Klaufinn ég !!

...að hafa ekki byggt hús á mínum yndislegu æskustöðvum á meðan að pabbi hafði brauðið þar.  Ég hefði ábyggilega sinnt jörðinni vel og vendilega, haft bæði kýr, kindur, ketti og geitur.  Og hefði séð um æðarvarpið, sem við n.b. systkinin gerðum reyndar eftir að pabbi hafði litla heilsu til.  En vorum klaufar að byggja ekki hús á jörðinni.  Reyndar byggði pabbi útileguhús út í Andey, á sína fyrirhöfn og sinn kostnað og fékk ekki krónu fyrir er hann lét af störfum sakir aldurs og heilsu. 

Ef ég hefði bara byggt hús á Kolfreyjustað þá gæti ég líkast til krafist þess að fá að halda jörðinni !! eða hvað ?  En aldrei datt okkur nokkuð í þá átt í hug systkinunum öllum 7, vissum sem var að þetta væri jörð í eigu kirkjunnar og hefði verið frá örófi alda og svo á áfram að vera.  Viljum að sjálfsögðu að Kolfreyjustaður sé prestsetur um ómunatíð.

En mikið þykir mér innilega vænt um Kolfreyjustaðinn minn, svo vænt get ég sagt ykkur að einkadóttir mín heitir eftir honum,- Kolfreyja.


mbl.is Sala Laufáss ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er víst óhætt að segja að í þessu máli þ.e. Þórarins og fjölskyldu er um afar sérstakar aðstæður að ræða. Hann  tók við búskapnum í kjölfar veikinda föður síns sem þó helt áfram að þjóna brauðinu.

 Held það væri auvelt að leysa þess deilu með því að bjóða þeim langtíma lóðarleigu fyrir íbúðarhúsið og að semja við prestinn sem tekur við um nitjar af jörðinni. Þetta fólk er fengur fyrir sína sveit. Það vita allir sem til þekkja.

bryndís (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 02:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skilyrðin fyrir brotthvarfinu, eru ekki beint manneskjuleg að gefa einhverja mánuði til að rífa sig upp og taka húsið sitt með sér ellegar skilja það eftir bótalaust.  Nú hefur kirkjan af kænsku komið með það bragð að þykjast ætla að selja jörðina og eru það ekkert annað en blekkingar og óþverraskapur.

Það eru litlar þakkir fyrir að halda lífi í staðnum að fara svona með fólk og segja það nánast fyrirvaralaust á sveitina. Ekki hljómar það beint samkvæmt boðun umburðarlyndis og kærleika.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.2.2008 kl. 07:15

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mér finnst þetta mál ekki snúast um persónur,- Þórarinn og fjölskyldu vissu af þessum skilyrðum þegar þau ákváðu að reisa sér hús þarna og hljóta að hafa gert ráð fyrir því að fara þegar að því kæmi að nýr prestur tæki við. 

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 10.2.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Það var nú ekki glæsileg meðferðin sem gamli góði Kolfreyjustaður fékk eftir að spjátrungurinn Carlos tók við af séra Þorleifi hér um árið. Íbúðarhúsið ku vera orðið mjög lélegt og það verður að teljast með hreinum ólíkindum að það sé hægt að fara svona illa með hlutina eins og hann gerði. Heyrði því fleygt að þegar Carlos fór frá Kolfreyjustað eftir um þriggja ára rugl þá hafi tekið sóknarnefndina heila viku að þrífa húsið og skafa upp skítinn. Séra Þorleifur og frú skildu við Kolfreyjustað í fínu ástandi þegar þau fóru. Einhver sagði að það þyrfti núna jafnvel að rífa húsið og byggja nýtt.

Talandi um umburðarlyndi og kærleika. Þau gildi hafa nú alla tíð bara verið í boði fyrir útvalda sem eru kirkjunnar mönnum þóknanlegir og hentugir, því miður.

Guðmundur Bergkvist, 10.2.2008 kl. 14:07

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Það er alveg rétt Beggi,- bæði húsið og ekki síður varpið fór í klessu við vitlausa meðhöndlun skilst mér.  Mokað var ofaní skurði fyrir ofan hús þannig að vatn átti greiðan aðgang að grunni hússins,- og mér skilst einnig að egg hafi verið færð á milli hreiðra þannig að allar kollur hefðu jafnmörg egg til að liggja á !!!  Þessu hefði ábyggilega verið betur komið í höndum okkar eðalsystkina....en að það hvarflaði að okkur að ásælast það sem er kirkjunnar.  Á sínum tíma var munnlegt samkomulag um að kirkjujarðarsjóður keypti útileguhúsið í Andey er pabbi léti af störfum.  Síðan eins og við  vitum veiktist hann mjög illa rétt eftir starfslokin og var ekki heill maður eftir þau veikindi.  Þá reyndar þýddi ekkert fyrir mömmu að tala við hið háttsetta kirkjunnarlið,- og aldrei fengu þau krónu fyrir húsið.  Við vorum reyndar að spá í að fara út í Andey og rífa húsið,- en, þar sem við erum svo mikil eðalbörn þá slepptum við því !! Sei nó more.....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 10.2.2008 kl. 14:32

6 identicon

Tek undir með Helgu enda eitt af systkynunum.   Þetta hefur örugglega oft verið mjög erfitt fyrir presta að yfirgefa staðinn þegar þeir hætta störfum. Það var það líka á Kolfreyjustað. Það var það einnig fyrir prestekkjuna sem var á Kolfreyjustað þegar að mamma og pabbi fluttu austur.  Sú kona hafði búið þarna í 40 ár og þurfti að fara. Var eðalkona og hennar fólk líka og höfðu hugsað mjög vel um staðinn.  Þetta er gallinn við prestsetrin en þetta verður að vera svona ef að prestsetur eiga áfram að vera prestsetur. 

Steinvör (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband