Frændi og frænka

Það verður nú frá því að segja að þau Steinvör systir mín og Kristjón mágur minn eignuðust undurfagra stúlku þann 12. júní síðastliðinn.  12. júní er svona fjölskyldudagur hjá okkur, fæðingardagur pabba, brúðkaupsdagur p+m, afmælisdagur Kjartans Svans frænda, útskriftardagur minn úr KHÍ og síðast en ekki síst fermingardagur Steinvarar sjálfrar, hún átti 30 ára fermingarafmæli sama dag og hún eignaðist snótina !!

Sigga súperfrænka mín og spúsi hennar létu skíra gullmolann sinn þann 9. júní en það er einmitt fermingardagur Siggu.  Drengurinn hlaut hið fallega nafn Haukur Freyr og skilst mér að þá eigi þau hjónakornin HLH-flokkinn, þ.e. Hildi, Leif og Hauk ( vissi ekki að sá tónlistarhópur væri í svo miklu uppáhaldi hjá þeim, en gott að vita það fyrir næstu jólagjafir ;).  Ég þykist nokkuð viss um að Freys nafnið komi vegna æskustöðva okkar !! Kolfreyjustaðar !! og því eignaðist Kolfreyja mín lítinn nafna.

Hvað er þetta með fermingardagana hjá þeim Steinvöru og Siggu ?  Ætli það séu hinar ógleymanlegu minningar um pabba, kirkjuna heima eða kökurnar hennar mömmu?  Nema það séu svörtu sléttflauelsbuxurnar eða gula dragtin !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Það væri betur ef fermingardagurinn væri svona mikilvægur hjá fleirum. Hið kristilega uppeldi hefur greinilega skilað sér vel hjá Kolfreyjustaðarslektinu! Ég óska fjölskyldunni annars til hamingju með þessa tvo nýju meðlimi...þetta verða vafalaust hinir mætustu afleggjarar sérans heitins

Sigþrúður Harðardóttir, 26.6.2007 kl. 13:20

2 identicon

Þetta er flottur dagur við frænkurnar ég og Dagbjört fórum á Sumarlínu saman á þessum degi þar sem var 30 ár síðan hún fermdist og hélt á mér undir skírn.

Hafdís Rut (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:59

3 identicon

Það er gula dragtin - ekki spurning. Og bindið sem var eins og það hefði einhver slett málningu á það. En ... satt að segja þá er helber tilviljun að drengurinn var skírður þennan dag. Við vorum of löt til að láta skíra hann helgina áður:)

Sigga (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband