Fyrirhyggjusöm
30.10.2007 | 19:00
var ég nú loksins. Horfði á veðurspána fyrir helgi,- og fór og lét umfelga á föstudaginn.
En annars er nú ekki fyndið að ganga hér á Akureyri núna. Ég gekk upp gilið í dag og átti aldeilis fótum fjör að launa vegna bíla sem fóru þvers og kruss á veginum og alveg upp á gangstétt,- eftir að hafa farið heilan hring. Bjóst á hverri stundu að verða þrykkt upp að húsvegg og komin í klessu,- en ég var sem betur fer vel skóuð. Veit ekki hvað fólk er að reyna að keyra þarna upp og niður þegar hálkan er svona og það greinilega ekki komist að í biðröðinni á dekkjaverkstæðunum, ja eða orðið undir í handalögmálunum...........
![]() |
Morgunninn byrjaði næstum því með slagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óvitar
27.10.2007 | 22:08
Fór með börnin mín á hina dásamlegu sýningu Óvita hjá LA í dag. Við skemmtum okkur alveg hreint drottningarlega og þessir leikarar eru bara frábærir. Litlu stýrin eru alveg geggjuð og ég tek nú ofan fyrir bekkjarsystur Kolfreyju henni Sólrúnu sem leikur langömmuna,- 7 ára gömul ;) En það eru ekki bara leikararnir sem eru frábærir heldur er sviðmyndin alveg ótrúlega skemmtilega sett upp og sniðugar lausnir í ýmsum atriðum.
Leikfélag Akureyrar trekkir líka heldur betur í bæinn. Í leikhúsinu í dag hitti ég Bryndísi frá Ísafirði ( sem kenndi mér að drullumalla á sínum tíma), Maríönnu kunningjakonu frá Egilsstöðum og Sigþrúði vinkonu úr Þorlákshöfn. Tvær hinar fyrstnefndu komu gagngert til Akureyrar til að fara í leikhúsið ;) .
Þess má geta að Sigþrúður og Bryndís eru bloggvinkonur mínar og þið finnið linkana þeirra hér á síðunni. Veit ekki hvort Maríanna bloggar.
En semsagt,- allir í leikhús !!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjónabandið !!
27.10.2007 | 12:43
Í þeim umræðum og skrifum undanfarið um hvort samkynhneigðir megi ganga í hjónaband eða að þeirra samvist heiti staðfest sambúð hafa nokkrir spegúlantar slegið á að hommar eða lespíur geti gengið í hjónaband því þau geti jú ekki uppfyllt það ákvæði að fjölga mannkyninu.
Í augum þessara spegúlanta er litið á hjónabandið sem meginforsendu þess að eignast börn. Ja, hérna hér. Held nú reyndar að þetta fólk þyrfti smá uppfræðslu um forsendur fjölgunar mannkyns. Samkvæmt mínum kokkabókum hefur hingað til sem hér eftir ekki verið þörf á hjónabandi til að geta barn !!
Þá segja spegúlantarnir að hjónaband þurfi til að tryggja stöðugt og farsælt uppeldi !!! Ja, hérna hér. Mér finnst nú gert ansi lítið úr því góða, stöðuga og farsæla uppeldi sem ansi margt fólk hefur fengið hjá,- einstæðum foreldrum, ömmum, öfum og jafnvel alveg vandalausum. Og hvert er þessi stöðugleiki farin þegar u.þ.b. helmingur hjónabanda endar með skilnaði. Kallið mig naíva en ég er bara ekki að skilja þessi rök.
Hjónaband hlýtur að vera vegna elsku í hvors annars garð,- og girndar skulum við vona ( sem fylgir nú oft elskunni)- hvort heldur er kona og kona, karl og karl eða kona og karl.
Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
af prestum....presti reyndar !!
26.10.2007 | 23:45
http://baldurkr.blog.is/blog/baldurkr/
Síra Baldur Kristjánsson var í Kastljósinu í kveld og malli minn hvað ég var stolt af flestu því sem hann sagði.
Ég var svo heppin að kynnast Baldri i Þorlákshöfn og hjá honum fékk Kjartan minn sína fermingarfræðslu og síðan var síra Baldur svo almennilegur að leyfa pabba að ganga inn í fermingarathöfnina og ferma drenginn. Ætli það hafi ekki verið síðasta prestverkið hans pabba. Þegar Kolfreyja mín var skírð var pabbi farinn yfir móðuna miklu og séra Baldur skírði hana. Yndisleg athöfn í sunnudagaskólanum.
Endilega kíkið á bloggið hans Baldurs þar sem hann viðrar sínar góðu, mannúðlegu skoðanir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð hugmynd
26.10.2007 | 18:17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað
24.10.2007 | 21:40
Já ég þori, get og vil !!
Á það ekki við um okkur allar stelpur?
![]() |
Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustið....
22.10.2007 | 22:22
...gjörsamlega umlukti mig um helgina. Var í algjöru letikasti,- slæptist um húsið, komst með erfiðismunum út í búð,- nei alveg rétt, fór ekkert í búð ( þess vegna var mjólkurlaust í morgun) og bara svona hékk.
Svona helgar eru náttúrulega alltof fáséðar, dásamlegar og yndislegar.
Afrekaði þó að kenna Lúkasi tveggja manna vist,- hei, hó, búin að eignast meðspilara. Það hitnaði heldur betur í spilunum á laugardagskveldið. Man ekki hvort vann ( svona í heildina).
Byrjaði sunnudaginn á messu í Akureyrarkirkju, þar sem Kolfreyja söng í barnakórnum. Ætlaði síðan að enda sunnudaginn í messu í Akureyrarkirkju um kveldið en þar sem minn ektamaður kom fyrr í land en áætlað var og beint í flug norður þá tók ég hann framyfir börn regnbogans og sótti hann á flugvöllinn á þeim tíma. Hitti hommana bara seinna ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Afturhaldsfólk !!
20.10.2007 | 17:01
![]() |
Gagnrýnir tillögu biskups |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Prestar og prestsverk!!
19.10.2007 | 17:50
Ég er töluvert hugsi yfir þessu "frumvarpi" sem mér skilst að liggi fyrir kirkjuþingi. Þar á að þagga niður í hinum fræknu fjörutíu sem vilja að prestar þjóðkirkjunnar eigi að gifta samkynhneigða. Mér skilst að í frumvarpinu sé klásúla um að ef að alþingi setji lög sem heimili prestum að vígja samkynhneigða í hjónaband þá megi þeir prestar sem það vilja gjöra svo!! HALLÓ !! er þetta ekki ÞJÓÐkirkjan, sem við langflest erum fædd inní og þurfum að skrá okkur úr ef okkur hugnast ekki að vera þar. Af hverju skyldu prestar mega ákveða hvort þeir gifti þennan eða hinn,- bara vegna kynhneigðar ? Þurfa þeir ekki að gifta alla aðra sem koma til þeirra hvernig svo sem þeim líkar lífsstíll þeirra eða hvað!! Mega prestar neita að gifta manninn sem þeir vita að hefur lamið og barið tilvonandi brúði sína? Mega prestar neita að ferma barnið sem lýsir því yfir að það trúi ekki á Guð og sé bara að fermast fyrir gjafirnar? Mega prestar neita að gifta pólsku konuna vegna þess að hún er pólsk? Og mega prestar neita að skíra barn fyrrverandi konu sinnar?
Hafa SÓKNARprestar ekki sömu skyldur gagnvart ÖLLUM sóknarbörnum sínum ?
Eða mega þeir ekki taka geðþóttaákvarðanir ( lesist samviskuákvarðanir) nema gagnvart samkynhneigðum ?
spyr sú sem ekki veit?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fínn lestur og enn betri leikari
17.10.2007 | 21:19
Gat ekki stillt mig í kveld að skella upp myndavélinni og ýta á upptöku. Dóttir mín sjö ára var að lesa heimalesturinn af þvílíkri innlifun að ég hef sjaldan vitað annað eins. Ég veit að hún á að þjálfa hraðlestur en það er henni svo gjörsamlega fyrirmunað. Hún leikles með tilburðum. Hún hafði ekki grænan Guðmund ( eða Björn Inga) um að móðirin væri svo kvekindisleg að taka þetta upp fyrr en rétt í lokin.
ps stundum hristist myndin, en það er bara vegna þess að mamman hristist úr hlátri ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)