Langeygð
21.10.2008 | 18:29
Ég er að verða svoldið langeygð eftir fréttum í þessum gengismálum. Í upphafi gengishrapsins voru fréttir margoft á dag með hinum ýmsu búmmertum,- Þorgerður Katrín baunaði á Davíð sem baunaði á.....og svo framvegis. Og dag eftir dag héldu skandala fréttirnar áfram,- Glitnir fallinn,- Landsbankinn fallinn, Kaupþing fallið !!! Endalausir fréttafundir Geira og Bjögga og Kastljósið undirlagt í efnahagsmálaumræðu !! Nú er búið að blása svo í konu stórfréttir daglega að ég verð stressuð í svona fréttaleysi !! Svei mér þá það væri nú bara skárra að fá slæma frétt úr fjármálalífinu en enga.
Búmmertu takk,- fyrir geðheilsu mína
Athugasemdir
Jæja góða. Fréttir frá Akureyri í 10fréttum í kvöld. Endalausar áfengisauglýsingar allsstaðar á Akureyri!! Jahérnahér, hver hefur efni á svoleiðis núna. Kannske þeir sem eiga vínkjallara?? en ekki eru það við. Betra að elta áfengisauglýsendur en peninga og íslandsþjófa. Ætli það séu til peningar til að reka lögreglu í öðru en vernda aðalglæp..... Úps, hugsaði óvart upphátt á tölvuna.. Kv. Guðný sys
Guðný sys (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.