Misskilinn húmor !!
28.1.2008 | 22:13
Svei mér ef ég er ekki komin í flokk með Spaugstofunni ( altsvo ekki pólitískan flokk heldur húmorískan). Húmorískan að því leiti að fullt af fólki skilur ekki brandarana mína. Það gerist svo oft og iðulega að nú orðið er ég farin að bæta ósjálfrátt við í lok brandara.....nei,nei, bara grín og útskýri oft á tíðum brandarann....sko þetta er fyndið af því að sko.... Þeir hefðu betur gert það Spaugstofukarlar síðastliðið laugardagskvöld. Þvílíkur misskilningur,- hjá heilli þjóð, og allt orðið vitlaust á bloggsíðum landana og Ólafur F kominn með þvílíkt samúðarfylgið. Karl Ágúst Úlfsson upplýsti nefnilega í Kastljósi í kveld að þeir voru bara ekkert að gera grín að Ólafi F. Þeir voru að gera grín að fjölmiðlum.
Ég á greinilega margt líkt með Ragnari Reykás.
Athugasemdir
Ef Ólafur F. hefði fótbrotnað illa fyrir einhverjum mánuðum og spaugstofumenn hefðu hoppað um með hækjur heilan þátt þá hefðu allir hlegið, ég hló svo kanski er ég í þessum misskilda hópi allavegana finnst mér það sorglegt að manninum sé ekki meira batnað á sálinni en svo að hann geti ekki viðurkennt að hann hafi átt við GEÐRÆN veikindi að stríða.
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:12
Mér fannst bara spaugstofan góð!kannski með svona svartan húmor, hver veit.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 29.1.2008 kl. 15:18
Ég ákvað nú að horfa á Spaugstofuna á netinu í gærkvöldi því þetta var heitasta umræðan -mér fannst þetta nú bara fyndið! Það hefur ekkert annað komist að í umræðunni (eðlilega) síðustu vikuna enda er þetta dæmi alltsaman algjörlega út úr kortinu! Ég er sammála henni Önnu með veikindi Ólafs, einhversstaðar las ég sem haft var eftir honum að hann hafi ekki átt við geðræn vandamál/geðsjúkdóm (man ekki hvort það var) heldur hafi hann glímt við depurð! Ég segi nú bara: ER ÞAÐ SVONA MIKIL NIÐURLÆGING FYRIR FÓLK AÐ VIÐURKENNA AÐ ÞAÐ HAFI GLÍMT VIÐ ÞUNGLYNDI? Ef honum þykir það þá held ég að hann ætti að snúa sér aftur að bataferlinu...
Knús á þig Helga mín!
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 15:37
Ég hafði ekki húmor fyrir þessu....fannst þetta dónalegt. Hér í stofunni var hlegið ógurlega...en ekki hún ég. En ég hlæ nú reyndar voða sjaldan upphátt að sjónvarpinu Sennilega svona alvarleg týpa
Bestu kveðjur úr snjónum í Þorlákshöfn!
Sigþrúður Harðardóttir, 29.1.2008 kl. 16:36
Nú gætu þeir líka farið að gera grín t.d. að krabbameinum Davíðs Oddssonar, Margrétar Sverris og Halldórs Blöndals. Svo hafa örugglega einhverjir ráðamenn fengið hjartakast og heilablóðfall sem hægt er að gantast með. Skil ekki af hverju þeir hafa ekki byrjað á þessu fyrr.
Steinvör (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:03
Æ þessir spaugstofumenn eru alveg útbrunnir fyrir löngu:(Skil ekki hvað er verið að eyða peningum í þessa þætti.Í þessum þætti fóru þeir alveg langt yfir strikið og reyna svo að koma því þannig fyrir að þeir væru að gera grín af fjölmiðlum.ég horfði á þennan þátt(skil ekki af hverju var reyndar veik og hafði ekkert annað að gera)Og mér var verulega misboðið að geta gert grín af veikindum fólks er heimska ekkert annað í mínum huga.Þetta er mín skoðun en þarf ekki endilega að endurspegla mat þjóðarinnar:)
Bestu kveðjur ú fjallahringnum fagra.
Guðfinna Erlín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.