Kaffi og te

koffie%5B3%5DDrekk bæði kaffi og te.  Byrja flesta daga á að þreifa mig að kaffikönnunni til að setja hana í gang ( einu sinni átti ég svona tæmer á hana,- hmmm. kannski til ennþá ) og er ekki almennilega vöknuð fyrr en fyrsti sopinn er í höfn og hríslast um æðar.  Drekk síðan kaffi allan liðlangan daginn,- einmitt, liðlangan daginn. Þegar líður nær kveldi skipti ég yfir í te.  Ekkert Melróses fyrir mig þó, heldur koffinlaus jurtate.  Það er til að ég nái að sofna á skikkanlegum tíma en verði ekki andvaka eftir allt kaffiþambið. 

Í dag þegar ég kom heim úr vinnunni voru tveir bollar á borðstofuborðinu.  Einn hálffullur af köldu kaffi, merki þess að ég hafi verið svoldið sein fyrir í morgun,- hinn með lufsulegum tepoka í.  Ég tók báða bollana, gekk að eldhúsvaskinum og opnaði ruslaskápinn.  Setti tepokann í vaskinn og hellti köldu kaffinu í ruslið !!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var mikið að gera í dag ?

Steinvör (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:03

2 identicon

Jæja mín kæra, þú hefur heldur betur ruglast en það getur komið fyrir besta fólk.

Kveðja norður. 

Jóhanna H (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 19:59

3 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Æ, hvað mér finnst notaleg svona saga. Ég veit þá að ég er ekki eini rugludallurinn. Þú komst mér til að hlæja upphátt hérna ein við tölvuna. Hafðu það gott í dag, mín kæra!

Guðrún S Sigurðardóttir, 10.11.2007 kl. 10:40

4 identicon

O, þetta gerist greinilega á bestu bæjum, andaðu djúpt og drekktu meira te og minna kaffi, Jens þarf reyndar að íta á takkan sjálfur en hans heittelskaða er ávallt búin að gera maskínuna klára svo hann þurfi nú ekki að hugsa of mikið svona snemma morguns. Kær kveðja norður úr Álfabrekkuni.

Anna (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband