Kisa

Kisan Lóla er enn í heimsókn.  Og konumamman með henni.  Mikið gasalega blossaði upp í mér löngun í au-pair aðila þegar ég kom heim úr vinnunni í dag og allt var glansandi hreint og fínt.  Þökk sé hinu rykmoppulaga skotti á kisu og e-hvað snurfusaði nú konumamman til líka.

En hér snýst allt um blessaðan köttinn.  Kolfreyja þvælist um allt hús á eftir kisu, dregur með vinkonur og svei mér ef ekki bláókunnugt fólk utan af götu til að skoða kisuundrið.  Hún lét ekki einu sinni svona mikið með Þórhildi litlu frænku sína um páskana ( enda ungabörn ekki eins auðveld að klappa og ekki eins mjúk og loðin ).  Kolfreyja les fyrir kisu eins og frænkurnar og síðan fer hún að sofa með köttinn í bólinu.  Lúkas Björn leyfir kisu líka ALLT,- og þá meina ég allt.  Drengurinn sem ég þarf að vekja svo undurblíðlega,- læðast að og klappa og stökkva í burtu aftur til að hendi slæmist ekki í mig þó urrið nái !!- hann opnaði annað augað illskulegur á svip í morgun þegar hann fann e-hvað hrjúft pot. ( Hann var alveg tilbúinn í skrækið) .  En þegar hann sá persakisuna,- en ekki mömmu sína, þá hvarf geðvonskusvipurinn og hin hreina tæra engilsásjóna kom í ljós.  Hann var klæddur og kominn á ról fimm mín. seinna !!!!

Elsku mágkona og litla kisa....verið sem lengst ;)


Sko mína !!!

Þetta gátu þeir.  Hef haldið með Arsenal síðan ég var held ég í 6. bekk í skóla.  Hef aldrei haft nokkurt vit á fótbolta,- en vinkonur mínar héldu með Arsenal og þar með ég ;)  Mig minnir að flestir strákarnir í bekknum hafi haldið með Liverpool.  Þó ég viti varla nafn á nokkrum leikmanni Arsenal síðan Henry var seldur til Spánar þá held ég nú með mínu liði og fæ sæluhroll þegar ég heyri af sætum sigrum ( og öllum sigrum ).  Mér hefur tekist þokkalega til í uppeldinu því börnin mín öll þrjú halda með Arsenal og þekkja örugglega fleiri leikmannanöfn en ég Woundering

Arsenal_Henry_L


mbl.is Ótrúlegur sigur hjá Arsenal - Derby fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ábending

Fékk þessa fínu ábendingu um gæjana....

http://www.highway32.ca/calendar.html


Vantar mynd !!

Það sárlega vantar mynd með þessari frétt verð ég nú bara að segja.  Hver er ástæða þess ?  Man nefnilega eftir fréttum um konur sem vilja fá að synda berbrjósta,- og þar voru myndir með og líka þegar venjulegar kellur í Englandi voru naktar á dagatali, þá voru líka myndir með þeirri frétt.  Mér finnst þetta bara gróft brot á jafnréttislögum að fá ekki mynd af köllunum W00t

 

Var reyndar í góðu kvennasamsæti í gær,- mesta lukku gerði góður nágranni sem rölti um svotil allsnakinn í íbúð sinni,- fyrir framan risa glugga, án tjalda og með beinu útsýni úr okkar glugga.....

20602~Men-with-Kelp-Paradise-Cove-1987-Posters


mbl.is Nekt skilaði vegabótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvurs vegna?

Ég hef verið utan frétta síðastliðinn sólarhring +    Datt núna inn á þessa frétt,- er ekki e-hver skýring á þessu háttarlagi flutningavörubifreiðarstjóranna ?  Finnst það alveg vanta í fréttina....
mbl.is Aðgerðir á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kisulóra

Lítil og ljúf kisulóra í heimsókn hjá okkur um helgina ásamt konumömmu sinni. 

 Kitten_in_hands Börnin eltast við kisu um allt hús en hún er nú ansi glúrin að sleppa undan þeim.  Ohhhh,- mér þykja kisur svo undursamleg dýr.  Þegar ég var lítil þá voru alltaf kettir á Kolfreyjustað og gæti ég rifjað upp margar góðar kattarsögur.  Algjörlega samofið lífi okkar barnanna.  En læt nú bara eina duga. Þegar ég var 5 ára þá var ég út í fjárhúsi hjá Eiríki bónda sem var að marka lömbin.  Mér fannst þetta að sjálfsögðu afskaplega góð hugmynd og dreif mig heim og fann til skæri og klippti ofan af eyranu á einni kisunni ( örugglega Sigurrósu), man enn þegar kisa sat grafkjurr, hristi síðan hausinn mjög hratt og blóðsletturnar gusuðust upp á vegg.  Ég fór og faldi mig inn í skáp ;) og þegar ég loksins fannst þá sagði ég að kisa þyrfti að fara í sláturhúsið ( hef greinilega verið mikil bóndastúlka).  Það slapp nú til og kisu þekktum við alltaf á eyranu !!!

Síðan voru nú eldri systkini mín snillingar þegar þau földu fullt af köttum ofaní stórum þvottapotti því von var á Jóni dýralækni sem átti að svæfa liðið...........


Orkan....

...er búin þegar kona kemur heim úr vinnunni svona eftir langt, gott og notalegt frí.  Ég og börnin spruttum alveg eldhress á fætur í morgun ( ég hafði nú aðlögun í vinnunni í gær ) og drifum oss af stað.  Núna liggjum við hér, hvert um annað þvert, geyspandi og gapandi.  En.....það þarf að elda matinn, taka úr uppþvottavél, ganga frá þvotti af snúrunni og hengja upp nýjan.  Svo get ég lagt mig með börnunum, en þá verður mín vísast orðin eldhress ( b-típan) og get skúrað og skrúbbað fram eftir kveldi ;)

Ja hérna hér....

...það hljóta að vera e-hverjir sem Dabbi getur sent ríkislögreglustjóra á ;)

En í allri þessari umræðu um lækkun krónunnar og að það stefni allt í að allar vörur hér hækki og hækki og hækki ( hvað ætti ég að skrifa þetta hækki oft ? ) þá finnst mér gleymast að það eru nú ekki svo mörg ár síðan dollarinn var yfir 100 krónum og síðan styrktist krónan,- allverulega, held um heil 30 % eða svo- en þá lækkaði vöruverð ekki og lækkaði og lækkaði.....bara alls ekki neitt.  Og síðastliðið vor,- lækkaði þá ekki matarskatturinn.  Alveg missti ég af áhrifum þess á budduna mína !!!  Miðað við þetta myndi kona ætla að við ættum að eiga inni fyrir þessari lækkun krónunnar og vöruverð ætti barasta ekkert að breytast.

628px-Iceland_Krona_Coins


mbl.is Einhverjir kunna að hafa haft óeðlileg áhrif á gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómlegt...

...á heimilinu núna þegar gestirnir eru farnir Blush  Þetta er búin að vera dásamleg páskahátíð.  Steinvör systir var semsagt í heimsókn með mann sinn og dætur.  Við erum búin að eta á oss gat af gúrmet máltíðum og páskaeggjum ( eins og Kolfreyjustaðarslektinu er von og vísa...erum ekki dætur föðurs okkar fyrir ekki neitt Grin) sötra á rauðvíni og auðvitað smá Dommi og góðu kaffi.  Auðvitað fórum við í fjallið á skíði og sleða og ég fór með Kristínu Jónu í hennar fyrstu skíðaferð !! Trivialið fékk líka góðar undirtektir og Lúkas Björn malaði okkur fullorðna fólkið ( aldrei þessu vant, eða þannig....Tounge). Það var einnig farið í sund og hjónakornin fóru á Fló á skinni í leikhúsinu og ég gætti dætranna á meðan.

Svona eiga páskar að vera !!

Elsku, hjartans Patrekur Jóhann, barnabarnið mitt á tveggja ára afmæli í dag Wizard


Hvers lenskir ?

...voru sprautugæjarnir í Breiðholtinu,- spyr ég nú bara. 
mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband