Bloggvinir !!!

Var að dedúa við að taka til í bloggvinalistanum.  Er búin að raða honum upp í fléttulista,- kona/karl og reyndi að hafa þá sem skrifa mest og oftast ofarlega.  Þegar neðar dró á listann breyttist hann úr fléttulista í konulista,- vantar greinilega fleiri karlkynsvini ;)

Henti reyndar ráðherranum út,- hann hefur ekki bloggað frá því um kosningar,- og reyndar eru pólitískusarnir svolítið þessu marki brenndir.  Kemur lítið inn frá amk tveimur sem eru á listanum hjá mér......ennþá !!!!  Henti líka Krissu frænku út, eins og hún er nú yndisleg en hún er greinilega alveg hætt að blogga. 

Tók líka til í skemmtilega fólk listanum mínum.  Burtu með þær síður sem eru hættar eða læstar með lykilorðum.  Mottó hjá mér að kíkja aldrei á læstar síður !!! 

Og það hreinsast þvílíkt úr bókahillunum mínum,- búin að fylla tvo svarta ruslapoka af möppum og gömlum skólaverkefnum og vinnuverkefnum.  Myndmenntakennaraferill minn er kominn úr 20 möppum í TVÆR.  Hirti bara eftirminnilegustu verkefnin og skemmtilegustu,- stefni greinilega ekki á endurnýjun lífdaga sem myndmenntakennari........en ef svo yrði þá hef ég alveg nægjanlegt hugmyndaflug til að búa til ný verkefni. 

En mikið er auðveldara að taka til á netinu en í raunheimi!!!  Nú á ég eftir að skeiða upp á gámasvæði með ruslapokana ;(


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

En sá heiður, bara komin efst á bloggvinalistann. Eins gott að fara að herða sig í blogginu....

Sigþrúður Harðardóttir, 17.2.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband