8 ára
19.2.2008 | 21:10

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Best ever
17.2.2008 | 17:51
Þessi færsla er tileinkuð Sissu vinkonu minni í Þorlákshöfn. Þetta er sú allra, allra, allra besta súkkulaðikaka ever. Fann hana í Vikudegi þar sem Baldur Dýrfjörð lét góðar uppskriftir af hendi rakna. Því kalla ég þessa köku auðvitað: Dýrslega góð súkkulaðikaka ;)
2 dl. sykur og 4 egg þeytt mjög vel. 200 gr.suðusúkkulaði og 200. gr. smjög brætt saman við vægan hita og sett út í eggjaþeytuna ásamt 1 dl. hveiti. Þetta er sett í eldfast mót eða sílikonform og bakað í ofni við 170 gráður í ca hálftíma.
150 gr suðusúkkulaði brædd með 70 gr. af smjöri og 2 msk. sýrópi. Þessu hellt yfir kökuna og böns af jarðarberjum og síðan allt snætt með ís..............ummmmmmmmmm
Það var hundur hjá mér...
17.2.2008 | 17:41
....um helgina. Altsvo ekki hundur í mér heldur kom hann Tinni í heimsókn með Kalla, Helgu og Tótu sem dvöldu hér um helgina. Og nú er ég örugglega endanlega bólusett fyrir því að fá hund á heimilið. Svona svipað og þegar barnafólk heimsækir barnlausa vini sína og þeir barnlaust telja það hina bestu getnaðarvörn ;) Ekki það að nokkurn tímann hafi mig langað í hund. Hef eiginlega alltaf verið hálfhrædd við þessar skepnur. Reyndar var Sámur gamli á Kolfreyjustað alveg indæll og við börnin hlóðum nú leiðið hjá honum í dýrakirkjugarðinum okkar þegar hann varð allur,- en mér var t.d. aldrei sama um hundana á Brimnesi,- sem hlupu alltaf á eftir bláu tojotunni á leiðinni inní þorp hér í den. Ennþá verð ég hikandi þegar ég mæti lausum hundi,- og hef nú ekki alltaf verið ánægð með nágranna mína hér í Mýrinni, hef hlaupið gargandi inn þegar þeirra dásemdarskepnur hafa sloppið lausar og komið kátir og hressir til að flaðra upp um mig.
En Tinni semsagt hélt vöku fyrir okkur aðfaranótt laugardags með væli og brambolti. Meira að segja Lúkasi var nóg boðið.......ætlar hann aldrei að þagna !!!!
Aldrei hund til eignar á þetta heimili,- ja, nema þá uppstoppaðan ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tóm gleði og hamingja....
11.2.2008 | 21:17
...í Löngumýrinni, enda er bóndinn kominn heim ;) og verður heima amk út febrúar. Gaman, gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klaufinn ég !!
10.2.2008 | 00:06
...að hafa ekki byggt hús á mínum yndislegu æskustöðvum á meðan að pabbi hafði brauðið þar. Ég hefði ábyggilega sinnt jörðinni vel og vendilega, haft bæði kýr, kindur, ketti og geitur. Og hefði séð um æðarvarpið, sem við n.b. systkinin gerðum reyndar eftir að pabbi hafði litla heilsu til. En vorum klaufar að byggja ekki hús á jörðinni. Reyndar byggði pabbi útileguhús út í Andey, á sína fyrirhöfn og sinn kostnað og fékk ekki krónu fyrir er hann lét af störfum sakir aldurs og heilsu.
Ef ég hefði bara byggt hús á Kolfreyjustað þá gæti ég líkast til krafist þess að fá að halda jörðinni !! eða hvað ? En aldrei datt okkur nokkuð í þá átt í hug systkinunum öllum 7, vissum sem var að þetta væri jörð í eigu kirkjunnar og hefði verið frá örófi alda og svo á áfram að vera. Viljum að sjálfsögðu að Kolfreyjustaður sé prestsetur um ómunatíð.
En mikið þykir mér innilega vænt um Kolfreyjustaðinn minn, svo vænt get ég sagt ykkur að einkadóttir mín heitir eftir honum,- Kolfreyja.
![]() |
Sala Laufáss ekki útilokuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir !!!
9.2.2008 | 14:07
Var að dedúa við að taka til í bloggvinalistanum. Er búin að raða honum upp í fléttulista,- kona/karl og reyndi að hafa þá sem skrifa mest og oftast ofarlega. Þegar neðar dró á listann breyttist hann úr fléttulista í konulista,- vantar greinilega fleiri karlkynsvini ;)
Henti reyndar ráðherranum út,- hann hefur ekki bloggað frá því um kosningar,- og reyndar eru pólitískusarnir svolítið þessu marki brenndir. Kemur lítið inn frá amk tveimur sem eru á listanum hjá mér......ennþá !!!! Henti líka Krissu frænku út, eins og hún er nú yndisleg en hún er greinilega alveg hætt að blogga.
Tók líka til í skemmtilega fólk listanum mínum. Burtu með þær síður sem eru hættar eða læstar með lykilorðum. Mottó hjá mér að kíkja aldrei á læstar síður !!!
Og það hreinsast þvílíkt úr bókahillunum mínum,- búin að fylla tvo svarta ruslapoka af möppum og gömlum skólaverkefnum og vinnuverkefnum. Myndmenntakennaraferill minn er kominn úr 20 möppum í TVÆR. Hirti bara eftirminnilegustu verkefnin og skemmtilegustu,- stefni greinilega ekki á endurnýjun lífdaga sem myndmenntakennari........en ef svo yrði þá hef ég alveg nægjanlegt hugmyndaflug til að búa til ný verkefni.
En mikið er auðveldara að taka til á netinu en í raunheimi!!! Nú á ég eftir að skeiða upp á gámasvæði með ruslapokana ;(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
HK og vertu sæt !!
9.2.2008 | 12:20
![]() |
Yfirlýsing frá borgarlögmanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Með ólíkindum !!
9.2.2008 | 11:48
Þetta er náttúrulega eins fáránlegt og hægt er !!! Sá sem átti að fá kaupréttarsamning gaf álit !! Halló, hvað er um að vera ? Og enginn tekur ábyrgð,- nokkuð ljóst núna hvers vegna villti spillti Villi fór ekki í borgarstjórastólinn strax. Og Ólafur F. gerir hvað sem er fyrir völd og heldur hlífiskyldi yfir þessu öllu. Og hvar liggur ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem heildar ? Heyrist ekki orð frá hr. Harde !!
Og síðan skólfa þeir inn atkvæðum í næstu kosningum, vitið til.
![]() |
Forstjóri OR álitsgjafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvaða veður ??
8.2.2008 | 22:48
![]() |
Alls ekki að vera á ferðinni að nauðsynjalausu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hillary
7.2.2008 | 13:33
Ég myndi kjósa Hillary ef ég væri bandarískur ríkisborgari samkvæmt prófi sem er að finna á heimasíðu Silfur Egils.
http://www.wqad.com/Global/link.asp?L=259460
http://eyjan.is/silfuregils/2008/02/06/kosningaprof
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)