Hreindýrahumar.....
2.11.2008 | 22:12
Jammi, jammi.
Hreindýrasteik var lögð í rauðvín og villikrydd Pottagaldra og látið lúra í 1 sólarhring. Snöggsteikt á pönnu,- skellt í ofn í 20 mínútur á 135 hita. Skorið í þunnar sneiðar....
Humar djúpsteiktur með pínu orlydeigi...
Sætar kartöflur settar í skífum í eldfast mót,- engifer rifinn yfir,- olía... í ofni 180 í 40 mínútur ( fyrir hreindýr.....),- þegar komnar út var furuhnetum stráð yfir.
Salat,- tómatar, balsamedik...
Köld sósa með.....í okkar tilfelli,- balsamedik, dionsinnep,hunang, krækiberjahlaup,bláber,worshestersósa......hrært saman og síðan slatta af ólífuolíu hrært við.
Öllu blandað saman á disk og etið. Ólýsanlega gott að blanda humri og hreindýri. Skora ykkur á að prófa.
Hress og kát í dag,- öll familían í fjallið og renndum okkur í rúma 2 tíma.
Gerast varla betri helgarnar....
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Vá bara komin á skíði og svo veisla á eftir. Og hér er enn sumar og "sól".
Jóhanna Kr. Hauksd (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:19
Það var ekki fallega gert af þér að setja þetta hérna inn. Hrökkbrauðið sem ég er að fara að gæða mér á virkar einstaklega lítilfjörlegt akkúrat núna :s
Óskar, 3.11.2008 kl. 14:17
...slef....
Guðrún Vala Elísdóttir, 6.11.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.