Ragnar Reykás...

vinur minn er nú alltaf samur við sig og hef ég nú bloggað um hann áður.

En,- að mér ofandottinni að hann myndi dúkka upp í einni af minni uppáhaldsuppskrift ;)

Þannig var að í kveld komu hér kátar konur í kveldverð.  Þar voru á ferð húnvetnskar valkyrjur,- tengdamóðir góð, Helga svilkona og Hedda frænka.  Ég skellti kjúklingabringum í eldfast mót,- hrærði saman slatta af tómatsósu, slurk af karrý og smá svörtum pipar og dengdi yfir bringurnar.  Inní ofn í 30 mín.  Á meðan kjúllinn eldaðist þá skutlaði ég salatblöndu í skál, mangói í bitum og konfekttómötum saman við.  Tengdó var send út í búð að kaupa rjóma, nanbrauð og hrísgrjón.  Þegar 30 mín. voru liðnar kippti ég kjúllanum út og uppúr mótinu,- skellti rjómanum í eldfasta mótið ásamt svolitlu af léttmjólk og pískaði saman við jukkið sem var fyrir. Kjúllann aftur út í og í ofn í 30 mín til viðbótar.  Þá voru hrísgrjónin sett í pott og soðin, lagt á borð, tappi úr rauðvíni og volla...maturinn tilbúinn.  Þetta fannst valkyrjunum afskaplega gott,- eins og mér og ekki síður börnunum.  Gaman að svona þægilegum réttum sem allir aldurshópar fíla,- í kvöld frá sjö ára til sjötugs ;)

Spjallaði síðan seinna í kvöld við Steinvöru systur.  Hjá henni hafði ég fengið uppskriftina á sínum tíma. Hún tjáði mér að vinkona hennar af Skaganum hefði ljósritað þessa uppskrift fyrir hana,- upp úr DV,- þar sem, merkilegt nokk, Ragnar vinur minn Reykás hafði verið að birta uppáhaldsuppskriftina sína. Hann sagði víst að þetta væri bæði hollt og næringaríkt.....enda stefndi hann að því að stækka !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband