Einu sinni var....

....bullandi atvinna í þorpinu.  Stöndugar útgerðir gerðu út aflaskip sem komu drekkhlaðin að landi,- löndunargengið mætt á bryggjuna,- landað,- í kæli, gegnum vélar og fram í vinnslusal þar sem var snyrt og pakkað......og svo framvegis þar til aflinn var orðinn að vöru til útflutnings.  Og langflestir í þorpinu fengu útborgað vikulega ( í mínu þorpi kom Gunnar út í frystihús á föstudögum og þá var stundum löng pása þegar beðið var í röð eftir umslaginu).  Síðan kom kvótasetning,- útgerðir fengu eignarhald á kvóta, seldu, leigðu, erfðu og bitust um við skilnaði......allt í einu var farið að búa til fullt af pening.  Safnaðist á fárra manna hendur sem seldu kvóta burt frá þorpunum.  Fólkið eftir atvinnulaust,- verðlaus hús, en íbúðarlánin í fullu gildi ( var það síðan ekki frægt þegar bankarnir hófu íbúarlánin sín að þá gat fólk sem var búsett í þessum þorpum ekki fengið lán,- og endurfjármagnað sínar eigur ?).  Þorpin að sjálfsögðu án útsvarsgreiðenda og atvinnutækifæra.  Og hvurt fóru kallarnir sem áttu kvótann ?  Já, alveg rétt.........í bankabissness !!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég hef aldrei skilið það að einhver geti raunverulega átt fiskinn í sjónum og selt hann og ...og...og..ég verð bara brjáluð að hugsa um þetta ...og...Þórhildur Helga mín er ekki annars allt gott að frétta og svona...?

Guðrún S Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 23:45

2 identicon

Já og gamlir sjógarpar gátu ekki einu sinni eignast litla trillu. Þetta er einn mesti skandall sem stjórnvöld hafa gert fyrr og síðar. Þarna byrjaði græðgin fyrir alvöru að stjórna. Kveðja frá vestfjörðum þar sem útgerðin hefur sko séð fífil sinn fegurri.

Tóta (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 08:14

3 identicon

Minningin um dagana sem Gunnar gamli kom í Frystihúsið er góð  Those were the days...

Helga S (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:40

4 identicon

Nákvæmlega ÞHelga.. þarna byrjaði bullið!

Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 02:25

5 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Enn einu sinni slóstu naglann beint á höfuðið í þessari fínu færslu þinni..., hlakka til að fylgjast með liðunum okkar í Útsvarinu - og að sjálfsögðu eins og þú sagðir - í lokaþættinun... Landsbyggðin lifi...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband