Skólastýrukjúlli

Starfsfólk Lundarskóla hélt sinn frábæra árlega haustfagnað um helgina.  Ég og þrjár stöllur mínar mættum með gasalega fínan kjúklingaofnrétt.  Upphaflega uppskriftin hét skólastjórasúpa,- en þar sem við breyttum súpunni í ofnrétt þá náttúrulega breytti ég heitinu á réttinum í

skólastýrukjúlli !!

Hér eru síðan herlegaheitin.....mjög gott...

4 kjúklingabringur...........kryddaðar þokkalega vel og eldaðar í ofni.  Á meðan er hvítlaukur, púrrulauku, rauð paprika og græn paprika saxað niður og mýkt á pönnu.  Við þetta er síðan bætt einum litlum haus af brokkolí og einum litlum haus af blómkáli ( eftir á að hyggja held ég að það sé gott að hafa gulrætur líka og jafnvel sveppi).  Þetta er semsagt allt steikt og út í sett ein askja af rjómaosti ( 400 gr),- slatti af sweet chilisósu ( þarf að smakkast til), kjúklingakraftur, peli af rjóma og auðvitað s+p.

Kjúklingabringurnar skornar niður og bætt við allt hitt ( hér er líka svona eftir á að hyggja mjög gott að setja mangó útí).  Öllu komið fyrir í eldföstu móti,- rifinn ostur yfir og síðan er þetta hitað í ofni þar til osturinn er vel bráðinn.  Með þessu er gott að hafa brauð,- og ferskt salat ( ég er salatfíkill á háu stigi).

Ef þið viljið breyta þessu í súpu aftur,- þá á ekki að setja neitt í eldfast mót ( ok. sparar uppvask),- og þegar allt gumsið er sett saman er bætt við einum og hálfum lítra af vatni og chilisósan á að vera alveg heil flaska og látið sjóða niður aðeins. .  Kjúllinn í bitum út í í restina og ost má setja út í súpuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband