Ja hérna hér....

...það hljóta að vera e-hverjir sem Dabbi getur sent ríkislögreglustjóra á ;)

En í allri þessari umræðu um lækkun krónunnar og að það stefni allt í að allar vörur hér hækki og hækki og hækki ( hvað ætti ég að skrifa þetta hækki oft ? ) þá finnst mér gleymast að það eru nú ekki svo mörg ár síðan dollarinn var yfir 100 krónum og síðan styrktist krónan,- allverulega, held um heil 30 % eða svo- en þá lækkaði vöruverð ekki og lækkaði og lækkaði.....bara alls ekki neitt.  Og síðastliðið vor,- lækkaði þá ekki matarskatturinn.  Alveg missti ég af áhrifum þess á budduna mína !!!  Miðað við þetta myndi kona ætla að við ættum að eiga inni fyrir þessari lækkun krónunnar og vöruverð ætti barasta ekkert að breytast.

628px-Iceland_Krona_Coins


mbl.is Einhverjir kunna að hafa haft óeðlileg áhrif á gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sjá góða ritstjórnargrein Morgunblaðsins um nákvæmlegha þetta :

"Hverjir hagnast?

Gengi krónunnar hefur lækkað mikið í þessari viku og þeirri síðustu. Þessi mikla gengislækkun kemur illa við hinn almenna borgara. Innflutningsverð á nauðsynjavörum hækkar, og í sumum tilvikum mikið, vegna þess að erlendur gjaldmiðill verður dýrari. Nú er bensínverð orðið óheyrilega hátt og þar er á ferðinni samspil milli verðhækkana á olíu og gengisbreytinga.

Þeir fjölmörgu Íslendingar, sem hafa kosið að fjármagna húsnæðiskaup sín með erlendum lánum, verða fyrir barðinu á gengislækkun krónunnar. Lán þeirra stórhækka í erlendum myntum.

Verðhækkanir bæði vegna gengislækkunar og vegna verðhækkana í útlöndum keyra verðbólguna upp. Það þýðir að verðtrygging innlendra lána hækkar.

Gengislækkun undanfarinna daga sópar gífurlegum fjármunum frá almennum borgurum til einhverra annarra – en til hverra?

Það er nauðsynlegt að það verði leitt í ljós. Hverjir hafa séð sér hag í því að undanförnu að selja svo mikið af krónum að krónan hefur lækkað í verði? Það hefur verið meira framboð en eftirspurn. Eru það innlendir aðilar?

Bæði ríkisstjórn og Seðlabanki ættu að taka höndum saman um að upplýsa almenning á Íslandi um, hverjir það eru, sem þessa dagana hagnast á lækkandi gengi íslenzku krónunnar. Með því er ekki sagt að það sé neitt athugavert við þessi viðskipti en það er æskilegt að stór viðskipti af þessu tagi fari fram fyrir opnum tjöldum og séu gagnsæ. Er það ekki sjálfsagt? Eru ekki allir aðilar að fjármálamarkaðnum sammála um mikilvægi þess, að viðskiptin séu gagnsæ?

Það er ekki auðvelt að fá þessar upplýsingar. Morgunblaðið hefur leitazt við að fá þær fram í dagsljósið á undanförnum dögum en það gengur erfiðlega. Hver bendir á annan en engu að síður er athyglisvert að þeir, sem á annað borð benda á einhvern, benda á innlenda aðila – ekki útlenda.

Þetta er slíkt alvörumál fyrir þjóðina alla að þessar upplýsingar verða að koma fram. Það liggur beint við að einhver þingmaður beri þessa fyrirspurn fram á Alþingi. Ráðherrar verða að svara fyrirspurnum á Alþingi. Og það er skylda alþingismanna að standa vörð um hagsmuni kjósenda sinna.

Það verður spennandi að fylgjast með því, hvort einhverjir þingmenn á Alþingi bregðast við þessari ábendingu og beini fyrirspurn til viðskiptaráðherra. Það stendur yfirleitt ekki á svörum frá þeim ráðherra.

Hér er hins vegar um grafalvarlegt mál að ræða, sem krefst skjótra svara. Vonandi stendur ekki á viðskiptaráðherra að veita þau."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.3.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband