Ein ég bíð og vona...

Undanfarnar fjórar helgar hafa góðir vinir komið í heimsóknir hingað norður til mín.  Það hefur óumræðilega þrjá stóra kosti í för með sér að fá næturgesti.  Í fyrsta lagi er náttúrulega frábært að hitta vini sína, spjalla og allt það. Í öðru lagi þá er það gríðarlega gott fyrir slugshúsmóður sem mig að fá spark í rassinn og þrífa allt heimilið áður er gesti ber að garði.  Aldrei held ég það hafi gerst í minni húsmæðrasögu að gólf hafi verið þrifin jafnoft á jafnskömmum tíma, þurrkað af og duddast svona, það er ekki laust við að parketið sé farið að emja undan ofþvotti ;).  Í þriðja lagi þá er fram borinn hér gúrmetmálsverður um hverja helgi, mikið lagt í eldamennsku og voðalega gaman.  Þessa helgina á ég von á gestum semsagt fimmtu helgina í röð,- í gær var hér allt þrifið hátt og lágt,- hreindýrið komið í marinerinu og alles.  En gestirnir sem áttu að koma með fyrstu vél í morgun eru enn í borg óreiðunnar og óheillindana !!   Ein sit ég hér í tandurhreinu húsi, með hreindýrið malandi í marineringunni og bíð....................koma nú strákar !!!


mbl.is Innanlandsflug liggur niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjæ, ég vona að þú sitjir ekki enn og bíðir! Þú hefur að minnsta kosti fengið nóg af kjöti að borða! :)

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 16:00

2 identicon

O, passaðu þig þessi þryf geta orðið vanabindandi

Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Nei, nei Tinna mín,- hætti að bíða þegar leið á daginn og sat hér eins og drottning í tandurhreinu húsi.  Gagn að húsið haldist vel hreint,- en auðvitað þarf að þrífa aðeins fyrir næstu helgi en þá ætla strákarnir að gera aðra tilraun til heimsóknar.  Svo Anna mín,- þetta er orðið vanabindandi !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:01

4 identicon

þarf greinilega að fara að heimsækja þig!! Skömm að því að ég hafi ekkert hitt þig heillengi!!

Krisrún frænka (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:57

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Já Kristrún mín, vertu velkomin norður. Láttu mig vita með fyrirvara svo ég geti skúrað og lagt kjöt í marineringu ;)   Svo förum við á skíði saman....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.1.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband