Ragnar Reykás...
12.11.2007 | 23:52
vinur minn er nú alltaf samur við sig og hef ég nú bloggað um hann áður.
En,- að mér ofandottinni að hann myndi dúkka upp í einni af minni uppáhaldsuppskrift ;)
Þannig var að í kveld komu hér kátar konur í kveldverð. Þar voru á ferð húnvetnskar valkyrjur,- tengdamóðir góð, Helga svilkona og Hedda frænka. Ég skellti kjúklingabringum í eldfast mót,- hrærði saman slatta af tómatsósu, slurk af karrý og smá svörtum pipar og dengdi yfir bringurnar. Inní ofn í 30 mín. Á meðan kjúllinn eldaðist þá skutlaði ég salatblöndu í skál, mangói í bitum og konfekttómötum saman við. Tengdó var send út í búð að kaupa rjóma, nanbrauð og hrísgrjón. Þegar 30 mín. voru liðnar kippti ég kjúllanum út og uppúr mótinu,- skellti rjómanum í eldfasta mótið ásamt svolitlu af léttmjólk og pískaði saman við jukkið sem var fyrir. Kjúllann aftur út í og í ofn í 30 mín til viðbótar. Þá voru hrísgrjónin sett í pott og soðin, lagt á borð, tappi úr rauðvíni og volla...maturinn tilbúinn. Þetta fannst valkyrjunum afskaplega gott,- eins og mér og ekki síður börnunum. Gaman að svona þægilegum réttum sem allir aldurshópar fíla,- í kvöld frá sjö ára til sjötugs ;)
Spjallaði síðan seinna í kvöld við Steinvöru systur. Hjá henni hafði ég fengið uppskriftina á sínum tíma. Hún tjáði mér að vinkona hennar af Skaganum hefði ljósritað þessa uppskrift fyrir hana,- upp úr DV,- þar sem, merkilegt nokk, Ragnar vinur minn Reykás hafði verið að birta uppáhaldsuppskriftina sína. Hann sagði víst að þetta væri bæði hollt og næringaríkt.....enda stefndi hann að því að stækka !!
Lýðræði ?
11.11.2007 | 20:05
Ég hef verið ansi hugsi yfir lýðræði því sem við búum við hér á landi um þessar mundir. Fyrir ekki svo löngu síðan réð ríkisstjórn sem var lýðræðislega kosin ansi mörgu. Í tíð ríkisstjórnar B og D var margt sem áður var ákvarðað af kjörnum fulltrúum lýðræðisríkis fært yfir á hendur annara. Og hverjir voru í þeim ríkisstjórnum og hvar eru þeir nú. Seðalbanki Íslands ræður lögum og lofum í fjármálaheimi landsins, svo miklu að ríkisstjórnin hefur lítið sem ekkert um efnahagslífið að segja. Í seðlabankanum hefur Davíð nokkur Oddsson völdin. Ekki var hann kjörinn þangað af lýðnum,- og þar má hann sitja sem hann vill. Landsvirkjun er orðin sjálfstætt apparat og virðist nú ráða því hvernig iðnaður á að byggjast upp í landinu. Þar ræður Friðrik Sophusson ríkjum og ekki var hann kjörinn þangað af lýðnum,- og þar má hann sitja sem hann vill.
Sorrý, mér finnst þetta ekki vera lýðræði. Því miður held ég að einræði sé að verða nokkuð ríkt í okkar ríki,- einræði þeirra sem áður voru kjörnir í lýðræðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fegurðin...
11.11.2007 | 18:56
![]() |
Sólin í úlfakreppu á Fjarðarheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kaffi og te
8.11.2007 | 21:01
Drekk bæði kaffi og te. Byrja flesta daga á að þreifa mig að kaffikönnunni til að setja hana í gang ( einu sinni átti ég svona tæmer á hana,- hmmm. kannski til ennþá ) og er ekki almennilega vöknuð fyrr en fyrsti sopinn er í höfn og hríslast um æðar. Drekk síðan kaffi allan liðlangan daginn,- einmitt, liðlangan daginn. Þegar líður nær kveldi skipti ég yfir í te. Ekkert Melróses fyrir mig þó, heldur koffinlaus jurtate. Það er til að ég nái að sofna á skikkanlegum tíma en verði ekki andvaka eftir allt kaffiþambið.
Í dag þegar ég kom heim úr vinnunni voru tveir bollar á borðstofuborðinu. Einn hálffullur af köldu kaffi, merki þess að ég hafi verið svoldið sein fyrir í morgun,- hinn með lufsulegum tepoka í. Ég tók báða bollana, gekk að eldhúsvaskinum og opnaði ruslaskápinn. Setti tepokann í vaskinn og hellti köldu kaffinu í ruslið !!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hangi, hang....
7.11.2007 | 20:08
Nú er e-hvern veginn svona mitt á milli hausts og vetrar,- veturinn eiginlega kominn, en samt ekki. Jólin að nálgast, en samt ekki !! Amk ekki nóg fyrir mig til að fara í dúndur jólaskap enn þá. Ekki farin að spá í jólakortin hvað þá annað. Heyrði í einni vinkonu minni í gær, hún er búin að kaupa allar jólagjafirnar og pakka þeim inn.
Þið sjáið væntanlega að ég er haldin vægu þunglyndi í dag. Ástæðan, jú,- heimavinnandi húsmæðragenin fóru alveg fram hjá mér. Er búin að vera heima í 5 daga, helgarfrí, vetrarfrí og veikt barn í dag. Og leiðinn rennur yfir mig. Hjúkket að ég skrapp á einn fund í gær, og aðeins í vinnuna í fyrradag. Veit ekki alveg hvar ég væri í dag ef það hefði ekki komið til. Kolfreyjan er nú öll að hressast og fer líklega í skólann á morgun. Hjúkket, bæði vegna hennar heilsu og minnar.
Þegar ég er svona heima þá finnst mér ég eigi alltaf að vera að stússa e-hvað. Ryksuga, þurrka af, setja í vél, taka til í geymslunni. Amk dedúa e-hvað,- ekki bara hangsa og fá samviskubit yfir þvi. Gerði ekkert í dag............af dedúi amk, kannski fýlan yfir mér þess vegna. Vinna á morgun og hinn, tiltekt á laugardag. Hrikalega verð ég hress um helgina, strax farin að hlakka til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lúkasar kjúlli
6.11.2007 | 01:02
Lúkas minn sver sig í ættina og hefur unun af mat og matargerð. Hann sver sig líka í ættina og heldur mikið með Arsenal. Og stundum fara þessi góðu áhugamál saman. Amk kom drengurinn í gær með uppskrift sem hann fann í Arsenal blaði. Rob the Chef´s recipe of the month. Og vildi endilega að við prufuðum hana.
Get sagt ykkur að þetta var góðgæti hið mesta, og fljótlegt í eldamennsku, en fljótlegheitin voru kannske vegna þess að Lúkas kokkaði með mér og Kolfreyja lagði á borðið.
Kjúklingabringur skornar í strimla,- ( ég keypti nú bara tilbúna og fulleldaða). Kjúllinn steiktur á pönnu í olíu og slatta af vel söxuðum hvítlauk. Svartar ólífur út í, sólþurrkaðir tómatar, ferskt basil og alveg dágott magn af spínati. ( s+p að sjálfsögðu og dass af sítrónusafa yfir í lokin.)
Með þessu var að sjálfsögðu hvítlauksbrauð og tómatasalat ( tómatar, rauðlaukur,steinselja,klettasalat, fetaostur og ristaðar furuhnetur.
Og börnin borðuðu af bestu lyst.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Húsanafn óskast !!
3.11.2007 | 15:30
Gunna vinkona mín er með innlegg um nöfn á húsum á blogginu sínu, og reyndar alveg heila síðu með öllun húsanöfnum á Búðum, Fáskrúðsfirði http://www.123.is/gunnag/
Í þorpinu Búðum á Fáskrúðsfirði heita nefnilega flestöll húsin e-hvað. Ég bjó reyndar í húsi sem hefur ekki formlegt nafn,- en er alltaf í daglegu talið kallað skólastjórabústaðurinn,- hver sem býr í því hverju sinni. Því legg ég til að það heiti verði barasta gert að nafni á því ágæta húsi,- skorið út í skilti og hengt á það. Og Gunna þarf að sjálfsögðu að bæta því við á nafnalistann sinn. Amk sem gælunafni.
En nú vantar mig nafn á húsið mitt hér á Akureyrinni,- það gengur nú ekki að eiga bara heima á Löngumýri 2. Húsið mitt er passlega lítið,- ennþá hvítt með gulum gluggakörmum. Verður vonandi innan fárra ára orðið svona sandgult og suðrænt,- með brúnappelsínugulu þaki ( toasted orange). Garðurinn á bak við húsið er risa, risa stór,- og mjög franskur, þ.e. trén, gróður og allt það fær að vaxa að vild. Í húsinu bý ég, ektamaki minn og tvö börn, drengur og stúlka.
En hvað ætti húsið mitt að heita? Hugmyndir óskast............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Afgreiðslufólk !!
2.11.2007 | 20:05
Heyrði um daginn frábæra sögu um konu sem var að versla í Bónus, ost og smjer. Hún kom með góssið að kassanum og sagði við strákinn sem var að afgreiða "ég ætla að fá hvoru tveggja". Stráksi varð undurfurðulegur á svip og góndi og glápti í kringum sig, þá kallar afgreiðsluguttinn á næsta kassa.... " ég lenti í þessu í gær, þetta þýðir að hún ætlar að fá bæði" !!! Þessi saga er náttúrulega ansi góð, en mér fannst hún nokkuð ótrúleg.
Síðan kom tengdamóðir mín góð hingað á Akureyri í dag. Hún brá sér í Húsasmiðjuna, spyr þar afgreiðslustúlku hvort þar fáist brauðrist, stúlkan horfir furðulega á hana, snéri sér við og galaði á yfirmann sinn..."heyrðu, er til brauðrist? Ég veit bara um ristavélarnar..."
ÓMG,- skyndilega varð Bónussagan ekkert ótrúverðug lengur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ÆÆÆÆ
2.11.2007 | 13:52

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hopp og skopp
1.11.2007 | 18:12
Flestum þætti það nú ekki vera tíðindi að kona hafi drifið sig í ræktina !! En það verður að segjast eins og er að síðan ég flutti norður hefur ekkert verið alltof mikið um hreyfingu hjá mér, nema þá skíðin svona yfir háveturinn. Hef fundið mér fínar ástæður fyrir hreyfingarleysinu, aðallega tímaleysi og ekki nógu skemmtileg leikfimi í boði ;) Hef reyndar stefnt að því síðan í vor held ég bara að fara örlítið fyrr á fætur á morgnana og ganga góðan spotta og af krafti. En eins og fram hefur komið er ég B-mannsveskja og má ekki missa eina einustu dýrmæta mínútu á morgnana, þannig að enn er morgungangan á bið.
Sá ég ekki um daginn auglýsta prima leikfimi, örugglega bráðskemmtilega, á fínum tíma ( annað barnið í fótbolta og hitt kemur bara með...) og þá var engin afsökun í boði. Byrjaði í dag semsagt í afró,salsa,spuna hjá Önnu Richards niður í Átaki. Er alveg fersk og fín eftir tímann, og þetta var svo gaman !!!!!! Stefni síðan á baðslökun á Síló í kveld og þá er dagurinn fullkominn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)