Skólastýrukjúlli

Starfsfólk Lundarskóla hélt sinn frábæra árlega haustfagnað um helgina.  Ég og þrjár stöllur mínar mættum með gasalega fínan kjúklingaofnrétt.  Upphaflega uppskriftin hét skólastjórasúpa,- en þar sem við breyttum súpunni í ofnrétt þá náttúrulega breytti ég heitinu á réttinum í

skólastýrukjúlli !!

Hér eru síðan herlegaheitin.....mjög gott...

4 kjúklingabringur...........kryddaðar þokkalega vel og eldaðar í ofni.  Á meðan er hvítlaukur, púrrulauku, rauð paprika og græn paprika saxað niður og mýkt á pönnu.  Við þetta er síðan bætt einum litlum haus af brokkolí og einum litlum haus af blómkáli ( eftir á að hyggja held ég að það sé gott að hafa gulrætur líka og jafnvel sveppi).  Þetta er semsagt allt steikt og út í sett ein askja af rjómaosti ( 400 gr),- slatti af sweet chilisósu ( þarf að smakkast til), kjúklingakraftur, peli af rjóma og auðvitað s+p.

Kjúklingabringurnar skornar niður og bætt við allt hitt ( hér er líka svona eftir á að hyggja mjög gott að setja mangó útí).  Öllu komið fyrir í eldföstu móti,- rifinn ostur yfir og síðan er þetta hitað í ofni þar til osturinn er vel bráðinn.  Með þessu er gott að hafa brauð,- og ferskt salat ( ég er salatfíkill á háu stigi).

Ef þið viljið breyta þessu í súpu aftur,- þá á ekki að setja neitt í eldfast mót ( ok. sparar uppvask),- og þegar allt gumsið er sett saman er bætt við einum og hálfum lítra af vatni og chilisósan á að vera alveg heil flaska og látið sjóða niður aðeins. .  Kjúllinn í bitum út í í restina og ost má setja út í súpuna.


Krakkar ?

Mér er mikil spurn afhverju endalaust er verið að tala niður til krakka og ungmenna ? Besta fólk sem ég hef fyrirhitt eru krakkar og unglingar. Og ég minni líka á að krakkar/unglingar eru ekki neinn sérhópur, þau tilheyra okkur,- öllu fólki,- og eru fólk,- rétt eins og við. Einu sinni var ég krakki,- og trúið því eða ekki,- einu sinni var ég unglingur,- en þið ?
mbl.is Ráðamenn og frekir krakkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bragð er að....

..þá barnið finnur. Svo segir gamall og góður íslenskur málsháttur. Og ég vil líka minna á að í sögunni um nýju fötin keisararans þá var það barn/ungmenni sem benti á að keisarinn var í engum fötum. Flottir krakkar,- sem eru framtíðin okkar. Því megum við ekki gleyma. Við megum heldur ekki gleyma því að einu sinni vorum við ungmenni ( amk ég ).

classes_teen

 


mbl.is Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti heilaþvotturinn !!

Er að skella sér á skíði í smátíma. Fór í Hlíðarfjall í dag með manni,dóttur og vinkonu dóttur. Renndum okkur nokkrar ferðir,- reyndi á líkamann og hreinsaði hugann. Bara dásamlegt. Klár og fín fyrir kveldið þar sem verður etið með góðu samstarfsfólki !!

Vinaþjóð til áratuga ??

Halló Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra. Síðan hvunær hafa Bretar verið vinaþjóð okkar hvorteðheldur til áratuga....hvað þá árhundraða eins og þú sagðir í Ísland í dag áðan ?
Ert þú alveg búinn að gleyma þorskastríðunum ?

Er ekki komin aðeins meiri ró á allt,- þegar búið er að upplýsa okkur aðeins um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Í þessari áætlun er margt gott,- en ég hefði viljað sjá enn frekar tekið á helv... verðtryggingunni. Í þessari áætlun sýnist mér bara gert ráð fyrir því að hægt sé að létta greiðslubyrðinni og færa hana aftar. Ég hefði viljað sjá niðurfellingu að hluta amk. En ró samt,- vitum að Bretarnir koma ekki að passa okkur, vitum að sjallarnir ætla að huga að Evrópusambandsaðild, vitum að það er föstudagur....helgin framundan. Skíði,skemmtun og næs........er það ekki bara?
Bayonneskinkan mallar í ofninum,- kartöflurnar bíða brúningar,- sósan klár !!

Óþolandi

að fá svona fréttir frá erlendum fjölmiðlum.  Hvar er ríkisstjórnin okkar og þeir sem eiga að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast.  Bara eitt orð.....bananalýðveldi....
mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saltfiskur

Ammi,namm. Mundi það þegar ég spjallaði við stærstu systur í kveld að ég hafði fyrir ansi margt löngu lofað Jóni Áka næstummági mínum girnilegri saltfiskuppskrift.
Kæri Nonni: hér er uppskriftin !!

Spænsk sósa:
Hvítlaukur, rauðlaukur, gulrót og paprika er saxað smátt og steikt í olíu. Timjan, rósmarín sett í og kryddað með s+p. smá hvítvín og smá rauðvín er sett út í og allt látið sjóða niður. 1 dós af niðursoðnum tómutum bætt við og kjúklingakrafti. Mallað í hálftíma. ( Best semsagt að gera þetta fyrst og snúa sér síðan að saltfisknum....láttu Siggu sjá um kartöflurnar á meðan ;)

saltfiskur ( best að nota hnakka) steiktur við háan hita með roðið niður í 3-4 mín og síðan í 1 mín á flegnu hliðinni ;) Kryddað með svörtum pipar og hvítlauksolíu.

Kartöflur afhýddar og helmingaðar, skera rákir djúpt í. Sett í eldfast mót og hvítlauksolía yfir, oreganó, svartur pipar og auðvitað Maldon salt ( fæst það í Köben?). Setja líka slatta af smjöri á hvurja kartöflu ( ekkert létt og laggott hér). Skellt í 180 gráðu heitan ofn og látið mallast í ca 1/2 tíma. Gott að ausa smjörinu yfir af og til Sigga mín á meðan þú færð þér rauðvínsdreitil.

Þessu er síðan öllu blandað saman á disk,- og ofboðslega gott að drekka rauðvín með.

Ég lofaði líka Guðnýju stærstu sys uppskrift sem Bogi mallaði í kveld.

Hvítlaukur, rauðlaukur og paprika skorið niður. Mýkt á pönnu,- lasagnesósa sett út í ( alveg góður slatti)og kryddað með s+p. Soðið niður í ca 15. mínútur.
Kartöflur sneiddar í frekar þunnar sneiðar og nætursaltaður fiskur skorinn í lófastór stykki. Allt sett í eldfast mót eins og lasagne,- þ.e. sósa+kartöflusneiðar+saltfiskur og endurtekið og endurtekið. Bakað í ofni í 45 mín. og ostur settur þá yfir síðustu 15 mínúturnar.
Ferskt salat bætir og gott hvítvín bæði fullkomnar og kætir :)

UMMM...ég ætla að vera eins og Nigella og laumast inn í ísskáp núna......


Hvað er málið ?

Er það bara ég sem er ekki að fatta þessa kreppu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ?   Mér finnst ég endalaust heyra sömu fréttirnar,- ráðherra telur að nú þegar þurfi að grípa til aðgerða til að styðja við heimilin í landinu -  þetta er búið að endurtaka í svotil hverjum þeim fréttatíma sem ég hlusta á !! Halló,- hvernig væri að framkvæma en ekki bara tala ? ( mér sýnist þó af öllu þessu aðgerðarleysi að stjórnarsamstarfið hangi nú lyginni einni saman). Ég er amk ekki farin að heyra af neinum aðgerðum sem skipta flest fólk máli.  Jú, það er hægt að lengja í myntkörfulánunum. Ég hef ekki heyrt af því að hægt sé að frysta t.d. íbúðarlán,- nema þú sért kominn í vanskil.  Ég held að flestum fjölskyldum kæmi það best að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafanna,- frysta lán til að klára önnur, greiða niður skólamáltíðir, lækkun dagvistunargjalda, lækkun fasteignagjalda, hækkun vaxtabóta og barnabóta. Núna ætti ríkið og sveitarfélögin að keyra út velferðina,- efla atvinnu og já...því miður fara í hallarekstur.  Það er bara þannig (n.b. að mínu mati)

Og afhvurju erum við alltaf að fá fréttirnar frá útlöndum,- lán frá Póllandi ( og Geiri gapti bara), umsókn í alþjóðagjaldeyrissjóðinn ekki komin ( og Geiri gapti bara) o.s.frv.

Líklega er lýsandi fyrir íslenska pólitík hvernig þeir sem ættu að vera samherjar vinna gegn hver öðrum,- sbr. Bjarna Harðar.

Í hvaða sandkassa erum við eiginlega ???

castle-sandbox


stigbreyting !!

Hlustaði á handboltakappa hjá FH- við höfðum bara meira gaman af þessu ....sagði hann,- meira gaman !! mér finnst að hann hefði frekar átt að segja,- það var skemmtilegra hjá okkur.  Hlustaði líka á nokkra fyrirlestra á ráðstefnu á föstudag og laugardag og tók eftir þessu notkunarleysi á miðstigi lýsingarorða.  Þeim þykir meira vænt um.....betra væri að segja þeim þykir vænna um. Ég varð meira dugleg......auðvitað á að segja duglegri.  Þetta eru líkast til áhrif úr ensku....more this and that !! 

Mér þætti betra ( gott-betra-best) og réttara ( rétt-réttara-réttast) að nota hina íslensku stigbreytingu í talmáli okkar !!   ( það yrði svo miklu meira gaman !!! )

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband