Færsluflokkur: Matur og drykkur

Skólastýrukjúlli

Starfsfólk Lundarskóla hélt sinn frábæra árlega haustfagnað um helgina.  Ég og þrjár stöllur mínar mættum með gasalega fínan kjúklingaofnrétt.  Upphaflega uppskriftin hét skólastjórasúpa,- en þar sem við breyttum súpunni í ofnrétt þá náttúrulega breytti ég heitinu á réttinum í

skólastýrukjúlli !!

Hér eru síðan herlegaheitin.....mjög gott...

4 kjúklingabringur...........kryddaðar þokkalega vel og eldaðar í ofni.  Á meðan er hvítlaukur, púrrulauku, rauð paprika og græn paprika saxað niður og mýkt á pönnu.  Við þetta er síðan bætt einum litlum haus af brokkolí og einum litlum haus af blómkáli ( eftir á að hyggja held ég að það sé gott að hafa gulrætur líka og jafnvel sveppi).  Þetta er semsagt allt steikt og út í sett ein askja af rjómaosti ( 400 gr),- slatti af sweet chilisósu ( þarf að smakkast til), kjúklingakraftur, peli af rjóma og auðvitað s+p.

Kjúklingabringurnar skornar niður og bætt við allt hitt ( hér er líka svona eftir á að hyggja mjög gott að setja mangó útí).  Öllu komið fyrir í eldföstu móti,- rifinn ostur yfir og síðan er þetta hitað í ofni þar til osturinn er vel bráðinn.  Með þessu er gott að hafa brauð,- og ferskt salat ( ég er salatfíkill á háu stigi).

Ef þið viljið breyta þessu í súpu aftur,- þá á ekki að setja neitt í eldfast mót ( ok. sparar uppvask),- og þegar allt gumsið er sett saman er bætt við einum og hálfum lítra af vatni og chilisósan á að vera alveg heil flaska og látið sjóða niður aðeins. .  Kjúllinn í bitum út í í restina og ost má setja út í súpuna.


Saltfiskur

Ammi,namm. Mundi það þegar ég spjallaði við stærstu systur í kveld að ég hafði fyrir ansi margt löngu lofað Jóni Áka næstummági mínum girnilegri saltfiskuppskrift.
Kæri Nonni: hér er uppskriftin !!

Spænsk sósa:
Hvítlaukur, rauðlaukur, gulrót og paprika er saxað smátt og steikt í olíu. Timjan, rósmarín sett í og kryddað með s+p. smá hvítvín og smá rauðvín er sett út í og allt látið sjóða niður. 1 dós af niðursoðnum tómutum bætt við og kjúklingakrafti. Mallað í hálftíma. ( Best semsagt að gera þetta fyrst og snúa sér síðan að saltfisknum....láttu Siggu sjá um kartöflurnar á meðan ;)

saltfiskur ( best að nota hnakka) steiktur við háan hita með roðið niður í 3-4 mín og síðan í 1 mín á flegnu hliðinni ;) Kryddað með svörtum pipar og hvítlauksolíu.

Kartöflur afhýddar og helmingaðar, skera rákir djúpt í. Sett í eldfast mót og hvítlauksolía yfir, oreganó, svartur pipar og auðvitað Maldon salt ( fæst það í Köben?). Setja líka slatta af smjöri á hvurja kartöflu ( ekkert létt og laggott hér). Skellt í 180 gráðu heitan ofn og látið mallast í ca 1/2 tíma. Gott að ausa smjörinu yfir af og til Sigga mín á meðan þú færð þér rauðvínsdreitil.

Þessu er síðan öllu blandað saman á disk,- og ofboðslega gott að drekka rauðvín með.

Ég lofaði líka Guðnýju stærstu sys uppskrift sem Bogi mallaði í kveld.

Hvítlaukur, rauðlaukur og paprika skorið niður. Mýkt á pönnu,- lasagnesósa sett út í ( alveg góður slatti)og kryddað með s+p. Soðið niður í ca 15. mínútur.
Kartöflur sneiddar í frekar þunnar sneiðar og nætursaltaður fiskur skorinn í lófastór stykki. Allt sett í eldfast mót eins og lasagne,- þ.e. sósa+kartöflusneiðar+saltfiskur og endurtekið og endurtekið. Bakað í ofni í 45 mín. og ostur settur þá yfir síðustu 15 mínúturnar.
Ferskt salat bætir og gott hvítvín bæði fullkomnar og kætir :)

UMMM...ég ætla að vera eins og Nigella og laumast inn í ísskáp núna......


Hreindýrahumar.....

Jammi, jammi. 

 Hreindýrasteik var lögð í rauðvín og villikrydd Pottagaldra og látið lúra í 1 sólarhring.  Snöggsteikt á pönnu,- skellt í ofn í 20 mínútur á 135 hita.  Skorið í þunnar sneiðar....                           

Humar djúpsteiktur með pínu orlydeigi...

Sætar kartöflur settar í skífum í eldfast mót,- engifer rifinn yfir,- olía... í ofni 180 í 40 mínútur ( fyrir hreindýr.....),- þegar komnar út var furuhnetum stráð yfir.

Salat,- tómatar, balsamedik...

Köld sósa með.....í okkar tilfelli,- balsamedik, dionsinnep,hunang, krækiberjahlaup,bláber,worshestersósa......hrært saman og síðan slatta af ólífuolíu hrært við.

Öllu blandað saman á disk og etið.  Ólýsanlega gott að blanda humri og hreindýri.  Skora ykkur á að prófa.

Hress og kát í dag,- öll familían í fjallið og renndum okkur í rúma 2 tíma.

Gerast varla betri helgarnar....


Hreindýr

Slatti af hreindýragúllasi.- sætar kartöflur, sveppir, villijurtakrydd, rjómi, maldonsalit,rauðvín.

Rauðvíni helllt yfir hreindýrakjöt + villikrydd.  Látið liggja í hálfan sólarhring. 

 Sætar kartöflur+ sveppir grillað  með olíu og salti. 

Sósa gerð úr soði af hreindýri og rjóma+ villikryddi+lambakraft. 

Hreindýrið svissað á pönnu ;)

Salat úr babylaufi+ tómötum+ fetaosti.

Boðið upp á ristaðar furuhnetur, fetaost og rifinn parmasan.

Nammi, namm.

 Eftirréttur; bláber+súkkulaðirúsínur brædd í örbylgju.......borið fram með ís. 

Heitur pottur, tangini, góðir vinir og alles........................

 

svona á lífið að vera ;)

happy_girl_jumping_1

 

Takk takk elsku Ólína og fylgifiskar.............


Best ever

1198007804.66691Þessi færsla er tileinkuð Sissu vinkonu minni í Þorlákshöfn.  Þetta er sú allra, allra, allra besta súkkulaðikaka ever.  Fann hana í Vikudegi þar sem Baldur Dýrfjörð lét góðar uppskriftir af hendi rakna.  Því kalla ég þessa köku auðvitað: Dýrslega góð súkkulaðikaka ;)

2 dl. sykur og 4 egg þeytt mjög vel.  200 gr.suðusúkkulaði og 200. gr. smjög brætt saman við vægan hita og sett út í eggjaþeytuna ásamt 1 dl. hveiti.    Þetta er sett í eldfast mót eða sílikonform og bakað í ofni við 170 gráður í ca hálftíma.

150 gr suðusúkkulaði brædd með 70 gr. af smjöri og 2 msk. sýrópi.   Þessu hellt yfir kökuna og böns af jarðarberjum og síðan allt snætt með ís..............ummmmmmmmmm

 

 


Haustsúpa

Skil ekki í mér að klikka á uppskriftinni !!

Haustsúpa, sem á þessu heimili hér eftir verður nefnd

Lúkasarsúpa

 6.dl vatn, biti af lauk, biti af blað og rauðlauk, biti af sellerí, 1 kartafla, 1 rófusneið, 1 gulrót, 1/4 paprika, 1 dl smátt saxað hvítkál, 1/2 dl smátt brotið spagettí, 1/2 kjúklingateningur, 1/4 grænmetisteningur.

Mæla vatn, láta suðu koma upp, rest skorin í smáa bita og sett út í .  Soðið í 10 mín.

Við gerðum 3falda uppskrift,- erum þrjú og þá var hægt að hita upp í kveld ;)  ( útséð húsmóðir hér á ferð sjáið til).  Svo bragðbættum við aðeins með s+p og meiri krafti.

Vel gagnist ;)

021507_soup


Ragnar Reykás...

vinur minn er nú alltaf samur við sig og hef ég nú bloggað um hann áður.

En,- að mér ofandottinni að hann myndi dúkka upp í einni af minni uppáhaldsuppskrift ;)

Þannig var að í kveld komu hér kátar konur í kveldverð.  Þar voru á ferð húnvetnskar valkyrjur,- tengdamóðir góð, Helga svilkona og Hedda frænka.  Ég skellti kjúklingabringum í eldfast mót,- hrærði saman slatta af tómatsósu, slurk af karrý og smá svörtum pipar og dengdi yfir bringurnar.  Inní ofn í 30 mín.  Á meðan kjúllinn eldaðist þá skutlaði ég salatblöndu í skál, mangói í bitum og konfekttómötum saman við.  Tengdó var send út í búð að kaupa rjóma, nanbrauð og hrísgrjón.  Þegar 30 mín. voru liðnar kippti ég kjúllanum út og uppúr mótinu,- skellti rjómanum í eldfasta mótið ásamt svolitlu af léttmjólk og pískaði saman við jukkið sem var fyrir. Kjúllann aftur út í og í ofn í 30 mín til viðbótar.  Þá voru hrísgrjónin sett í pott og soðin, lagt á borð, tappi úr rauðvíni og volla...maturinn tilbúinn.  Þetta fannst valkyrjunum afskaplega gott,- eins og mér og ekki síður börnunum.  Gaman að svona þægilegum réttum sem allir aldurshópar fíla,- í kvöld frá sjö ára til sjötugs ;)

Spjallaði síðan seinna í kvöld við Steinvöru systur.  Hjá henni hafði ég fengið uppskriftina á sínum tíma. Hún tjáði mér að vinkona hennar af Skaganum hefði ljósritað þessa uppskrift fyrir hana,- upp úr DV,- þar sem, merkilegt nokk, Ragnar vinur minn Reykás hafði verið að birta uppáhaldsuppskriftina sína. Hann sagði víst að þetta væri bæði hollt og næringaríkt.....enda stefndi hann að því að stækka !!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband