Greyið !!

er nokkuð annað að segja ?
mbl.is Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fór í vorið....

...í höfuðhreppnum í gærkveldi,- fuglarnir sungu við raust,- túlipanar gægðust upp úr gróðurmoldinni og hvaðeina.  Þetta var hreinlega eins og að koma í annað land en ekki landshluta.  Fór að heiman í gaddi og snjó með prjónahúfu á höfði og hlýja vettlinga !!  Húfunni var hið snarasta komið fyrir ofaní kvenveskinu þegar í vorblíðu höfuðshreppsins var komið og vettlingarnir.....já hvar eru þeir? 

Átti góðan sólarhring í vorinu,- en þykir ekkert verra að vera komin norður,- með húfuna á hausnum, krókloppnar hendur og stefni á skíði á morgun !!!


eftirsjá

Að mínu mati er heilmikil eftirsjá af Ingibjörgu Sólrúnu úr pólitík. En hún verður náttúrulega að setja sjálfa sig í fyrsta sætið og hún metur það þannig nú að hún hafi ekki þann kraft sem þarf. Auðvitað þarf líka kraftmikinn einstakling til að leiða flokkinn. Mér finnst reyndar góð hugmynd að forsætisráðfreyju/herraefni flokksins sé ekki sama manneskjan og forynja/formaður flokksins. Þá getur hvor um sig einbeitt sér að sínu mikilsverða starfi. Ég held að Dagur og Jóhanna verði mjög öflugt teymi og vona því að hann fari í formanninn !!!
mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dennapasta fyrir Ingimar

Ætla ekkert að útskýra nafnið á þessum rétti nema að því leyti að þennan rétt fékk ég fyrir rosamargt löngu hjá Denna hennar Stínu. Hefur oft verið nýttur á heimilinu ( Kjartan Þór elskaði hann) og var ekki síður nýttur á frægðarferli mínum sem heimilisfræðikennara.....lol...

Sjóða tortelini samkvæmt pakkaleiðbeiningum....

paprika sneidd,- sveppir saxaðir........brúnað létt á pönnu
rjóma/matreiðslurjóma skellt út á.....
og steyptum piparosti....eða hálfum svoleiðis og hálfum hvítlauks...eða paprikuosti...eða...eða..

Mallað í dulítinn tíma og tortelíninu bætt við,-
etið með salati og hvítlauksbrauði....

Samansaumuð...

...altsvo ekki ég !!

Á ferðalagi okkar til Lundúna gekk allt ljómandi vel,- nema Kolfreyja var ekki alveg með á nótunum.  Hvort hún gerðist viljandi óhappakráka til þess að við færum ekki út veit ég ekki en hitt veit ég að á laugardagskveldinu hljóp hún á vegg heima hjá frænku sinni á Blönduósi og þurfti að fara með hana til læknis og sauma tvö spor í hausinn. Á sunnudeginum vorum við nýkomin til Kjartans Þórs í Hveragerði þegar hún fór að bjástra nálægt e-hverju glerbroti ( að klappa hundum) og skar sig á únlið,- þá var farið til læknis á Selfossi sem saumaði 4 spor þar.  Hún var mjög keik þegar hún leit á doxann þar og sagði,- ekkert mál, ég var saumuð á Blönduósi í gær og fannst það ekkert vont...........

Gott að við fórum út á mánudagsmorgninum,- annars hefði það sjálfsagt verið 6 spror í fótinn !!


Flott

Þetta líst mér aldeilis vel á ;)
mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lundúnir

Í miðri kreppu ( eða upphafi kannske) slógum við hjónin öllu upp í dulítið kæruleysi og skruppum til Lundúna. Tókum með okkur miðjubarnið ( eru það ekki þau sem fá alltaf minnstu athyglina?) og gerðumst heimsborgarar um stund.  Auga Lundúna,- Múmíusöfn,- Dali og Picassósýning,- heillaði okkur og drenginn,- auk Visindasafnsins ( hvar við sáum ógurlega hákarlamynd),Ripleys belive it or not og sjávardýrasafn.  En það sem var toppurinn á ferðinni,- fyrir drenginn ( og já. líklega okkur líka) var að fara á heimavöll Arsenal og sjá þá vinna Roma í meistaradeildinni.  Ég hef ekki farið á svona fótboltaleik áður og fannst ógurlega gaman, ekki síst að fylgjast með áhorfendum ;) En leikurinn toppaði samt varla leiki 7.flokks í fótbolta......................

 Allt var þetta semsagt gríðarlega gaman,- en ég veit líka að næst þegar ég fer með þá kóna til Lundúna þá þarf ekkert að splæsa aur á söfn og þess háttar,- kippa frekar með tveimur klappstólum og stilla þeim upp við næstu umferðargötu og þar gætu þeir setið daginn langan og dáðst að bílaflota Tjallanna.......nauts..vá maður..sástu þennan ;)  


Endurnýjun,-nýting?

Bara svo fyndið að þessi maður líti á sjálfan sig sem endurnýjun í póilitík.  Þetta vil ég frekar kalla endurnýtingu,- algjöra endurvinnslu.  Og ábyrgð hvað?   Og spillling hvað?  Þegar ég leita í gráu sellunum mínum þá rámar mig í skinkusmygl,- afmælisbrennivínskaup og úthlaup úr fylgislausum flokki í sendiherrastöður. 

 


mbl.is Jón Baldvin fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og gerst hafi í gær ;)

Að litla stúlkan mín fæddist.  Við Bogi höfðum fengið að vita kynið á barninu en þegar hún fæddist var samt það fyrsta sem ég sagði....en þetta örugglega stelpa ;)  Eins og drengirnir mínir lét hún bíða eftir sér, ég var skráð með hana 02.02.2000. en þessi sjálfstæða stelpa kom 19.02.2000.  Þá bjuggum við í Þorlákshöfn og ég fékk verki aðfararnótt 18.02. Við Bogi fórum um morguninn til R-víkur en á fæðingardeildinni vildu þær ekki sjá mig strax þannig að Þórhildur vinkona sá aumur á okkur og lánaði okkur íbúðina sína til að bíða.....og bíða...og bíða.  Fórum ekki á deildina aftur fyrr en um miðnætti og síðan kom Þórhildur líka og var viðstödd.  Það var nú heilmikið fjör hjá okkur með Jetro Tull og Santana í græjunum..........takk Þórhildur.  Besta fæðingin mín,- kunni alveg að anda glaðloftinu rétt og alles !!  Og kreisti út þessa 17 marka pæju með dökkan lubba ;)

Pínu myndasyrpa af hinni 9 ára snót....

Á útleið

 Patrekur Lala og Kolfreyja snúðurKolfreyja og LottaSystradæturnar !!Ein ég sit og....


Stundum...

...verð ég svo stressuð að ég verð svona Ragnar Reykhás og kem þá engu í verk.  Núna er þannig tími,- mikið að gera í vinnunni,- barnaafmæli á morgun og síðan ferðalag framundan.  Þá sit ég bara við tölvuna.  Haldiði að það sé gáfa ;)

confused


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband