Lúkasi Birni...
31.1.2008 | 22:07
...áskotnaðist þetta myndarlega glóðarauga á dögunum. Var á hraðferð í frímínútum á fótboltavöllinn en svellið plataði hann illilega. Það var sko myndarkúla á gagnauganum á honum fyrst og eyddum við heilum degi í kælingu,- og kælingu. Nú er augað orðið svoldið skárra en fyrst, en ekki mjög huggulegt þó !!
Ég er nú búin að benda kauða á að þetta hafi nú gerst á besta tíma,- öskudagur framundan og hann getur leikið skúrk,- ja eða Oliver Twist !!!
Athugasemdir
Ég elska glóðaraugu !! Meina það. Fynnst þau svo sjarmerandi.
Marcelo vinur minn var einu sinni boxari á þýska karneval (Fasching). Hann málaði á sig glóðarauga, var í slopp, með handklæði um hálsinn og vatnsgreitt hár. Minnir að hann hafi verið með hvítt sárabindi vafið um hendurnar. Var mjög flott. Bara að kíkja á boxaramyndir á netinu. Flott ef hann gæti fengið boxhanska.
Góðan bata til Lúkasar og kveðja til Kolfreyju. XXX St.
Steinvör (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:18
Sæl !Elsta dóttir mín (Una Guðrún)fékk í síðustu viku eitt heljar glóðarauga eftir samstuð á gagnaugað við vinkonu sína. En þar sem hjónaleysin á bænum voru ósammála um hvort ætti að setja kalt á það og húsmóðirin lét undan þrýstingi og fór eftir húsbóndanum og kældi ekkert. Úr þessu varð svaka kúla og dóttirin átti erfitt með að opna augað daginn eftir. Í dag er hún með fallega fjólubláan lit á augnlokinu og smá rönd niður fyrir.
Ja glóaðarauga eru greinilega í tísku bæði á Suður- og Norðurlandi.
Bestu kveðjur til ykkar allra. Ragnhildur Þorsteinsd. Þorlákshöfn
Ragnhildur (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.