Greyið !!
15.3.2009 | 01:47
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fór í vorið....
12.3.2009 | 22:13
...í höfuðhreppnum í gærkveldi,- fuglarnir sungu við raust,- túlipanar gægðust upp úr gróðurmoldinni og hvaðeina. Þetta var hreinlega eins og að koma í annað land en ekki landshluta. Fór að heiman í gaddi og snjó með prjónahúfu á höfði og hlýja vettlinga !! Húfunni var hið snarasta komið fyrir ofaní kvenveskinu þegar í vorblíðu höfuðshreppsins var komið og vettlingarnir.....já hvar eru þeir?
Átti góðan sólarhring í vorinu,- en þykir ekkert verra að vera komin norður,- með húfuna á hausnum, krókloppnar hendur og stefni á skíði á morgun !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eftirsjá
8.3.2009 | 17:13
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dennapasta fyrir Ingimar
5.3.2009 | 22:54
Sjóða tortelini samkvæmt pakkaleiðbeiningum....
paprika sneidd,- sveppir saxaðir........brúnað létt á pönnu
rjóma/matreiðslurjóma skellt út á.....
og steyptum piparosti....eða hálfum svoleiðis og hálfum hvítlauks...eða paprikuosti...eða...eða..
Mallað í dulítinn tíma og tortelíninu bætt við,-
etið með salati og hvítlauksbrauði....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samansaumuð...
2.3.2009 | 22:05
...altsvo ekki ég !!
Á ferðalagi okkar til Lundúna gekk allt ljómandi vel,- nema Kolfreyja var ekki alveg með á nótunum. Hvort hún gerðist viljandi óhappakráka til þess að við færum ekki út veit ég ekki en hitt veit ég að á laugardagskveldinu hljóp hún á vegg heima hjá frænku sinni á Blönduósi og þurfti að fara með hana til læknis og sauma tvö spor í hausinn. Á sunnudeginum vorum við nýkomin til Kjartans Þórs í Hveragerði þegar hún fór að bjástra nálægt e-hverju glerbroti ( að klappa hundum) og skar sig á únlið,- þá var farið til læknis á Selfossi sem saumaði 4 spor þar. Hún var mjög keik þegar hún leit á doxann þar og sagði,- ekkert mál, ég var saumuð á Blönduósi í gær og fannst það ekkert vont...........
Gott að við fórum út á mánudagsmorgninum,- annars hefði það sjálfsagt verið 6 spror í fótinn !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Flott
1.3.2009 | 16:59
Dagur í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lundúnir
1.3.2009 | 14:10
Í miðri kreppu ( eða upphafi kannske) slógum við hjónin öllu upp í dulítið kæruleysi og skruppum til Lundúna. Tókum með okkur miðjubarnið ( eru það ekki þau sem fá alltaf minnstu athyglina?) og gerðumst heimsborgarar um stund. Auga Lundúna,- Múmíusöfn,- Dali og Picassósýning,- heillaði okkur og drenginn,- auk Visindasafnsins ( hvar við sáum ógurlega hákarlamynd),Ripleys belive it or not og sjávardýrasafn. En það sem var toppurinn á ferðinni,- fyrir drenginn ( og já. líklega okkur líka) var að fara á heimavöll Arsenal og sjá þá vinna Roma í meistaradeildinni. Ég hef ekki farið á svona fótboltaleik áður og fannst ógurlega gaman, ekki síst að fylgjast með áhorfendum ;) En leikurinn toppaði samt varla leiki 7.flokks í fótbolta......................
Allt var þetta semsagt gríðarlega gaman,- en ég veit líka að næst þegar ég fer með þá kóna til Lundúna þá þarf ekkert að splæsa aur á söfn og þess háttar,- kippa frekar með tveimur klappstólum og stilla þeim upp við næstu umferðargötu og þar gætu þeir setið daginn langan og dáðst að bílaflota Tjallanna.......nauts..vá maður..sástu þennan ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endurnýjun,-nýting?
1.3.2009 | 13:58
Bara svo fyndið að þessi maður líti á sjálfan sig sem endurnýjun í póilitík. Þetta vil ég frekar kalla endurnýtingu,- algjöra endurvinnslu. Og ábyrgð hvað? Og spillling hvað? Þegar ég leita í gráu sellunum mínum þá rámar mig í skinkusmygl,- afmælisbrennivínskaup og úthlaup úr fylgislausum flokki í sendiherrastöður.
Jón Baldvin fer fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og gerst hafi í gær ;)
19.2.2009 | 19:49
Að litla stúlkan mín fæddist. Við Bogi höfðum fengið að vita kynið á barninu en þegar hún fæddist var samt það fyrsta sem ég sagði....en þetta örugglega stelpa ;) Eins og drengirnir mínir lét hún bíða eftir sér, ég var skráð með hana 02.02.2000. en þessi sjálfstæða stelpa kom 19.02.2000. Þá bjuggum við í Þorlákshöfn og ég fékk verki aðfararnótt 18.02. Við Bogi fórum um morguninn til R-víkur en á fæðingardeildinni vildu þær ekki sjá mig strax þannig að Þórhildur vinkona sá aumur á okkur og lánaði okkur íbúðina sína til að bíða.....og bíða...og bíða. Fórum ekki á deildina aftur fyrr en um miðnætti og síðan kom Þórhildur líka og var viðstödd. Það var nú heilmikið fjör hjá okkur með Jetro Tull og Santana í græjunum..........takk Þórhildur. Besta fæðingin mín,- kunni alveg að anda glaðloftinu rétt og alles !! Og kreisti út þessa 17 marka pæju með dökkan lubba ;)
Pínu myndasyrpa af hinni 9 ára snót....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stundum...
18.2.2009 | 18:36
...verð ég svo stressuð að ég verð svona Ragnar Reykhás og kem þá engu í verk. Núna er þannig tími,- mikið að gera í vinnunni,- barnaafmæli á morgun og síðan ferðalag framundan. Þá sit ég bara við tölvuna. Haldiði að það sé gáfa ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)