Hakkararnir....

Ég var í svo bráðskemmtilegum tölvuleik.....örugglega góð útgáfa af Sims eða e-hvað.  Þar dundaði ég mér við að fara borð úr borð,- koma minni kellingu upp karli, afkomendum og vinum.  Kellingin menntaðist líka og flutti,- og flutti aftur.  Fínn leikur og skemmtileg borð ( misskemmtileg þó, e-hvað bras var nú stundum ).  Við vorum svoldið mörg sem vorum í þessum leik,- svona rúmlega 300.000 ( ekkert á við Eve-online semsagt).  Síðan komst hakkari í leikinn,- smyglaði sér bakdyramegin inn og við varla tókum eftir honum. Héldum að hann væri með í okkar leik,- og honum gekk fjandi vel.  Æddi borð úr borði.  Og mér fór að ganga betur, fór upp borðin ( ekki eins hratt og hakkarinn þó) keypti hús, bíl, flatskjá, ferðaðist um og bauðst jafnvel hlutabréf til kaups ( á lánum frá hakkaranum).  En síðan fór tölvan að hægja á sér,- var minnið e-hvað að gefa sig ? Og skyndilega, þegar ég hélt að hún væri komin í lag blessunin,- þá hrundi hún.  Algjörlega,- reyndi að rístarta....og fattaði þá að hakkarinn var HAKKARI.  Hann var aldrei með okkur í leiknum, heldur mergsaug okkur, blekkti okkur með fagurgala og fé ( sem var síðan ekki til í alvörunni). Hans leikur byggðist upp á því að notfæra sér okkar leik, þannig komst hann svona hratt upp borðin.  Hann náði þó að selja hluta af sínum leik áður en tölvan hans hrundi en ekki ég eða flest hinna 300.000.  Og við hrundum niður borðin,- ef það tekst að rístarta tölvunni aftur....án tenginga við server í Evrópu....þá verð ég örugglega á mínus borði !! computer_crash_2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nema ég finni mér bara annan leik ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Hvar ætlarðu að finna annan leik?

Ég er föst í þessum.....

Sigþrúður Harðardóttir, 5.11.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband