Heim...heim og heim...

Komin heim eftir gagnlega starfs- og skemmtidvöl í höfuðhreppnum.  Starfsdvölinni eyddi ég á frábærri ráðstefnu,- Listin að læra og það var svosem alveg skemmtidvöl líka.  Mér finnst nefnilega skemmtilegt í vinnunni minni ;)  en síðan tók enn meiri skemmtun við,- að hitta barnabörnin,- að hitta góða vini ( og leiðinlegan kall sbr. fyrri færslu),- að hitta barnabörnin,- að hitta frumburðinn og tengdadótturina,- að hitta barnabörnin,- að passa barnabörnin,- og að hitta Steinvöru sys og familí og Lúkas afa og frú og að hitta barnabörnin ;)

Það var svo mikill snjór þegar við komum heim og ég hélt að forsjálnin væri hreinlega að verki þegar dyrabjallan glumdi skömmu síðar og pósturinn Páll var mættur með skíðin hans Boga alla leið frá Þýskalandi.  Slengdi mér beint á netið til að athuga hvunær fjallið opnar.......súrt... ekki fyrr en eftir mánuð. 

Förum þá bara á Dalvík !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JÆJA GÓÐA ÞÚ ÞAKKAR MÉR EKKI FYRIR MÓTTÖKURNAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég þakka kærlega fyrir komuna!! hehe kv Guðný sys

Guðný sys (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ohhh, takk fyrir móttökurnar elsku Guðný - sem hefðu verið frábærar ef ég hefði látið sjá mig ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.10.2008 kl. 00:00

3 identicon

Jájá ég veit það. En mátti til, slettum bara ærlega úr klaufunum þegar þú kemur næst. Bless í bili,er á leið til London í fyrramálið. Held bara að ég segist vera Vestmannaeyingur, er það ekki betra en vera Íslendingur??? Kv. Guðný sys

Guðný sys (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband