Hvað er jólaskraut?
30.11.2008 | 22:31
Varð yfir mig glöð í morgun þegar ég sá auglýsingu frá Húsasmiðjunni/Blómaval ( Blómasmiðjan !!) um 20 % afslátt af ÖLLU jólaskrauti í dag. Í gær uppgvötaði ég nefnilega að Ikeakransinn logaði bara á 1/4 og því var kjörið tækifæri að finna nýtt jólaskraut í eldhúsgluggann. Ég lagði að sjálfsögðu leið mína í Blómasmiðjuna og eftir mikið puð við að finna hið rétta skraut ( Það var sko puð því að gluggajólaskrautið hangir allt uppi á einum stað til sýnis en ekkert er vísað í hvaða hillu má finna skrautið) þá skeiðaði ég að afgreiðslu ( valdi geysifagra jólastjörnu) . Þar var mér tjáð að afslátturinn gilti ekki fyrir stjörnuna því hún væri ljós og það hefði verið tekið fram í auglýsingunni að jólaljós væru ekki á afslætti. ALLT jólaskraut er semsagt ekki jólaljós !! Ég vildi nú ekkert fara að rengja drenginn en mundi ómögulega eftir þessu og sagði í hálfkæringi að það hefði þá vísast verið mjög smátt letur. Keypti því ekki neitt....þarna heldur fór í Hagkaup og fékk fína jólaljósakúlu á 30% afslætti ( þar telja þeir semsagt að jólaljós sé jólaskraut ;) . Þegar ég kom heim þá fletti ég Fréttablaðinu aftur, fann auglýsinguna á bls 23 og sorrý,- ég finn bara ekki þetta um jólaljósin séu ekki jólaskraut !! Það vantar alveg í mitt blað. OK ég veit ég þarf lesgleraugu en ég brúkaði þau,- pússaði og alles.
Á morgun ætla ég að fara út í Húsasmiðju/ Blómaval með auglýsinguna og reikning fyrir bensíni og þeim tíma sem ég eyddi við að eltast við PLAT auglýsingu !! og fer síðan aldrei aftur í þessa búð.
Að öðru leyti átti ég ljúfa helgi,- bakaði eins og berserkur í gær....kornflexkökur,Sörur og súkkulaðibitakökur. Skreytti smá,- og tók til,- og síðan komu góðar stöllur mínar hingað og við settum á Sörurnar í gærkveldi, slúðruðum og sötruðum rautt. Í dag var hin mesta leti í gangi,- bara smá konfektgerð og síðan semsagt klukkutímaeyðsla í helv....HúsaBlómasmiðjuvali.
Alveg elska ég Sommerþættina ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Finn ekki....
29.11.2008 | 00:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frestar komu sinni ??
27.11.2008 | 10:24
Davíð frestar komu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
46 milljónir
26.11.2008 | 12:33
Fékk 30 þúsund evrur inn á reikning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frá tengdó
25.11.2008 | 21:26
Fékk þessa flottu mynd á fésbókina frá tengdamömmu. Ég minnist þess ekki að við Bogi höfum verið svona krakkaleg árið 1989 ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kom mér á óvart....
24.11.2008 | 22:20
...að það kæmi Geira á óvart hve margir voru á fundinum í Háskólabíó !!
Mitt mat...endurspeglar ekki alla þjóðina ( en ég hafði það huggulegt upp í sófa með popp og kók eins og ég væri að horfa á góða danska mynd) Flottur fundur, góðar framsögur, fín stemming. Ingibjörg Sólrún ( sem hefur nú verið í miklu uppáhaldi hjá mér) var of hrokafull,- Össur galgopi, Árni pikkfrosinn, Geir vandræðalegur en Þorgerður Katrín ( sem hefur nú ekki verið í miklu uppáhaldi hjá mér) var flott og hreinskiptin.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Burt,burt....
24.11.2008 | 13:50
...með alla þá sem sátu við stjórnvölinn þegar bankarnir voru svotil gefnir á sínum tíma. Sérstaklega ráðfreyju bankamála þá !! Mér finnst alveg með ólíkindum að þau öll hafi ekki sagt af sér um leið og hrunið var !!!
Nýtt blóð í pólitíkina takk !!
Valgerður óviss um formannsslag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yndisleg...
23.11.2008 | 22:46
...helgi að renna á enda. Fór suður á land á fimmtudagskveld og kom heim um hádegi í dag. Tilefni ferðar var að sækja heim Kjartan Þór og famelí í Hveragerði og vera í skírn Þórhildar Lottu. Þetta tókst allt með mestu ágætum. Dásamleg skírn í Kotstrandarkirkju,- nafna mín Lotta alveg eins og ljós á meðan skvett var á hana vatni og hún tekin í söfnuð Krists. Fín veisla í Kambahrauninu og bara gaman. Slappaði síðan af með fjölskyldunni í Kambahrauninu þar til í morgun er ég hélt heim á leið !!
Myndir í albúminu Kjartan og co
Þórhildur Lotta
Ég, börn, tengdadóttir og barnabörn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúlegt
20.11.2008 | 10:57
þetta er nefnilega alveg ótrúlegt. Ég upplifi það að ég búi í landi sem varla er hægt að kalla lýðræðisríki. Mér finnst bankastjórn seðlabankans ráða hér lögum og lofum,- eða réttara sagt einn bankastjóri. Og kemst upp með það...................
Líka svoldið einkennileg öll þessi umræða um Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann,- eða jú,- auðvitað á að ræða ábyrgð þeirra,- en ..........hvurnig væri að ræða frekar um freklega íhlutun seðlabankastjóra,- sem á sér engin fordæmi. Og auðvitað bankaráð útrásarbankanna og stjórnendur þeirra. Þeirra er ábyrgðin fyrst og fremst.
Ef að ég get keypt mér rosa kraftmikinn bíl,- keyri eins og brjálæðingur,- fæ aðvörun og sektir frá löggunni en sinni því ekki,- eða þá að löggan nær mér ekki því hún getur jú ekki verið allsstaðar,- klessukeyri bílinn og eyðilegg aðra bíla og eignir. Er það þá semsagt bílasalanum að kenna,- eða löggunni?
Samfylkingin hefði allt eins getað slitið samstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
var það fyrir jafnréttið ?
17.11.2008 | 22:12
Eygló tekur sæti á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)