Stjóri eða stýra,- skiptir það máli?

Í þeirri umræðu sem hefur átt sem stað undanfarið í þjóðfélaginu og á bloggsíðum alnetsins ( ekki almættisins !!) hafa þónokkrir sagt þá skoðun sína að þeim finnist það nú hálfgerður sparðatíningur að eltast við að konur hafi ekki starfstitla sem eru karlkyns.  Ég hef ekki verið sammála þessu og tel gríðarlega mikiklvægt að fyrirmyndir allra barna séu þannig að þau átti sig á því að öll störf geti hentað báðum kynjum.  Í gær fékk ég aldeilis stuðning við þessa skoðun mína, þ.e. hvað starfsheitið getur haft áhrif á börnin og mótað skoðanir þeirra. 

Ég  var nefnilega svo heppin að ein kennslukonan á yngsta stiginu þurfti að fara í foreldraviðtal og það vantaði e-hvern til að lesa fyrir nemendur hennar í nestistímanum.  Mér þykir óendanlega gaman að lesa, hvað þá fyrir börn og stökk í verkefnið.  Kennslukonan var að segja nemendum frá því að skólastjórinn væri að koma að lesa fyrir þau þegar ég kom inn í stofuna,- en ert þú ekki í karlastarfi?sögðu þá nemendurnir við mig,- skólastjóri er kallorð,-   já, sagði ég ,- en ég er nefnilega skólastýra ;)   og er það ekki konuorð,- jú, jú, þeim leyst ljómandi vel á það.

las síðan fyrir þau jólasveinasögu þar sem skólastjóri kom mikið við sögu en ég breytti því auðvitað í skólastýran.......og höfðum við öll mjög gaman af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konur eru menn og karlar eru menn ! Þannig hljómaði þetta þegar ég var að alast upp og þá þótti það karlremba að gefa starfstittli kvennkyns endingu !

Kærar þakkir fyrir bloggið þitt Helga hef alltaf jafn gaman af að kíkja við.

Högni (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:39

2 identicon

Já mér finnst ég samt vera með flottasta kventitilinn.. Hæstvirt og virðuleg frú Ragna sveitakelling   

Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Ef ég er lögga, halda þá allir að ég sé kvenmaður? Verð ég þá kannski að kallast löggi, og alls ekki lögregluþjónn skv. þessari kenningu? Krakkar eru nú orðnir svo vanir því að konur séu skólastjórar þannig að það á ekkert að þurfa að breyta titlinum í kvenkyns orð til að þau skilji hvort það er karl eða kona í starfinu. Eða er kannski nauðsynlegt að breyta þessu af því að konur eru nánast komnar með öll völd í skólunum, meira að segja menntamálaráðherrann er kona. Ekki geta þær kvartað yfir því. Ef við eigum að fara að breyta öllum orðum sem til eru á þennan hátt erum við nú alveg komin í ruglið held ég.

Guðmundur Bergkvist, 16.12.2007 kl. 18:27

4 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Ég finnst þessi starfsheiti ekki skipta neinu máli. Minn skólastjóri er kona og er hún ávalt titluð skólastjóri og við erum með tvo deildarstjóra sem eru konur og eru þær titlaðar deildarstjórar. En svo er það annað mál hvað öðrum finnst skólastýra deildarstýra mér finnst þetta ekki skipta svo miklu máli. Mér finnst skipta meira máli hvort fólk er hæft í sín störf eður ei.

Bestu kveðjur Ingigerður. 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 18.12.2007 kl. 00:20

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mér finnst þetta engu máli skipta og hef velt því upp hvað gera eigi við starfsheiti eins og læknir eða stjórnmálafræðingur ef það þarf að finna kvenkyns starfsheiti fyrir allar konur. Ertu með hugmynd?

Sorrý. Sé bara ekki tilganginn. Held að margt annað vegi þyngra í jafnréttisbaráttunni.

Sigþrúður Harðardóttir, 19.12.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband