Letilíf

Eftir svona dásemdarkveld eins og í fyrrakveld þar sem matarborðið svignaði undan kræsinum ( humar, hreindýr og súkkulaðiberjaís) þá var ekki um annað að ræða í gær en bara að tjilla sér og sínum og hafa það huggulegt.  Við Lúkas góndum á leik Ítala og Spánverja og liðið sem við héldum með vann.  Þetta verður nú erfitt í framhaldinu að finna út með hvaða liði við eigum að halda því Tyrkjir,Þjóðverjar og Spánverjar eru allir komnir áfram............en ætli við setjum þýskarana ekki í forgang svona vegna tengdadótturinnar sem er jú frá Þýskalandi. 

Kolfreyja Sól er farin með Dagrúnu Ingu í Jónsmessuleiki inni í Kjarnaskóg og verður þar í allan heila dag.  Ef þetta verður jafnflott og í fyrra þá er ljóst að henni kemur ekki til með að leiðast ;)

VöluspáÞessi mynd er tekin fyrir ári síðan.  Hér er Kolfreyja að gera Völuspá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Á þessu heimili er aðalvandinn að finna lið til að halda með í undanúrslitum (og út keppnina) því okkar lið duttu út. Við vorum alltaf viss um að Hollendingar eða Portúgalar kæmust áfram...sem sagt annað hvort okkar lið. Ég held að við veðjum á Spánverjana úr því sem komið er...

Sigþrúður Harðardóttir, 23.6.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband