Bankastarfsmenn ??

Fór með manni og vinum út að borða í gær.  Það er svosem ekki í frásögur færandi ( nema að við förum mjög sjaldan út,- og fengum þennan fína mat á veitingastaðnum Gullfossi ) nema hvað...á eftir settumst við inn á Torvaldssen, fengum okkur rauðvín og bjór og tjöttuðum.  Þar sem við sitjum í mesta sakleysi þá kemur til okkar maður með bægslagangi miklum og spyr okkur við hvað við störfum.  Við segjum eins og er að við séum kennari, skólastýra, flugumferðarstjóri og sjómaður.  Gaurinn ranghvolfdi augunum  og trúði okkur greinilega ekki.  Fór í burt, en kom fljótlega aftur með sömu spurningu, við svöruðum enn á sama hátt en þá sagði hann....þið eruð víst bankastarfsmenn.  Við hlógum nú bara að honum ( og ég var næstum búin að segja...nú komst upp um okkur...við sáum um sjóð 9 )en því hefðum við betur sleppt því hann barði í borðið hjá okkur svo rauðvín og bjór skvettust úr glösum og öskraði á okkur.   Það er nú lámark að fólk viðurkenni hvað það gerir....þið eruð víst bankastarfsmenn.  Ekkert þýddi að rökræða við kauða en hann kom sér þó í burtu...fussandi og sveiandi. 

Þórhildur Helga bankastarfsmaður.......í gleðibankanum ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úbbs, Helga mín.....þú verður nú bara að passa þig á að vera ekki svona flott dressuð þegar þú ferð út að borða....hehe . Ætli sé ekki bara best á þessum síðustu og verstu, að mæta bara í skólastýrudressinu á djammið .

Kveðja frá Seyðó 

Jóna Björg (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 20:55

2 identicon

Já, það svoleiðis skín af ykkur kapítalistminn Helga mín, hehehe...

Gaman að hitta þig oggupínupons í gær  Ég datt alveg úr sambandi bara, var svo hissa að þú skyldir koma svona aftan að mér...hehehe!

Helga S (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:30

3 identicon

Ji, þessi maður hefur nú verið á barmi taugaáfalls eða þaðan af verra! Ég segi nú bara að ef þetta er hið almenna viðmót sem bankastarfsmenn fá þá er ég mjög fegin að koma ekki nálægt þeim bransa! Kannski ekki heldur alveg sanngjarnt að stimpla alla bankastarfsmenn -er ekki viss um að t.d. gjaldkeri í útibúi Landsbankans beri mikla ábyrgð á kreppunni miklu sem er skollin á!

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Það var ekki von að ég hitti á þig heima í Norðurmýrinni fyrst þú varst að eyða bankastjóralaununum í borginni!

Sjáumst þá bara síðar... vonandi ekki í þessum vetrarhörkum sem ríkja norður í landi. Ekki minn tebolli þessi andsk....snjór

Sigþrúður Harðardóttir, 27.10.2008 kl. 22:52

5 Smámynd: Óskar

Já...Hressandi gaur. Getur ekki verið að ég hafi séð ykkur skötuhjú á NýDönskum tónum á Nasa á laugardagskvöldið?

Óskar, 28.10.2008 kl. 01:20

6 identicon

'uff.. ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki viðmótið sem mínir fyrrverandi samstarfsmenn.. eru að fá þessa dagana.. nógu er erfitt hjá þeim samt.

Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 01:57

7 identicon

Sumir einfaldlega þrífast á leiðindum og nú er gósentíð fyrir þá, sjá bankastarfsmenn í hverju horni.  Ég er að fara í höfustaðinn, ætti kannski að geyma vinnugallann minn heima, hann er ekki ofarlega á vinsældalistum núna .  Skemmtu þér á skíðunum en skildu Roverinn eftir heima . Knús að vestan.

Tóta (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband