Færsluflokkur: Bloggar
Æðisgengin hamstraleit !!!
7.12.2008 | 14:29
Eftir að hafa eytt gærdeginum í dásamleg jólagjafainnkaup þá kúrði familían sig yfir sjónvarpi, poppi og vatni. Þegar einni mynd var lokið og ég sendi börnin í bólið og bjó mig undir djúsi áhorf á hinn sænska Wallender.......heyrðist ógnarskræk að neðan ( ekki úr hinu neðra með stóru N-i heldur neðri hæðinni hjá okkur ) HAMSTRARNIR !!! E-hver hafði verið að dúllast í hömstrunum sínum fyrr um kveldið og gleymt að loka búrinu. Úbbs....Wallander fékk að bíða ( setti bara á upptöku) og hina mikla leit hófst. Það fór sem sem ekki á milli mála hvurt þeir hefðu farið, undir stiganum er geymt gamalt barnarúm og dýna. Merkilegt hvað hamstrar eru röskir við niðurrif á einni dýnu. Þegar búið var að draga barnarúmið fram, henda leyfunum af dýnunni út ( ok..smá ýkjur) þá spratt fram hamstur.....einn hamstur. Það var eins og hann væri heimtur úr helju, gleðin var svo mikil. En hann hefur örugglega skemmt sér konunglega við að tæta í sig dýnuna. En hinn var ófundinn. Leitað var í öllum herbergjum, skápum og skúmaskotum ( og ég komst að því að ég þarf að fara í jólarykhreinsun) en enginn hamstur. Þá var það þvottahúsið..og geymslan. Dóttirin var viss um að hafa heyrt tíst inn í geymslu. Við eigum litla geymslu með miklu dóti, mjög gaman og gefandi að leita þar að hamstri !!! Sá svo sem fyrir mér að ef hann fyndist ekki fljótlega þá gæti ég hent öllu dótinu í geymslunni,- það yrði komið í frumeindir eftir hamstratennurnar ógurlegu. Enginn hamstur fannst og tárin flæddu hjá stubbunni minni. Lúkas gerðist spæjari og setti hamstramat hist og her svona til að lokka hann fram. Enginn árangur. Þannig að við ákváðum að fara bara í bólið og leyfa blessuðum hamstrinum að rústa geymslunni, ætluðum reyndar að setja 4 matarkorn í hvurt herbergi og loka öllum hurðum, þannig gætum við amk fundið út í hvaða herbergi hann héldi sig. Mér stóð samt ekki alveg á saman, langaði ekki mikið að vakna um miðja nótt við hamstranag í hárinu !!! Fór inn á baðherbergi að tannbursta og þrífa fésið.....sat ekki lítill sætur hamstur þar á gólfinu,- og skildi ekkert í gleðilátunum í okkur.
En það er á hreinu að ef þeir losna úr búrinu í þriðja sinn ( þetta var nefnilega annað) þá verður auglýst hér gefins fínt hamstrabúr og kannske hamstrar ( ef þeir þá finnast ) !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þöggun ?
5.12.2008 | 17:19
Hvað er að gerast hérlendis í dag? Í gær voru allir fréttamiðlar uppfullir af fréttum af orðum Davíðs og viðbrögum við þeim hjá pólitíkusunum. Núna seinnipartinn í dag er ekki múkk um þetta mál,- ekki á mbl,-vísi eða ruv. Ekkert hefur heyrst frá leiðtoga Samfylkingar en Össur var e-hvað að gapa í Fréttablaðinu í morgun. Ég bara spyr, hvað er að gerast ? Þetta hlýtur að vera lognið á undan storminum,- Davíð rekinn,- eða/ og stjórnarslit. Ef ekki þá er næstum örugglega von á stormi í mótmælum á morgun. Mér finnst þessi þöggun í dag slá öllu við !!!
Upplýsingaflæði hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í fylgd lífvarða og lögreglu !!
4.12.2008 | 12:37
Þetta er náttúrulega enn eitt dæmið um einræði Davíðs á Íslandi. Hann hinn mikli höfðingi kemur í fylgd lífvarða og lögreglu til viðskiptanefndar....og segir þeim ekki baun í bala. Hann ræður. Og um þessa meintu endurkomu Davíðs í pólitíkina hef ég bara eitt að segja.....hann getur ekki komið aftur,- þar sem hann hefur í raun aldrei farið.
Einveldið Ísland í hnotskurn !!
Miserfitt að hætta í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Horfði á mjög athyglisvert...
3.12.2008 | 20:09
...viðtal í Kastljósi áðan. Hafnfirðingur ( er e-hvað að marka þá ?) var að fara yfir það hversu mikið fólk í raun tapaði á því að halda áfram að borga af húsnæðislánunum sínum. Það myndi margborga sig að hætta að borga af þeim og leggja inn á bók afborganirnar og nýta það síðan þegar uppboðsferli fer í gang. Veit svosem ekki hvort,- né hversu mikið húsið mitt lækkar í verði,- og þarf svo sannarlega að reikna út hversu hátt lánið verður þegar verðbólgan leggst við og við og við og við.....
reikna á morgun !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er jólaskraut?
30.11.2008 | 22:31
Varð yfir mig glöð í morgun þegar ég sá auglýsingu frá Húsasmiðjunni/Blómaval ( Blómasmiðjan !!) um 20 % afslátt af ÖLLU jólaskrauti í dag. Í gær uppgvötaði ég nefnilega að Ikeakransinn logaði bara á 1/4 og því var kjörið tækifæri að finna nýtt jólaskraut í eldhúsgluggann. Ég lagði að sjálfsögðu leið mína í Blómasmiðjuna og eftir mikið puð við að finna hið rétta skraut ( Það var sko puð því að gluggajólaskrautið hangir allt uppi á einum stað til sýnis en ekkert er vísað í hvaða hillu má finna skrautið) þá skeiðaði ég að afgreiðslu ( valdi geysifagra jólastjörnu) . Þar var mér tjáð að afslátturinn gilti ekki fyrir stjörnuna því hún væri ljós og það hefði verið tekið fram í auglýsingunni að jólaljós væru ekki á afslætti. ALLT jólaskraut er semsagt ekki jólaljós !! Ég vildi nú ekkert fara að rengja drenginn en mundi ómögulega eftir þessu og sagði í hálfkæringi að það hefði þá vísast verið mjög smátt letur. Keypti því ekki neitt....þarna heldur fór í Hagkaup og fékk fína jólaljósakúlu á 30% afslætti ( þar telja þeir semsagt að jólaljós sé jólaskraut ;) . Þegar ég kom heim þá fletti ég Fréttablaðinu aftur, fann auglýsinguna á bls 23 og sorrý,- ég finn bara ekki þetta um jólaljósin séu ekki jólaskraut !! Það vantar alveg í mitt blað. OK ég veit ég þarf lesgleraugu en ég brúkaði þau,- pússaði og alles.
Á morgun ætla ég að fara út í Húsasmiðju/ Blómaval með auglýsinguna og reikning fyrir bensíni og þeim tíma sem ég eyddi við að eltast við PLAT auglýsingu !! og fer síðan aldrei aftur í þessa búð.
Að öðru leyti átti ég ljúfa helgi,- bakaði eins og berserkur í gær....kornflexkökur,Sörur og súkkulaðibitakökur. Skreytti smá,- og tók til,- og síðan komu góðar stöllur mínar hingað og við settum á Sörurnar í gærkveldi, slúðruðum og sötruðum rautt. Í dag var hin mesta leti í gangi,- bara smá konfektgerð og síðan semsagt klukkutímaeyðsla í helv....HúsaBlómasmiðjuvali.
Alveg elska ég Sommerþættina ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Finn ekki....
29.11.2008 | 00:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frestar komu sinni ??
27.11.2008 | 10:24
Davíð frestar komu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
46 milljónir
26.11.2008 | 12:33
Fékk 30 þúsund evrur inn á reikning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frá tengdó
25.11.2008 | 21:26
Fékk þessa flottu mynd á fésbókina frá tengdamömmu. Ég minnist þess ekki að við Bogi höfum verið svona krakkaleg árið 1989 ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kom mér á óvart....
24.11.2008 | 22:20
...að það kæmi Geira á óvart hve margir voru á fundinum í Háskólabíó !!
Mitt mat...endurspeglar ekki alla þjóðina ( en ég hafði það huggulegt upp í sófa með popp og kók eins og ég væri að horfa á góða danska mynd) Flottur fundur, góðar framsögur, fín stemming. Ingibjörg Sólrún ( sem hefur nú verið í miklu uppáhaldi hjá mér) var of hrokafull,- Össur galgopi, Árni pikkfrosinn, Geir vandræðalegur en Þorgerður Katrín ( sem hefur nú ekki verið í miklu uppáhaldi hjá mér) var flott og hreinskiptin.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)