Löngu tímabært !!

Loksins, loksins.  Það er ekki spurning að ef þessu hefði verið öfugt farið væri löngu búið að breyta þessu,- og eiginlega alveg einkennilegt hvað þær mætu konur sem gengt hafa þessum embættum hafa sætt sig við þetta starfsheiti.  Eins og réttilega hefur verið bent á var umbreytingin frá hjúkrunarkonum í hjúkrunarfræðinga snögg, sem og flugfreyjur í flugþjóna og skúringakonur í ræstitækna.  Meira að segja ráðherrafrú varð að maka ráðherra með hraði þegar karlar voru makar ráðherra.  Hipp,hipp húrra.

En ég hef svosem enga frumlega tillögu, í augnablikinu dettur mér bara í hug ráðfrú, eða þá ráðstýra og ráðstjóri eða eins og einn bloggari benti á ráðynja.  Líklega væri þó best að fá alveg nýtt orð og sleppa þessu ráð-dæmi bara alveg og taka upp hlutlaust orð.  Verst að Jónas Hallgrímsson nýyrðasmiður er ekki lengur meðal vor, honum hefði sjálfsagt dottið e-hvað snjallyrði í hug.


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Mér þykir orðið ráðherra fallegt og gilt orð. Þetta er orð sem við erum vön að nota, yfir karla og konur. Það hefði átt að breyta þessu um leið og þær komu í stöðurnar, en núna er orðið búið að festast við bæði kynin, og er í einhverjum skilningi orðið hvorukyns. Þegar ég segi það, þá hugsar maður ekkert meira um karl heldur en konu þegar orðið ráðherra er nefnt.

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Húrra fyrir Valdísi! 

Sá annars barnshafandi ráðherra um daginn, mjög merkilegur maður.

(Konur eru bæði ráðherrar og menn, ójá)  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2007 kl. 21:59

3 identicon

En á þá ekki um leið að breyta orðinu formaður? Konur eru formenn og jafnvel varaformenn flokkanna. Það sama hlýtur að gilda þarna.

Birkir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:42

4 identicon

Nota bara ráð - hvorugkyns orð, svo herrarnir geta ekki kvartað yfir að veralækkaðir í tign

Silja (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:12

5 identicon

Mér finnst rádfrú, rádynja og rád allt eitthvad ekkert kúl...tad verdur alltaf einns og léleg afsökun fyrir rádherra. Alveg eins og flugtjónar og raestitaeknar...Ekki nota ég tad í daglegu máli. Hjúkrunarfraedingur er aftur vel heppnad.

Held ad tad sé best ad leggjast undir feld med fullt af ordabókum og finna ord í ödrum tungumálum sem ganga yfir baedi kyn, sbr. minister og ministro/ministra og koma eftir tad undan feldinum med íslenskt sambaerilegt ord....ministro ordid hlýtur tildaemis ad vera eitthvad skillt meistari og svona má halda áfram ad hugstorma...

Ég segi nú svona...annars finnst mér fínt ad vera herra...er minn eiginn herra ad minnsta kosti.

Ásta Hlín (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 02:12

6 identicon

Jamm.. ráðseti.. væri þá sambærilegt orðinu ..forseti.. ekki satt?

Bestu kveðjur

Ragna 

Ragna rugludolla og Popparadóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband