30. júní.....
30.6.2008 | 21:54
...og ég er frosin inn að beini eftir útivist helgarinnar. Kolfreyja Sól keppti á Landsbankamótinu á Sauðárkrók og auðvitað fer kona og hvetur stúlkuna sína, þrátt fyrir gráma í fjöllum, snjó á Öxnadalsheiði og rok....og rok....og enn meira rok á Sauðárkrók. Stóð krókloppin á línunni,- reyndi að garga mér til hita,- þéttinnpökkuð í þrennar flíspeysur, vindgalla, lopavettlinga og húfu. Betur klædd en í Hlíðarfjalli í vetur ;) Herre Gud,- takk fyrir að gista á Blönduósi en ekki noprast í tjaldi í þessum kulda. Fór Þverárfjall sex sinnum en sá engan ísbjörn.....ferlega fúlt ;)
Mótið var frábært,- stúlkurnar skemmtu sér drottningarlega og að fylgjast með 7.flokk slær allar meistarakeppnir út ;) . Keppendur fara um völlinn eins og amöbur,- þetta er svona flokkafótbolti nokkurskonar. Síðan fara sumir kannske í parís,- ja, eða að spjalla við foreldra sína og svo er heldur ekkert svo nauið hvort það eru 6 eða 11 í hvoru liði. Dómarinn missir sig stundum úr hlátri og allir hafa stórgaman af. En líka alveg ótrúlega flott að sjá seigluna hjá þessum 6-8 ára stelpum sem efldust við hvern leik,- og flokkafótboltinn var smá saman að breytast í sendingar og svoleiðis e-hvað sem ég hef ekki hundsvit á. Sama hvernig leikar fóru eða hversu mikið vindurinn blés,- alltaf hamingjusvipur á stúlkunum og gleðin allsráðandi.
Lá í heitu baði hjá tengdó í 2 klt í gærkveldi,- fór til vinkonu minnar og fékk kaffi með yljara út í.....er samt enn hálfkalt !!!
Verð að ná í mig hita fyrir fótboltamótið hjá 5. flokk hér á Akureyri í vikunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvurnig má annað gera....
27.6.2008 | 00:16
...hjá vinnuþrælandi Íslendingum ;) og ekki hefur vinnuþrælkunin minnkað með vaxandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Og kannske hefur þetta verið hjúkrunarfræðingur í vaktavinnu....eða flugumferðarstjóri ( nei, líklega ekki......þeir ráða sér fólk til sláttar ;)
Ég sló í fyrra nokkrum sinnum með brjáluðu bensínorfi,- það var nú sjón að sjá mig munda það, og ég upplifði sláttinn sem hina mestu þolraun og þóttist góð. Nú er búið að fjárfesta í lítilli, nettri rafmagnsslátturvél, slátturinn hættur að vera þolraun og mér líður svoldið eins og ég sé að ryksuga ;) trítlandi um garðinn, sveiflandi snúrunni. Nágrannakonan hélt að hljóðið frá vélinni væri frá hárblásara..............
![]() |
Garðsláttur á ókristilegum tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sérstakt andrúmsloft....
26.6.2008 | 12:14


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hefði aldrei trúað því....
24.6.2008 | 20:02

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tek undir...
24.6.2008 | 13:34
...áskorun Siggu frænku. Guðný stóra sys...farðu að blogga ;)
Guðný er hér við hlið elsku mömmu. Nr 2 frá hægri.
Síðan koma Imba, Klimmi, Steinvör, ég og pabbi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sigga frænka
24.6.2008 | 00:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jónsmessan í Kjarnaskóg
24.6.2008 | 00:25
Glimrandi gaman inn í Kjarnaskógi í kveld. Furðuverur á sveimi,- föndur úr náttúruefnum, kúaspjall og ég veit ekki hvað. Grillaðar pulsur hjá Norræna félaginu, getraunir og rómantískt horn, heitt kakó og kringlur.
Heiti potturinn á Síló á eftir................dásemdin ein.
http://akureyri.is/frettir/nr/11800
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Letilíf
23.6.2008 | 10:08
Eftir svona dásemdarkveld eins og í fyrrakveld þar sem matarborðið svignaði undan kræsinum ( humar, hreindýr og súkkulaðiberjaís) þá var ekki um annað að ræða í gær en bara að tjilla sér og sínum og hafa það huggulegt. Við Lúkas góndum á leik Ítala og Spánverja og liðið sem við héldum með vann. Þetta verður nú erfitt í framhaldinu að finna út með hvaða liði við eigum að halda því Tyrkjir,Þjóðverjar og Spánverjar eru allir komnir áfram............en ætli við setjum þýskarana ekki í forgang svona vegna tengdadótturinnar sem er jú frá Þýskalandi.
Kolfreyja Sól er farin með Dagrúnu Ingu í Jónsmessuleiki inni í Kjarnaskóg og verður þar í allan heila dag. Ef þetta verður jafnflott og í fyrra þá er ljóst að henni kemur ekki til með að leiðast ;)
Þessi mynd er tekin fyrir ári síðan. Hér er Kolfreyja að gera Völuspá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hreindýr
22.6.2008 | 01:05
Slatti af hreindýragúllasi.- sætar kartöflur, sveppir, villijurtakrydd, rjómi, maldonsalit,rauðvín.
Rauðvíni helllt yfir hreindýrakjöt + villikrydd. Látið liggja í hálfan sólarhring.
Sætar kartöflur+ sveppir grillað með olíu og salti.
Sósa gerð úr soði af hreindýri og rjóma+ villikryddi+lambakraft.
Hreindýrið svissað á pönnu ;)
Salat úr babylaufi+ tómötum+ fetaosti.
Boðið upp á ristaðar furuhnetur, fetaost og rifinn parmasan.
Nammi, namm.
Eftirréttur; bláber+súkkulaðirúsínur brædd í örbylgju.......borið fram með ís.
Heitur pottur, tangini, góðir vinir og alles........................
svona á lífið að vera ;)
Takk takk elsku Ólína og fylgifiskar.............
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hatturinn góði
21.6.2008 | 14:41

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)