Löt

hef verið svoldið löt á blogginu undanfarið.  Bæði hefur snjáldurskinnan tekið þann tíma sem fór kannske í bloggið og svo er ég bara búin að vera hundlasin.  Lá heima á þri-mi og fi en dreif mig á vinnu á föstudag.  Ekki að ég væri orðin heil heilsu....heldur stóð svo margt fyrir dyrum hjá börnunum um helgina og mér fannst út úr kú að vera heima veik á föstudag og síðan á fullu með börnunum um helgina.  En mér var nær ( ekki brók)....fór reyndar á laugardeginum á leikritið Lápur og Skrápur með Kolfreyju Sól og vinkonu hennar ( þar sem Lúkas tók piparkökubakstur hjá vini fram yfir okkur) en lá síðan eins og skata það sem eftir var dags.  Á sunnudeginum skrölti ég á aðventuhátíð sunnudagaskólans þar sem Kolfreyja söng með barnakór kirkjunnar og kór Lundarskóla söng einnig.  Meira gerði ég ekki þann daginn.....punktur og basta takk fyrir.  Í stað þess að skeiða kát og glöð út á Þelamörk að höggva jólatré ( ekki mann og annan) og fara síðan að syngja jólin inn í Akureyrarkirkju eins og ætlunin var þá lá ég hreinlega eins og undin tuska og orkaði ekki að hreyfa legg né lið.  Þrátt fyrir misgáfulega ráð frá ættingjum og vinum á snjáldurskinnu ( sem ég hef auðvitað öll prófað), sólhattaát, hóstamikstúru, sítrónute og ég veit ekki hvað þá er ég enn hundslöpp.  Kannske kökurnar sem ég fékk á kökufundi skólastjóra í dag hressi mig við.  Bind amk. vonir við það að vera orðin þokkaleg fyrir jól ;)

sick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Æ vonandi ertu nú að hressast mín kæra - mann langar nú í flest annað en pest á þessum árstíma.  Fáðu þér bara vel af koníaki og skutlaðu þér í rúmið og þú vaknar örugglega hressssss

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þetta með koníakið er einmitt eitt af gáfulegu ráðunum á snjáldurskinnu.  Systir mín kallar einn bolla af koníaki,- finnskt kaffi !!! og ráðlagði mér það.  Hef ekki enn farið í svo grófa íhlutun,- en ef ég verð enn eins og eymingi á föstudag þá er aldrei að vita nema ég skelli mér í finnskt kaffi ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.12.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Vignir Arnarson

Nú nú Coniak virkar það ekki ef ekki þá ertu svo gott sem dauð því að sá sem drekkur Sýslumannskaffi (1/2 glas coniak og rest kaffi "má sleppa)

Nú svo er líka til Bóndakaffi og er þá notað Capten Morgan í stað Coniaks

Hann(hún) lifir ekki lengur það bara lítur út fyrir það.

Já og heirðu ég held að nágranni þinn sé í stóru f........... eða hvað hann er horfinn út að blogginu alvega ....skil ekkert í þessu..........

Vignir Arnarson, 16.12.2008 kl. 08:43

4 identicon

Vona að þú sért orðin hress Helga mín, pest er nú ekki það sem mann langar mest í á þessum árstíma....ojojoj

Jóna Björg (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband