Formlega sem óformlega...
11.1.2009 | 23:24
...eru jólin búin hjá mér. Pakkaði öllu jólaskrauti niður á föstudagskveldið,- aðventukassi,- skrautkassi og jólatréskassi. Það kæmi mér reyndar samt ekki á óvart þó ég ætti eftir að detta um jólastyttu e-hversstaðar. Dóttir mín var svo afskaplega duglega að skreyta allt húsið að ég fann meira að segja eina styttu inn í þvottahúsi ;) (auðvitað eiga jólin að vera allsstaðar). Hún var reyndar alveg gapandi á föstudagsmorguninn þegar hún heyrði fréttir kl. 7:30 og það voru fréttir frá Betlemhem. Er Betlehem til í alvöru ? En þeir heppnir sem eiga heima þar ? ( sér hvur er nú heppnin) Síðan spurði hún, afhverju drepa þeir börn,- eða annað fólk? Vill forsetinn í Ísrael þetta ? Það er nú ekki alveg það auðveldasta sem kona gerir að skýra út grimmd heimsins í morgunsárið.....er gerði mitt besta !! Sem var örugglega ekki nógu gott,- ég skil það nefnilega ekki heldur !!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.