Frábær helgi....
15.2.2009 | 15:28
...að renna sitt skeið á enda. Vinir okkar þau Eva og Kári komu með tvillingana sína frá Blönduósi og dvöldu hér alla helgina. Á föstudagskveldið eldaði Bogi hinn frábæra kjúklingarétt Ragnars Reykhásar og við kjöftuðum frameftir. Dingluðum okkur svo dásamlega í bænum í gærdag og í gærkveldi gerði Eva pizzur og bakaðiómótstæðilega súkkulaðiköku. Elska svona gesti sem bjóða okkur í mat ;) . Krakkarnir okkar ná líka svo vel saman,- en tvillingarnir eru að verða 10 ára og stelpurnar er fínar saman ( enda Sólir báðar tvær) og strákarnir líka góðir vinir. Við fórum síðan á tónleika með stórsveitinni Baggalút í gærkveldi og það var bara gaman....og gaman....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimbulfrost....
12.2.2009 | 20:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10 bækur....
8.2.2009 | 22:57
segi og skrifa 10 bækur og þrjú blöð á og við náttborðið mitt ( við= á gólfinu). Blöskraði svoldið í dag þegar ég var aðeins að snyrta til í svefnstað mínum. Ætlaði að ganga frá nokkrum af þessum bókum,- en þær eru allar mislangt lesnar og allar ( næstum) langar mig að klára. Ætli þetta segi nokkuð meira en annað um minn margklofna persónuleika. Gat þó gengið frá tveimur blöðum, en það voru Andrésblöð eftir son minn eða dóttur.
Bækurnar sem eru í þessum bunka ( um...) eru:
Leyfðu mér að segja þér sögu, eftir Jorge Bucay (mjög skemmtileg bók sem gott er að glugga í af og til- svona hálfpartinn sjálfshjálparbók en samt ekki)
Making your mind up, eftir Jill Mansell ( ekta chick- lit sem gaman er að lesa)
Auðnin, eftir Yrsu ( Þóra lögfræðingur stendur alltaf fyrir sínu)
Rán, eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttir ( les einn og einn kafla,- ekkert of spennt en verð samt að ljúka henni)
Kular af degi, eftir Kristínu Marju ( er að rifja þessa um geðveiku kennslukonuna)
Hálf gul sól, eftir Ngozi Adichie ( alveg mega góð og skemmtileg aflestrar þó hún fjalli t.d. um hungursneyðina í Biafra.......hvað bernska mín var mjög meðvituð um.....ekki henda mat, hugsaðu um börnin í Biafra)
Ég vildi óska að einhvers staðar biði einhver eftir mér, eftir Önnu Gavalda ( fínar franskar smásögur, les svona eina og eina)
Ljóð úr austri ( nauðsynlegt að hafa eina ljóðabók svona til að lesa eitt fyrir svefninn-svefnleysið)
Opinská ævisaga gleðikonu í London e. Belle de Jour ( o.k. viðurkenni að þessari er ég e-lega búin að gefast upp á.......og vitið til að það gerist mjög sjaldan að ég ljúki ekki bókum, síðast var það væmnivellan eftir Jón Kalman sjáið til)
Kæri Gabríel, eftir Halfdan W.Freihow ( yndisleg bók sem er í raun bréf föður til einhverfs og adhd sonar síns. Allt litróf tilfinninganna og ég get auðveldlega lifað mig inn í hana og samsamað mig á stundum)
Blaðið sem fékk að vera er auðvitað Educational Leadership ( en ég held að það sé alltaf amk.eitt eintak á náttborðinu hjá mér,- stuttar, aðgengilegar og stórgóðar greinar um skólamál) Þetta tölublað hefur undirtitilinn The positive classroom ( segir allt sem segja þarf)
Nú þarf ég eiginlega að fá svona bókaspá.....en ekki bolla eða spilalestur !! Hvurnig karakter er ég miðað við lesefni mitt ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gott mál
6.2.2009 | 17:24
Sigmundur Ernir í pólitíkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Madama, kerling, fröken, frú.....
2.2.2009 | 23:29
Hef held ég verið þetta allt,- ja kannske ekki madama (- hvað svo sem það er;)
Og flestar konur hafa verið þetta líka !!! En er kona herra? Ég veit að ríkisstjórnin hefur margt á herðum sínum núna,- en nú þegar svo margar konur eru ( loksins) í ríkisstjórn er þá ekki mál að breyta starfsheitinu ( það tekur bara 5 mínútur). E-hvað svo hjákátlegt að segja um Jónínu Leós...ráðherrafrú !!! og um allar þessar flottu konur....ráðherrar. Sé bara fyrir mér karla með bindi í dökkum jakkalakkafötum. Þó svo dóttir mín hafi misskilið orðið ráðskona um daginn ( sagan að því kemur hér á eftir) þá legg ég til starfheitið ráðfreyja,- góð vísun í heiðnina okkar ;) . Verður reyndar klúðurslegt í framtíðinni að segja Kolfreyja forsætisráðfreyja.......en þarf held ég ekki að hafa áhyggjur af því í ljósi eftirfarandi ummæla dótturinnar !!
Ég sótti hana í vistun um daginn ( þegar allir fréttatímar voru fullir af fréttum af ráðherrum og þinginu). Hún plammaðist um á inniskóm og stýran í vistuninni segir,- voðalega ertu ráðskonuleg Kolfreyja mín. Kolfreyja leit á hana og mig....og sagði skýrt,- nei takk, ég ætla sko ekki að vera á alþingi.
Tók ráðskona sem kvenstarfsheiti ráðherra !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ljúft
30.1.2009 | 16:18
Mikið er gott að eiga smá frí inni og geta tekið það þegar sólin skín, hár bærist ekki á höfði, engir fundir skipulagðir og opið í Hlíðarfjalli. Geystist heim í hádeginu,- skutlaði mér í skíðagallann og beint í fjallið. Náði síðustu sólargeislunum,- fékk örugglega tvær freknur. Mjög gott færi og nú er ég komin heim ( já er semsagt ekki að blogga í lyftunni ) og þá er að þrífa,- kaupa í matinn og elda e-hvað gómsætt !!
Lífið getur verið ljúft ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
pæling
30.1.2009 | 08:07
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
æi...
28.1.2009 | 09:07
Jóhanna vinnusöm en þröngsýn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ja hérna hér !!
28.1.2009 | 08:30
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað gerir Dabbi ?
26.1.2009 | 23:25
Bloggar | Breytt 28.1.2009 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)