Sjálfgefið
13.12.2008 | 15:44
Ég hef skoðað nokkur blogg í tengslum við þessa frétt og sé að margir líta svo á að Ingibjörg sé að hóta Sjálfstæðisflokknum. Ég er alls ekki á sama máli. Mér finnst þetta alls ekki vera hótun,- heldur eingöngu bent á augljósar staðreyndir. Mér finnst það svo borðleggjandi að ef að flokkarinir eru ekki samstíga í þessu risastóra máli,- (sem er komið inn á borð hvort sem flokkarnir vildu eður ei) þá springur stjórnin. Rétt eins og hjá hjónum sem þurfa að flytja ( t.d. vegna kreppunnar og afborganna o.s.frv.) en geta ekki komið sér saman um hvert hlýtur skilnaður að vera það eina í stöðinni. Það er engin hótun,- bara bláköld staðreynd !!!
Ég vil ekki líta á hreinskilni Ingibjargar sem hótun,- flott hjá henni að segja hlutina eins og þeir blasa við. Er það ekki það sem hefur verið beðið um. Hreinskilni í pólitíkina og hætta að fara alltaf í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut.
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.