Kom mér á óvart....

...að það kæmi Geira á óvart hve margir voru á fundinum í Háskólabíó !!

Mitt mat...endurspeglar ekki alla þjóðina ( en ég hafði það huggulegt upp í sófa með popp og kók eins og ég væri að horfa á góða danska mynd) Flottur fundur, góðar framsögur, fín stemming.  Ingibjörg Sólrún ( sem hefur nú verið í miklu uppáhaldi hjá mér) var of hrokafull,- Össur galgopi, Árni pikkfrosinn, Geir vandræðalegur en Þorgerður Katrín ( sem hefur nú ekki verið í miklu uppáhaldi hjá mér) var flott og hreinskiptin. 


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!  Hroki er það sem einkenndi ríkisstjórnina sem þarna sat fyrir svörum.  Þetta var frábær fundur og unun að hlusta á Þorvald Gylfason, hagfræðing og alla hina sem þarna héldu ræður, ekki var hún síðri verkakonan!  Húrra fyrir henni.  Ég myndi vilja sjá Þorvald Gylfason í Seðlabankanum.

Guðný (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

mitt mat líka , endurspeglar ekki alla þjóðina.  Ingibjörg líka uppáhald hjá mér, ekki hrokkafull, ákveðin og ekkert í því að láta alla líka vel við sig. Svakalega stressuð. Ofsalega erfitt örugglega.  Ekki ánægð með svarið hennar um verðtrygginguna. Hef meiri samúð með skuldurum heldur en fjármagsneigendum.  Ef við fáum evru dettur verðtryggingin út af sjálfu sér. því verðbólgan verður svo miklu minni.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 24.11.2008 kl. 22:26

3 identicon

Ofsalega er ég sammála þér með hvernig ráðherrar stóðu sig. Ég bara hef ekki heyrt eins mikin hroka lengi eins og hjá Ingibjörgu. Ég er eins og þú hef ekki verið ofsalega hrifin af Þorgerði, ekkert endilega óhrifin heldur bara svona !!!! En í fyrsta sinn lengi talar einhver í ríkisstjórninni við fólk eins og það sé fullorðið fólk og ég tek ofan hattinn fyrir því hjá Þorgerði....

Olga (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:30

4 identicon

Ég er nú hluti af þessari þjóð og að mér setti nú stundum hálfgerðan aulahroll þegar ég fylgdist með samborgurum mínum á þessum fundi. Þeir voru eins og krakkar sem skyndilega hafa fengið að leika sér í leikhúsi um stund. Fannst líka sumir vera þarna bara á einhverju persónulegu, einkaflippi. Amk. náði ég ekki að tengjast þessu fólki. Mér finnst þeir ekki vera að tala fyrir mig. Finnst þetta fólk bara vera að leggja áherslu á ranga hluti.

Besti ræðumaðurinn var Guðrún? - titlaði sig amk verkakonu. Hún var skelegg og umfram allt skipulögð sem Gunnar hefði aðeins mátt hugsa um áður en hann fór að tala.

Mér fannst nú Þorvaldur bara HRIKALEGUR! Sko leiðinlegur og alltaf tuðandi um sama hlutinn: DO og Seðlabankann. Það hlýtur bara eitthvað að hafa gerst á milli þeirra tveggja. Held að það sé alveg í lagi að geyma hann aðeins núna....

Mér fannst fundarstjórnin alls ekki nógu góð. Fólk fékk að tala í 15-2o mín þrátt fyrir að sagt væri að ræðurnar ættu alls ekki að vera svona langar. Svo fékk fólk út í sal að röfla út í eitt áður en það kom sér að efninu í spurningunum en svo var t.d. bara hringt kúabjöllu eða einhverju slíku á ráðherra þegar þeir höfðu stundum bara sagt nokkrar setningar.  Dónalegt.

Solla (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:36

5 identicon

Ingibjörg sagði ekkert nema sannleikann og það var ekki vottur af hroka í hennar orðum. Fólk þarf nú aðeins að sjá fram úr haturskýjinu og reyna horfa fram á við. Höldum áfram að mæta á Austurvöll og höldum friðsöm mótmæli með það fyrir leiðarljósi að ná heildstæðri breytingu Íslandi til framfarar. Ekki detta í þá gryfju haturs og reiði því þá mun ekkert gott koma út úr þessu.

Höldum þessu á skynsömum og friðsamlegum nótum, og þá munum við fá kosningar í vor. 

Samála Sollu..

Sannleikur (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:40

6 identicon

Sammála flottur fundur,kom mér ekki á óvart hvað margir mættu,held að eftir þennan fund fari ráðamenn að hugsa sinn gana,Ingibjörg lýður greinilega illa,enda á henni að lýða illa að vera hækja íhaldsins er ekki gott hlutverk,Árni sem steinrunnin,Geir gapandi,Össur eins og maður á að venjast,Þorgerður sú eina sem var að einhverju viti og svaraði að hreinskilni tek framm að ég er anstæður henni í pólitík kom mér að óvöru líktist leiðtoka ríkistjórnarinnar á þessum fundi,verð að minnast á minn vin,Kristján Möller ,hlýtur að líða illa með íhaldinu í stjórn og á sama tíma koma þjóðinnn í gjaldþrot á nokkrum mánuðum.Hvar er ábyrgðin.

Hafþór Kolbeinsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:42

7 identicon

það tekur ekkert betra við,því þeir hjá Vinstri Grænum og hinir litlu smá fuglanir þeir vita ekkert hvernig að að bjarga Landinu,það er ekkert nóg að himtta kossningar og hafa ekkert framm að færa annað en Ríkisstjórnina bara frá það þarf eitthvað meira,en bara gaspra burt burt,reynið að gefa fólkinu frið  að vin.Já Góð spurning hvar eru þeir sem bera ábirðina allir farnir úr landi  eða hvað?

greta (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:26

8 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Alveg sammála, Ingibjørg Sólrún er hryllilega hrokafull. SVarar med thjósti: "thú hefdir heyrt ef thú heftir hlustad...." Ég kann ekki vid fundarstjórnandann. Hann er alltof hlutdrægur, finnst hann koma eigin skodunum allt of mikid á framfæri. En gód stemning á fundinum sem gefur fólki sérstaklega samkennd, og ýtir´vid rádamønnum. Thorgerdur Katrín er sú eina sem reyndi ad koma til móts vid fólk.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 25.11.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband