Lúkas minn
29.6.2007 | 12:48
![]() |
Sprækir á Pollamóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Merkilegt hvað...
28.6.2007 | 09:38
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Getur ekki á sér heilum tekið !!
27.6.2007 | 09:57
![]() |
Hill-Wood gefur lítið fyrir afsakanir Henrys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frændi og frænka
26.6.2007 | 09:15
Það verður nú frá því að segja að þau Steinvör systir mín og Kristjón mágur minn eignuðust undurfagra stúlku þann 12. júní síðastliðinn. 12. júní er svona fjölskyldudagur hjá okkur, fæðingardagur pabba, brúðkaupsdagur p+m, afmælisdagur Kjartans Svans frænda, útskriftardagur minn úr KHÍ og síðast en ekki síst fermingardagur Steinvarar sjálfrar, hún átti 30 ára fermingarafmæli sama dag og hún eignaðist snótina !!
Sigga súperfrænka mín og spúsi hennar létu skíra gullmolann sinn þann 9. júní en það er einmitt fermingardagur Siggu. Drengurinn hlaut hið fallega nafn Haukur Freyr og skilst mér að þá eigi þau hjónakornin HLH-flokkinn, þ.e. Hildi, Leif og Hauk ( vissi ekki að sá tónlistarhópur væri í svo miklu uppáhaldi hjá þeim, en gott að vita það fyrir næstu jólagjafir ;). Ég þykist nokkuð viss um að Freys nafnið komi vegna æskustöðva okkar !! Kolfreyjustaðar !! og því eignaðist Kolfreyja mín lítinn nafna.
Hvað er þetta með fermingardagana hjá þeim Steinvöru og Siggu ? Ætli það séu hinar ógleymanlegu minningar um pabba, kirkjuna heima eða kökurnar hennar mömmu? Nema það séu svörtu sléttflauelsbuxurnar eða gula dragtin !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jónsmessan
24.6.2007 | 20:59
Fór ekki messu,- og þó,- fór reyndar á Jónsmessuhátíð inn í Kjarnaskóg með börnunum mínum. Dvöldum þar við góða skemmtun og leik. Lúkas var búinn að vera í listasmiðju alla vikuna á undan og sýndi nú víkingalistir sínar af mikilli snilld. Við mæðgur röltum bara um og nutum kvöldsins, Kolfreyja fékk sér þó völuspá,- og svarið var JÁ !!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sjómannskona
23.6.2007 | 10:29
Eftir 4 ára hlé sem sjómannsgrasekkja er ég komin í það hlutverk aftur,- í bili amk. Það er svo skrítið hvað kona skiptir um gír þegar bóndinn fer á sjó. Nú er ábyrgðin öll á mínum herðum og þá er bara að taka því. Rangt hjá mér,- Það er eiginlega ekki að skipta um gír heldur er þetta eins og sjálfskipting,- gerist bara 1,2 og 3. Nú er enginn annar til að elda, slá garðinn, skúra, þvo þvott, lesa fyrir börnin o.s.frv. þannig að það er engin verkaskipting lengur,- bara ég. Og svei mér þá, þá er þetta svosem ekkert mál. Þetta er bara svona !!
Það hafa orðið breytingar á samskiptum við sjómenn á þessum 4 árum. Reyndar hefur símasambandið ekkert skánað ( man enn þegar ég undir rós sagði Boga að ég væri ófrísk af Lúkasi, allt í gegnum talstöð) en tölvusamskiptin hafa komið inn af fullum þunga. Nú skrifumst við á daglega hjónakornin og börnin skrifa pabba líka og hafa gaman af. Kolfreyja 7 ára skrifaði pabba sínum í gærkvöldi,- það sem henni fannst helst hafa á daga okkar drifið sem þyrfti að segja pabba frá var orðrétt "elsku pabbi, við erum búin að taka til og taka til. Mamma er búin að lita á sér hárið." Þannig er nú það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Júní...
21.6.2007 | 10:56
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja þá...
21.6.2007 | 10:50
Ætlaði nú að vera í bloggpásu þetta sumarið,- enda búin að blogga síðan haustið 2002!! En ætli ég sé ekki orðin háð þessu blessaða bloggi. Þá er um að gera að prófa nýtt og því er ég hér á hinu víðfræga Moggabloggi !! Þeir sem mig þekkja vita að ég hef ætíð verið svolítið nýjungagjörn !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)