Lúkasi Birni...
31.1.2008 | 22:07
...áskotnaðist þetta myndarlega glóðarauga á dögunum. Var á hraðferð í frímínútum á fótboltavöllinn en svellið plataði hann illilega. Það var sko myndarkúla á gagnauganum á honum fyrst og eyddum við heilum degi í kælingu,- og kælingu. Nú er augað orðið svoldið skárra en fyrst, en ekki mjög huggulegt þó !!
Ég er nú búin að benda kauða á að þetta hafi nú gerst á besta tíma,- öskudagur framundan og hann getur leikið skúrk,- ja eða Oliver Twist !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Haustsúpa
30.1.2008 | 18:55
Skil ekki í mér að klikka á uppskriftinni !!
Haustsúpa, sem á þessu heimili hér eftir verður nefnd
Lúkasarsúpa
6.dl vatn, biti af lauk, biti af blað og rauðlauk, biti af sellerí, 1 kartafla, 1 rófusneið, 1 gulrót, 1/4 paprika, 1 dl smátt saxað hvítkál, 1/2 dl smátt brotið spagettí, 1/2 kjúklingateningur, 1/4 grænmetisteningur.
Mæla vatn, láta suðu koma upp, rest skorin í smáa bita og sett út í . Soðið í 10 mín.
Við gerðum 3falda uppskrift,- erum þrjú og þá var hægt að hita upp í kveld ;) ( útséð húsmóðir hér á ferð sjáið til). Svo bragðbættum við aðeins með s+p og meiri krafti.
Vel gagnist ;)
Lúxus....
29.1.2008 | 20:55
líf á húsfreyjunni nú í kveld. Hinn 10 ára sonur er nefnilega byrjaður í heimilisfræði. Og þar sem ekkert fag er skemmtilegra og enginn matur betri en fólk eldar sjálft,- þá kom hann heim með uppskrift af grænmetissúpu í gær og við fórum og versluðum í matinn. Hann valdi gaumgæfilega allt grænmetið og mamma borgaði. Í kvöld þrefaldaði hann uppskriftina ( stærðfræði á fullu) og mallaði öllu saman. Og NB orð heimilisfræðikennarans eru lög !!! Það á að skera kálið í þessa stærð og laukinn í þessa ;)
Geggjuð grænmetissúpa að sjálfsögðu....................og allir borðuðu af bestu lyst.
segið svo að það sé ekki heimanám í gangi í Löngumýrinni !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Misskilinn húmor !!
28.1.2008 | 22:13
Svei mér ef ég er ekki komin í flokk með Spaugstofunni ( altsvo ekki pólitískan flokk heldur húmorískan). Húmorískan að því leiti að fullt af fólki skilur ekki brandarana mína. Það gerist svo oft og iðulega að nú orðið er ég farin að bæta ósjálfrátt við í lok brandara.....nei,nei, bara grín og útskýri oft á tíðum brandarann....sko þetta er fyndið af því að sko.... Þeir hefðu betur gert það Spaugstofukarlar síðastliðið laugardagskvöld. Þvílíkur misskilningur,- hjá heilli þjóð, og allt orðið vitlaust á bloggsíðum landana og Ólafur F kominn með þvílíkt samúðarfylgið. Karl Ágúst Úlfsson upplýsti nefnilega í Kastljósi í kveld að þeir voru bara ekkert að gera grín að Ólafi F. Þeir voru að gera grín að fjölmiðlum.
Ég á greinilega margt líkt með Ragnari Reykás.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ein ég bíð og vona...
27.1.2008 | 12:01
Undanfarnar fjórar helgar hafa góðir vinir komið í heimsóknir hingað norður til mín. Það hefur óumræðilega þrjá stóra kosti í för með sér að fá næturgesti. Í fyrsta lagi er náttúrulega frábært að hitta vini sína, spjalla og allt það. Í öðru lagi þá er það gríðarlega gott fyrir slugshúsmóður sem mig að fá spark í rassinn og þrífa allt heimilið áður er gesti ber að garði. Aldrei held ég það hafi gerst í minni húsmæðrasögu að gólf hafi verið þrifin jafnoft á jafnskömmum tíma, þurrkað af og duddast svona, það er ekki laust við að parketið sé farið að emja undan ofþvotti ;). Í þriðja lagi þá er fram borinn hér gúrmetmálsverður um hverja helgi, mikið lagt í eldamennsku og voðalega gaman. Þessa helgina á ég von á gestum semsagt fimmtu helgina í röð,- í gær var hér allt þrifið hátt og lágt,- hreindýrið komið í marinerinu og alles. En gestirnir sem áttu að koma með fyrstu vél í morgun eru enn í borg óreiðunnar og óheillindana !! Ein sit ég hér í tandurhreinu húsi, með hreindýrið malandi í marineringunni og bíð....................koma nú strákar !!!
![]() |
Innanlandsflug liggur niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Halló !!
26.1.2008 | 19:14
![]() |
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndir
26.1.2008 | 14:23
Var að setja inn nokkrar myndir !!
Hér er mynd af börnunum mínum þremur ;) Ég er nú stolt af þessum hóp.
og hér er ein af Patreki Jóhanni, barnabarni mínu. Hann er svaka flottur og þvílíkt góður drengur.
Dóttirin er á fullu að undirbúa öskudaginn. Ja, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Veit ekki hver verður framtíð hennar,- ef öskudagsbúningar gefa e-hverja framtíðarsýn. Kjartan Þór var á sínum tíma amk oftast bóndi eða hestamaður á öskudaginn og er tamninga- og járningamaður í dag !! Hún verður kannske ......vampíra ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ábyrgð foreldra.
25.1.2008 | 10:02
![]() |
Óljós tilmæli varðandi skólahald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bylting ?
24.1.2008 | 23:21
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)