Kjarnaskógur
19.10.2008 | 16:11
Leti gærdagsins entist nú ekki allan daginn. Helga svilkona kom í heimsókn og síðan kom Inga og dró okkur með í góðan göngutúr inn í Kjarnaskógi. Þannig að það var ekki um annað að ræða en að slengja sér úr náttbuxunum og í göngufötin. Síðan sem betur fer sá Inga aumur á mér og Kolfreyju ( hún veit sem er að Bogi er kokkur heimilisins) og bauð okkur í mat, Geggjuð kjötsúpa, heimabakað brauð og rauðvín. Ummmm. Þetta varð semsagt hinn fullkomnasti dagur,- letilíf...heilsurækt...góður matur og góður félagsskapur ;)
Athugasemdir
Rosalega er þetta falleg blómakarfa. Kv. Guðný sys.
Guðný sys (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 17:19
Það er bara leti dag eftir dag hjá þér! Það er agalega gott annað slagið! Heppnaðist námsferðin þín vel um daginn?
Annars vildi ég bara kasta á þig kveðju og benda þér á skemmtilega síðu með fullt af myndum og skyldfólki ef þú hefðir ekki séð hana fyrr - www.123.is/mot !
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.