Lúxus....

líf á húsfreyjunni nú í kveld.  Hinn 10 ára sonur er nefnilega byrjaður í heimilisfræði.  Og þar sem ekkert fag er skemmtilegra og enginn matur betri en fólk eldar sjálft,- þá kom hann heim með uppskrift af grænmetissúpu í gær og við fórum og versluðum í matinn.  Hann valdi gaumgæfilega allt grænmetið og mamma borgaði. Í kvöld þrefaldaði hann uppskriftina ( stærðfræði á fullu) og mallaði öllu saman.  Og NB orð heimilisfræðikennarans eru lög !!!  Það á að skera kálið í þessa stærð og laukinn í þessa ;) 

Geggjuð grænmetissúpa að sjálfsögðu....................og allir borðuðu af bestu lyst.

segið svo að það sé ekki heimanám í gangi í Löngumýrinni !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Góður! Ekkert skemmtilegra en að elda!

Ertu að segja mér að drengurinn hafi fyrst núna verið að byrja í heimilisfræði?

Sigþrúður Harðardóttir, 30.1.2008 kl. 13:26

2 identicon

Þetta er svo frábær aðferð ..ég hef mikið notað smíði, handvinnu og heimilisfræði til lærdóms á stærðfræði og íslensku. Miklu skemmtilegra þegar nemendurnir eru áhugasamir ..um efnið. Svo væri nú gaman að fá uppskriftina:o)

Bestu kveðjur 

Ragna  

Ragna popparadóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 16:12

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Nei, nei Sissa mín,- hann var í heimilisfræði í fyrra líka,- en er semsagt bara hálfan veturinn.  Í Brekkuskóla ( og Lundarskóla) háttar þannig til að það er aðeins ein heimilisfræðistofa þrátt fyrir 550 nemendur !!!  reyndar eins með smíða/textil og myndmennt.  Töluverður aðstöðumunur er í nemendafærri skólum.......

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 30.1.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband