýsanlega gott að blanda humri og hreindýri. Skora ykkur á að prófa.
Hress og kát í dag,- öll familían í fjallið og renndum okkur í rúma 2 tíma.
Gerast varla betri helgarnar....
Einu sinni var....
31.10.2008 | 22:52
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á skíðum skemmti ég mér....tralalala
29.10.2008 | 20:24
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)