Það var hundur hjá mér...

....um helgina.  Altsvo ekki hundur í mér heldur kom hann Tinni í heimsókn með Kalla, Helgu og Tótu sem dvöldu hér um helgina.  Og nú er ég örugglega endanlega bólusett fyrir því að fá hund á heimilið.  Svona svipað og þegar barnafólk heimsækir barnlausa vini sína og þeir barnlaust telja það hina bestu getnaðarvörn ;)   Ekki það að nokkurn tímann hafi mig langað í hund.  Hef eiginlega alltaf verið hálfhrædd við þessar skepnur.  Reyndar var Sámur gamli á Kolfreyjustað alveg indæll og við börnin hlóðum nú leiðið hjá honum í dýrakirkjugarðinum okkar þegar hann varð allur,- en mér var t.d. aldrei sama um hundana á Brimnesi,- sem hlupu alltaf á eftir bláu tojotunni á leiðinni inní þorp hér í den.  Ennþá verð ég hikandi þegar ég mæti lausum hundi,- og hef nú ekki alltaf verið ánægð með nágranna mína hér í Mýrinni, hef hlaupið gargandi inn þegar þeirra dásemdarskepnur hafa sloppið lausar og komið kátir og hressir til að flaðra upp um mig.

En Tinni semsagt hélt vöku fyrir okkur aðfaranótt laugardags með væli og brambolti.  Meira að segja Lúkasi var nóg boðið.......ætlar hann aldrei að þagna !!!!

Aldrei hund til eignar á þetta heimili,- ja, nema þá uppstoppaðan ;)

Labrador-Retriever-Puppies

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

Ertu viss um að hann heiti ekki TUMI?  

Vignir Arnarson, 18.2.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Tíhí.  Tinni var í heimsókn hjá okkur,- en Tumi er einn af þeim vinum sem hafa pínu kitlað hræðslutaugarnar í mér með flaðri og skemmtilegheitum....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 18.2.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband